Þegar Alþingi er ekki jarðtengt

Mikill farsi er í gangi á Alþingi þessa dagana.  Stjórnmálamennirnir sem ætluðu að sitja rólegir fram á næsta vor, í góðri innivinnu ásamt öllum fríðindunum sem fylgir þingmennskunni, vöknuðu upp við vondan draum nú í haust er þeir loksins mættu til vinnu eftir margra mánaða sumarfrí. Þjóðin er búin að segja þeim til syndana í skoðanakönnunum og segja að kúrsinn sé rangur. 

Þriggja flokka hjónaband gengur ekki upp líkt og í raunveruleikanum hjá fólki. Arfa vitlaus stefna stjórnmálaelítunar í mörgum málaflokkum gengur ekki upp, svo sem í útlendingamálum, orkumálum, samgöngumálum og fleiri málum. Ætlunin var að aðlaga raunveruleikanum að hugmyndafræðinni en hann lifir sínu lífi og tekur ekki mark á ranghugmyndir stjórnmála vitringanna.

Nú hefur það ótrúlega gerst en fimmti hver kjósandi segist ætla að kjósa Miðflokkinn. Sá flokkur segist stunda raunsæis pólitík frekar en einhver flokkur sem eltir einhverja hugmyndafræði sem gengur ekki upp. Það var Helmut Smith sem fann upp hugtakið "Real politik" í Vestur-Þýskalandi er hann sagði að Vestur-Þjóðverjar verði að lífa í raunveruleikanum og stunda sína pólitík eftir því.  Raunsæisstefna var tekin upp gangvart Sovétríkin og viðskiptin blómstruðu fyrir vikið og landið varð efnahagsveldi.

Annar flokkur virðist líka vera jarðtengdur en það er Flokkur fólksins. En aðrir flokkar geta bara ekki séð raunveruleikann eða fylgt eftir sína eigin sannfæringu. Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn t.d. að ná fyrra fylgi ef hann stendur ekki í fæturnar eins og sjá mátti í málinu með drenginn sem fékk hæli í skjóli nætur, þrátt fyrir að kerfið hafi úrskurðað annað? Það dugar ekki að tuldra bænina, ef engin er trúin. 

Og þegar málstaðurinn er vondur, er ekki farið í boltann, heldur manninn. Friðjón skýtur hart á Sigmund – „Sú grímulausa útlendingaandúð sem hann sýnir okkur nú er ógeðfelld, en kannski bara hans rétta eðli“ Góða fólkið er greinilega í öllum flokkum og er alltaf tilbúið að fara í vasa skattborgaranna eftir meira fé. Raunsæisfólkið segir sem er, vasarnir eru tómir og við getum ekki alið allt flökkufólk sem hingað kemur og vill komast á ríkisspenann.

Minni spámenn eru sendir af örkinni til að herja á andstæðinginn. Nú er Sigmundur Davið sakaður um útlendingahatur. En þá verður Friðjón að saka einnig 19% kjósenda um útlendingahatur sem styður flokkinn. Ekkert er rætt um að opin landamæri eru að sliga alla innviði landsins. Skólar landsins ráða ekki við að aðlaga útlenska nemendur að skólakerfinu og kenna þeim íslensku.  Heilsugæslan er sprungin og getur ekki tekið við alla útlendingana sem streyma inn í landið þúsunda talið árlega. Sjá má þetta á læknavaktinni, þegar aumingja fólkið leitar þangað sem hefur ekki önnur hús að venda, en hún er ávallt yfirfull. Bráðamóttakan stendur ekki undir nafni og fólk þarf að bíða í hálfan sólarhring eftir þjónustu sem á reyndar að vera bráðaþjónusta og varðar líf og dauða. Og fólk þarf að aka á holóttum vegum á leið á sjúkrahús enda ekki til peningar til að laga vegina. Allt er þetta einkenni þriðja heims ríkis, ekki velmegunarríkis.

Gamla fólkið má éta það sem úti frýs í bókstaflegri merkingu. Samkvæmt fréttum bíða örvasa gamalmenni á Landsspítalanum eftir vist á elliheimili og talan er alltaf sú sama, ár eftir ár, um hundrað manns eru fastir á sjúkrahúsinu og taka dýrmæta starfskrafta frá sjúklingum. Ekki er byggt nóg af húsnæði fyrir gamla fólkið. En það er ekkert mál að koma 400 hælisleitendur fyrir í JL húsinu. Málið er reddað fljótar en hendi er veifað. Unga fólkið fast heima, því ekki er til húsnæði fyrir það. Þetta sér venjulegt fólk, Jón og Gunna, sem er búið að fá nóg. Það lætur ekki forréttindastéttar fólk sem fæðist með silfurskeið í munni, ekki hræða sig lengur og kýs þann flokk sem það heldur að lagi ástandið.

Ekki mun VG laga ástandið, eða Sjálfstæðisflokkurinn eða hinn ósýnilegi flokkur, Framsókn, sem er bara þarna og gerir ekki neitt. Ösku VG verður dreift á öskuhauga sögunnar fljótlega, spurningin er bara hvenær. Sjálfstæðisflokkurinn fær sitt kærkomna frí og finnur vonandi ræturnar fyrir hundrað ára afmælið 2027. Framsókn verður kippt í ríkisstjórn í algjöri neyð, ef stjórnarkapallinn spilast þannig. Íslendingar eru í tilvistakreppu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband