Afnám einokunarversluninnar 1787 í samanburði við verslunarfrelsið 1855

Afnám einokunarverslunarinnar árið 1787 og verslunarfrelsið árið 1855 eru bæði mikilvægir atburðir í íslenskri verslunarsögu, en með mismunandi áhrifum og inntaki. Einokunarverslunin var stofnuð árið 1602 af dönskum stjórnvöldum, sem veittu danska kaupmenninum einkarétt til að versla við Íslendinga. Það takmarkaði mjög efnahagsleg frelsi landsins, þar sem einungis danskir kaupmenn gátu verslað hér á föstum verðum sem stjórnvöld settu. Ástæðan fyrir tilkomu einokunarversluninnar var að útrýma Hansakaupmenn af Íslandi og útiloka launverslun Englendinga hér sem og annarra þjóða eins og t.d. Hollendinga.

En tíminn stendur ekki í stað, jafnvel kyrrstöðusamfélagið Ísland varð að játa sig sigrað fyrir náttúrunni í formi Móðuharðindanna 1783-85 og það að Merkantílismi (kaupaukistefna) var að líða undir lok. Hann var ríkjandi efnahags- og stjórnmálastefna í Evrópu frá lokum miðalda til loka 18. aldar. Kammeralismi (búaukisstefna). Þetta er stefna í efnahags- og stjórnmálum sem kom fram í Frakklandi og var telft gegn kaupauðgisstefnunni. Í þessar stefnu var lögð áhersla á frelsi atvinnulífsins og mikilvægis landbúnaðar sem undirstöðu efnahagslífsins. Þessi stefna birtist með skýrum hætti á Íslandi í formi aðgerða danskra stjórnvalda til að efla landbúnað á Íslandi, fiskveiðar og opna fyrir verslun.

Árið 1787 var formlega afnumið einkaleyfið á verslun með lagasetningu. Danskir kaupmenn fengu þá almennt leyfi til að versla frjálst, en aðeins innan Danmerkur, Noregs og hertogadæmanna Slesvík og Holstein (sem þá voru hluti af Danaveldi).

Afnám einokunarverslunarinnar árið 1787 breytti því að verslunin var ekki lengur bundin við ákveðna kaupmenn, en það var samt sem áður ekki algert verslunarfrelsi. Verslunin var enn bundin við danska ríkisborgara, og þar með takmarkaðist aðgangur Íslendinga að markaði utan danska konungsríkisins.  Þetta opnaði dyrnar fyrir íslenska kaupmenn að stunda verslun. Nú leitar bloggritari á náðir ChatGPT og spyr eftir farandi spurningu, hverjir voru fyrstu íslensku kaupmennirnir eftir afnám einokunarversluninnar. Hér er svarið og er haft í smáu letri til aðgreinar frá öðrum texta:

"Fyrstu íslensku kaupmennirnir:

  1. Skúli Magnússon (1711–1794) – þótt hann væri ekki kaupmaður í hefðbundnum skilningi, þá var hann mikilvægur frumkvöðull og stuðningsmaður íslenskrar verslunar og iðnaðar. Sem landfógeti beitti hann sér fyrir aukinni efnahagsþróun á Íslandi, m.a. með stofnun Innréttinganna í Reykjavík, sem áttu að efla iðnað og verslun. Skúli var áhrifamikill í að undirbúa jarðveginn fyrir íslenska kaupmenn og iðnað.

  2. Þórður Jónsson á Hofi (1749–1827) – Þórður var talinn einn af fyrstu íslensku kaupmönnunum sem hóf eigin verslun eftir afnám einokunarverslunar. Hann starfaði sem kaupmaður á Suðurlandi, þar sem hann tók þátt í verslun með landbúnaðarafurðir og innflutning á neysluvörum.

  3. Ólafur Jónsson á Eyrarbakka (d. 1798) – Ólafur var meðal þeirra fyrstu Íslendinga sem nýttu sér nýfengið frelsi til að stunda verslun. Hann stóð fyrir verslun á Eyrarbakka, sem var ein helsta verslunarhöfnin á Suðurlandi á þessum tíma.

  4. Bjarni Sívertsen (1763–1833) – Bjarni, oft nefndur "Bjarni í Hafnarfirði," var einn af fyrstu íslensku kaupmönnunum sem náði verulegum árangri. Hann byrjaði sem skipstjóri og kaupmaður í Hafnarfirði og náði að efla verslun þar. Hann er talinn vera fyrsti íslenski kaupmaðurinn til að reka eigin verslun með skipaflota, þar sem hann sinnti bæði útflutningi og innflutningi, sérstaklega á fiski og neysluvörum. Bjarni var mikill frumkvöðull í sjávarútvegi og verslun og er oft nefndur sem einn af fyrstu Íslendingunum sem tóku virkan þátt í viðskiptum eftir afnám einokunarinnar.

Þessir kaupmenn voru frumkvöðlar á sínu sviði og ruddu veginn fyrir íslenskan kaupskap, sem hélt áfram að vaxa eftir því sem verslunarfrelsi varð meira áberandi, sérstaklega með verslunarfrelsinu 1855."

Þetta er athyglisvert svar og vissi bloggritari ekki af Þórð Jónssyni á Hofi eða var búinn að gleyma honum. En eftir sem áður, voru þetta allt menn sem voru kaupmenn sem ekki ráku skipaflota nema Bjarni Sívertsson. Þar með stóð hann jafnfætis dönskum kaupmönnum að geta sótt vörur og flutt án afskipta Dani.  Það var ekki fyrr en Eimskip var stofnað 1914 að flutningur vara til og frá landinu var kominn í hendur Íslendinga. 

Kíkjum á annan merkan áfanga í verslunarsögu Ísland er verslunarfrelsi var gefið 1855. Verslunarfrelsið sem var veitt 1855 var mun víðtækara og opnaði Ísland fyrir alþjóðlegri verslun. Þá var erlendum kaupmönnum, ekki aðeins Dönum, heimilað að versla á Íslandi. Þetta opnaði leið fyrir kaupmenn frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og öðrum þjóðum til að hefja viðskipti við Íslendinga.

Verslunarfrelsið leiddi til meiri samkeppni milli kaupmanna, sem gerði Íslendingum kleift að semja um betri kjör. Þetta skapaði aukin efnahagsleg tækifæri fyrir Íslendinga og stuðlaði að aukinni útflutningsverslun, sérstaklega á fiskafurðum, sem var grunnurinn að efnahagsþróuninni sem fylgdi næstu áratugi. Þetta opnaði fyrir hvalveiðar Normanna á síðari hluta 19. aldar, sauðasölu til Bretlands (og hesta) og Íslendingar sáu í fyrsta skipti peninga eða gjaldeyrir í viðskiptum. Segja má að kapitalismi hafi þar með loks hafið innreið á Íslandi.

Eitt af því sem verslunarfrelsi leiddi til en það var stofnun Gránufélagsins. Það var eitt merkasta íslenska verslunarfélagið á 19. öld og hafði mikil áhrif á þróun verslunar og atvinnulífs á Íslandi. Það var stofnað árið 1869 af Þórarni Guðmundssyni og Tryggva Gunnarssyni og var starfrækt allt til ársins 1910. Félagið var staðsett á Akureyri, þar sem það hafði sitt helsta höfuðstöð, en það starfaði einnig víða um land. Gránufélagið eignaðist sitt eigið skip árið 1870, sem bar nafnið Phoenix

Afnám einokunarverslunarinnar var upphafið að því ferli að losa íslenskt hagkerfi úr höftum, en verslunarfrelsið 1855 opnaði fyrir efnahagslega þróun og samkeppni sem hafði meiri langtímaáhrif á þróun samfélagsins, sérstaklega í sjávarútvegi og borgarmyndun. Það er engin tilviljun að hvalveiðar Norðmanna á seinni hluta 19. aldar eru oft taldar marka upphaf að iðnrekstri á Íslandi en verslunarfrelsið leiddi óbeint til þess en sérstaklega var það sauðasalan til Bretlands mikilvæg, því bændur gátu selt afurðir sínar beint til kaupenda.

Í heildina séð var verslunarfrelsið 1855 stærra skref í átt að alþjóðlegri og sjálfbærari efnahagsþróun, en afnám einokunarverslunarinnar var forveri þess sem veitti fyrstu losun frá hinum hörðu höftum verslunareinkaleyfisins.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Okt. 2024

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband