Norðurlöndin einhuga um aukið samstarf í öryggis- og varnarmálum - utangarðsríki

Grænland, Færeyjar og Álandeyjar hafi oft upplifað sig utangarðs í norrænu samstarfi. Líka í öryggis- og varnarmálum. En í raun er Ísland líka utangarðsríki í öryggis- og varnarmálum.

Skandinavísku ríkin fjögur, Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Finnland héldu sérstakan fund nýverið með umræðum um öryggis- og varnarmál. Þessi ríki sáu enga ástæðu til að bjóða Íslandi. Og til hvers að bjóða Íslandi þegar ríkið sýnir í verki að það hafi engan eða lítinn áhuga á eigin vörnum? 

Hér er enginn her og löggæslan innan landhelginnar er í skötulíki.  Það er ekki einu sinni virkt eftirlit í fjörðum landsins eins og kom fram í máli forstjóra Landhelgisgæslunnar.  Það ætti því að vera nóg að senda afrit af ályktun slíkra funda til utanríkisráðuneytisins, kannski að eitthvað möppudýrið þar nenni að lesa hana.

Norðurlöndin einhuga um aukið samstarf í öryggis- og varnarmálum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Frá 1264 til 1944 hefur verið um það einhugur á Alþingi landsins að hér skyldi enginn her vera, enda með öllu óþarfur.

Guðjón E. Hreinberg, 23.9.2024 kl. 11:25

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Rangt. Þú hefur greinilega ekki lesið Íslandssöguna vel. Dæmi.... kíktu á stjórnarskránna 1874.....

Birgir Loftsson, 23.9.2024 kl. 15:35

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Þú getur líka lesið grein mína "Hugmyndir um stofnun íslensks hers í 400 ár".

Birgir Loftsson, 23.9.2024 kl. 15:37

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Guðjón, telur þú að varnir séu með öllu óþarfi? Hverjar eru þínar hugmyndir?

Birgir Loftsson, 23.9.2024 kl. 17:54

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Og engin lögga heldur? 

Birgir Loftsson, 23.9.2024 kl. 17:57

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Lögregla og her, munu ekki hið sama. Ísland þarf engan her og hefur aldrei þarft. Svona stríðsæsingar eru ekki sæmandi.

Ég mun athuga betur ábendingar þínar. Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 24.9.2024 kl. 15:17

7 Smámynd: Birgir Loftsson

Jú, her og lögregla er sitthvor hliðinn á peningnum. Beiting og einkaréttur ríkisvalds á ofbeldi. Ef þú hefur lesið eitthvað um miðaldra sögu, kemur þetta skýrt fram. Herinn varð til á undan lögreglunni og í borgrikjum Sumer voru hvorutveggja undir sama hatt! 

Tökum íslenskt dæmi: Landhelgisgæslan, sem á að heita löggæslustofnunin, gegnir hlutverki hers að hluta til. Sjá slóð:

https://www.lhg.is/

Þannig að þú viðurkennir og vilt að lögreglan beiti ofbeldi, ef með þarf, fyrir þína hönd? Eða viltu verða fyrir ofbeldi glæpamanna?

En ekki ef hópur erlendra manna (her) reynir að beita þig ofbeldi? Ekkert rökrétt við slíka hugsun. Elskar enginn skilningur á mannlegu eðli (maðurinn er villidýr).

Birgir Loftsson, 24.9.2024 kl. 16:07

8 Smámynd: Birgir Loftsson

Ósvarað .... Guðjón, telur þú að varnir séu með öllu óþarfi? Hverjar eru þínar hugmyndir?

Birgir Loftsson, 24.9.2024 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband