Hver er ósvífinn? Stjórnmálamaðurinn eða spyrillinn?

Erlendis eru til þættir þar sem mál eru kryfin og viðmælendur látnir svara hreinskilningslega hvað þeir eru að gera. Má þar nefna "Hard talk" hjá BBC o.s.frv. Yfirleitt eru þetta stjórnmálamenn en í þessum þáttum eru þeir látnir svara án útúrsnúninga um álitamál. 

Við Íslendingar erum komnir með slíkan þátt, sem heitir Spursmál, og er frábær þáttur.  Spursmál er hárbeittur umræðuþáttur í stjórn Stefáns Einars Stefánssonar. Þar er rætt við stjórnmálamenn og fólk í íslensku atvinnulífi.

Fólk kýs stjórnmálamenn til ábyrgðastarfa og eiga þeir að heita fulltrúar fólksins og þar með að standa fyrir máli sínu. En nú bregðst svo við að Sig­urður Ingi var ekki fylli­lega sátt­ur við það hvernig þátt­ar­stjórn­andi stillti mál­um upp í tengsl­um við for­gangs­röðun rík­is­fjár­mála. Hann sakar þáttastjórnanda um ósvífni. Spurningin var þessi:

"Talandi um rík­is­fjár­mál­in og kostnaðinn og aðhaldið. Þið hafið verið í rík­is­stjórn­inni, sér­stak­lega á vorþing­inu allskyns verk­efni sem þið hafið viljað keyra í gegn sem eru kostnaðar­auki fyr­ir ríkið. Mér hef­ur orðið tíðrætt um tvö­föld­un lista­manna­launa, þið viljið keyra í gegn þjóðaróperu sem á að kosta hundruð millj­óna, þið ætlið að fara í þjóðar­höll og allskyns verk­efni af þessu tagi. Á sama tíma horf­um við upp á það að lög­regl­an get­ur ekki varið fyr­ir­tæk­in í land­inu fyr­ir inn­brot­um, menn hafa enga stjórn á þess­um glæpa­hóp­um sem eru hér í land­inu. Hvers kon­ar for­gangs­röðun er þetta hjá stjórn­völd­um, er ykk­ur til dæm­is sama um þessa fyr­ir­tækja­eig­end­ur, versl­un­ar­eig­end­ur, í Síðumúla og Ármúla sem standa ráðþrota og lög­regl­an mæt­ir ekki einu sinni á staðinn þó að brot­ist sé inn og verðmæt­um stolið fyr­ir millj­ón­ir á millj­ón­ir ofan."

Þetta algjörlega eðlileg spurning og sem ráðherra ber honum að upplýsa almenning um hvert peningar þeirra, skattfé, fer í. Svarið er hrokafullt og neikvætt af hálfu ráðherra sem móðgast. Og spurning er algjörlega réttmæt, af hverju í ósköpunum er skattfé okkar að fara í alls kyns gæluverkefni þegar frumskyldu verkefni ríkisins eru ekki sinnt? Það er nefnilega þannig í lífinu að allir, hvort sem það eru fyrirtæki, heimili, sveitarfélög eða ríkið, þurfa að forgangsraða verkefni sín. Held að formaður Framsóknar þurfi að fá sér nýtt starf og flokkurinn kærkomið frí frá stjórnarstörfum, ef það er svona erfitt að svara einföldum spurningum.

Spursmál


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

mjög góð greining hjá þér, held að hann sé bara vanur að komast upp með svona kjaftæði og hafi ekki verið tilbúinn í að fá ögrandi spurningar og þá verður hann fúll 

Emil Þór Emilsson, 30.9.2024 kl. 21:38

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Ég mun segja Sigurði Inga upp störfum í næstu kosningum með atkvæði mínu. Vonandi verður fjölda uppsögn!

Birgir Loftsson, 30.9.2024 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Okt. 2024

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband