VG innsiglar örlög sín

Gleðitíðindi fyrir íslenska pólitík - Svandís Svavars­dótt­ir er nýr formaður Vinstri Grænna. Hún var ein í fram­boði til for­manns. Lands­fund­ur flokks­ins hófst í gær og lýk­ur á morg­un. Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, frá­far­andi formaður, var kjör­inn vara­formaður flokks­ins með 145 greidd­um at­kvæðum.

Báðir stjórnmálamennirnir hafa reynst arfa slakir stjórnmálamenn og Svandís beinlínis andstæð íslenskum hagsmunum og íslensku atvinnulífi. Þetta er eins og vera valinn sem nýr skipstjóri á Titanic, skiptir engu máli, skipið fer samt niður.

Annar hreplekur dallur tekur við skipbrotsfólkinu, en leyfarnar af VG fólki fer þá yfir til Sósíalistaflokk Íslands, þar sem fyrrum kapitalistinn Gunnar Smári er við stjórnvölinn. Það er nefnilega þannig á Íslandi að öfga vinstri fólkið er ákveðin stærð, milli 5-10% af kjósendum og ef enginn flokkur er til fyrir það, þá býr það bara til nýjan flokk. Svona flokkur verður aldrei stór.

Svandís nýr formaður og Guðmundur varaformaður

RIP VG.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Varaformaðurinn ætla að leiða næstu vinstri stjórn, væntanlega utan þings, enda bara með tæpt 3% fylgi.

https://www.dv.is/eyjan/2024/10/05/ordid-gotunni-vinstri-graen-maelast-utan-things-en-aetla-samt-ad-mynda-nyja-vinstri-stjorn/

Birgir Loftsson, 5.10.2024 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband