Það er ekki hægt annað en að taka undir orð Frosta Sigurjónsonar um Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sem virðist vera að búa til einka utanríkisstefnu, þvert í hefðir og venjur sem hafa myndast í íslenskri utanríkisstefnu síðan utanríkisþjónustan var formlega stofnuð 1940.
Rauði þráðurinn síðan þá, hefur verið að skipta okkur ekki með beinum hætti af valdabrölti stórveldana og allra síst ef þau fara í stríð. Við höfum skipað okkur í raðir vestrænna ríkja og sótt herskjól til þeirra en þagað eða miðlað ef vopnin eru dregin fram.
Það er eins og utanríkisráðherra geti ekki sagt nei, eða beðið um undanþágur varðandi álögur á eldsneyti flugvéla sem hér lenda, né sagt nei við flutningagjalda (mengunarskatta) sem lagt er á innflutning vara með skipum. Hún þorir ekki að segja nei við bókun 35, þótt hún beinlínis fari í bága við stjórnarskránna. Og hún eltir galna Biden stjórnina í stríðsbrölti hennar sem nær ekki nokkri átt. Engum dettur í hug að nota diplómatanna, hvorki Bandaríkjamenn né Íslendingar eða aðrir vestrænir leiðtogar.
Syndalistinn er langur en kannski er mesta afhroðið bein þátttaka í Úkraínu stríðinu með vopnasendingum og slit stjórnmálasambands við Rússland. Nokkuð sem engum utanríkisráðherra datt í hug á dögum kalda stríðsins sem á köflum var ansi heitt. Engin sjálfstæð utanríkisstefna er í gangi, það er íslensk utanríkisstefna. Hópurinn er bara eltur.
James Bond Sjálfstæðisflokksins með svísu hópinn í kringum sig er að draga aldargamlan hægri flokk niður í svaðið, hægt og rólega. Skyldi flokkurinn ná að verða hundrað ára 2029? Eða skellir formaðurinn í lás í Valhöll eftir næstu kosningar? Geri ráð fyrir að hann láti sig hverfa áður en að skuldadögum kemur....
Fer hörðum orðum um Þórdísi Einn versti utanríkisráðherra sem við höfum haft
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.10.2024 | 13:23 (breytt kl. 20:13) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Bestu dagarnir á blogginu eru þegar við erum sammála, sem er oftar en við auglýsum.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 4.10.2024 kl. 17:35
Ef hún væri lessa, yrði hún og Kamala gott par !
Loncexter, 4.10.2024 kl. 19:12
Svona sé ég silfrið...gaman að aðrir sjá það sama en ef ekki...þá er það bara allt í lagi að vera ósammála. Það gæti skapað skemmtilegar rökræður. Góða helgi.
Birgir Loftsson, 4.10.2024 kl. 20:10
Það má með sanni segja. Ef Bjarni ákveðjur að hætta, sem ég vona, að hann geri ekki, þá mundi ég ekki treysta Þórdísi eina mínútu til þess að taka við keflinu hvað þá að vera forsætisráðherra. Ég mundi frekar treysta Guðlaugi Þór heldur henn henn eftir að hafa lesið grein hans um Reykjavíkurflugvöll. Mér finnst Þórdís óttalegur vingull. Ég get ekki sagt annað.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir, 6.10.2024 kl. 12:54
Sæl Guðbjörg, já því miður varð Guðlaugar armur Sjálfstæðisflokksins undir gegn Bjarna og co. Staðan væri kannski betri ef hann væri formaður. Sé bara engan annan sem kemur til greina en hann sem næsti formaður. Er nokkuð viss um að Bjarni muni hætta á næsta ári, ekki vill hann stjórna 12% flokki?
Birgir Loftsson, 6.10.2024 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.