Lélegasti utanríkisráðherra í sögu íslenska lýðveldisins

Það er ekki hægt annað en að taka undir orð Frosta Sigurjónsonar um Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sem virðist vera að búa til einka utanríkisstefnu, þvert í hefðir og venjur sem hafa myndast í íslenskri utanríkisstefnu síðan utanríkisþjónustan var formlega stofnuð 1940.

Rauði þráðurinn síðan þá, hefur verið að skipta okkur ekki með beinum hætti af valdabrölti stórveldana og allra síst ef þau fara í stríð.  Við höfum skipað okkur í raðir vestrænna ríkja og sótt herskjól til þeirra en þagað eða miðlað ef vopnin eru dregin fram.

Það er eins og utanríkisráðherra geti ekki sagt nei, eða beðið um undanþágur varðandi álögur á eldsneyti flugvéla sem hér lenda, né sagt nei við flutningagjalda (mengunarskatta) sem lagt er á innflutning vara með skipum. Hún þorir ekki að segja nei við bókun 35, þótt hún beinlínis fari í bága við stjórnarskránna. Og hún eltir galna Biden stjórnina í stríðsbrölti hennar sem nær ekki nokkri átt. Engum dettur í hug að nota diplómatanna, hvorki Bandaríkjamenn né Íslendingar eða aðrir vestrænir leiðtogar.

Syndalistinn er langur en kannski er mesta afhroðið bein þátttaka í Úkraínu stríðinu með vopnasendingum og slit stjórnmálasambands við Rússland.  Nokkuð sem engum utanríkisráðherra datt í hug á dögum kalda stríðsins sem á köflum var ansi heitt. Engin sjálfstæð utanríkisstefna er í gangi, það er íslensk utanríkisstefna. Hópurinn er bara eltur.

James Bond Sjálfstæðisflokksins með svísu hópinn í kringum sig er að draga aldargamlan hægri flokk niður í svaðið, hægt og rólega. Skyldi flokkurinn ná að verða hundrað ára 2029? Eða skellir formaðurinn í lás í Valhöll eftir næstu kosningar? Geri ráð fyrir að hann láti sig hverfa áður en að skuldadögum kemur....

Fer hörðum orðum um Þórdísi – „Einn versti utanríkisráðherra sem við höfum haft“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Bestu dagarnir á blogginu eru þegar við erum sammála, sem er oftar en við auglýsum.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 4.10.2024 kl. 17:35

2 Smámynd: Loncexter

Ef hún væri lessa, yrði hún og Kamala gott par !

Loncexter, 4.10.2024 kl. 19:12

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Svona sé ég silfrið...gaman að aðrir sjá það sama en ef ekki...þá er það bara allt í lagi að vera ósammála. Það gæti skapað skemmtilegar rökræður. Góða helgi.

Birgir Loftsson, 4.10.2024 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Okt. 2024

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband