Nýir leiðtogar VG hafa sannað að þeir eru harðlínu kommúnistar

Ekki nóg með það, heldur brjóta tveir fremstu forvígismenn flokksins stjórnsýsluhefðir, ef ekki lög með gjörðum sínum.

Er til dæmis eðlilegt að ráðherra hringi í lögreglustjóra með sértækt mál um miðja nótt sem ríkisstofnun er búin að úrskurða um en ráðherrann vill fá betri útkomu? Eða núverandi formaður er illa við ákveðinn atvinnurekstur og kippir fótum undan fyrirtæki í rekstri á elleftu stundu?

Svona ákvaðanir kallast á mannamáli geðþótta ákvarðanir og þessir ráðherrar halda heilli ríkisstjórn í gíslingu. Það er engin furða að fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum þegar enginn ráðherra flokksins er með bein í nefinu eða getur staðið í ístað eða rekur upp stunu þegar traðgað er á þeim. Þingmenn Miðflokksins þurfa að verja Sjálfsstæðismenn, þegar hinir síðarnefndu bera ekki einu sinni hönd fyrir höfuð.

Hvernig á maður að kalla svona stjórnmál? Frekju stjórnun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

þetta er bara hárrétt hjá þér, ótrúlegt hvað þetta lið kemst upp með. Vonandi þurkast þetta út við næstu kosningar

Emil Þór Emilsson, 10.10.2024 kl. 18:45

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Emill, ekki eðlileg stjórnsýsla. Að lágmarki siðlaust.

Birgir Loftsson, 10.10.2024 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband