Er þjóðkirkjan ekki lengur lútersk?

Alls kyns "villu"hugmyndir vaða nú uppi í þjóðkirkjunni og hefur gert lengi. Síðan Karl Sigurbjörnsson biskup var og hét, hefur vegur íslensku þjóðkirkjunnar legið niður á veg, á allan hátt.

Þróunin hefur verið áþreifanleg í fjölda þeirra sem eru meðlimir í kirkjunni en þeim hefur fækkað árlega í marga áratugi. Af hverju? Jú, kenningin er ekki rétt, villu hugmyndir myndu margir segja einkenna kirkjukenninguna í dag. Mótmælenda kirkjan íslenska telst vera lúterstrú og hefur verið síðan 1550.  Boðskapurinn hefur haldist stöðugur um margar aldir, allt þar til á seinni helmingi 20. aldar. Þá fór að halla undan fæti.

En síðan tók að trosna úr siðferði Íslendinga, trú, menningu og tungu. Sama þróun hefur einkennt þjóðkirkjuna, en í stað þess að vera bjargið, líkt og kaþólska kirkjan hefur verið, þrátt fyrir allar samfélagsbreytingar, hefur íslenska þjóðkirkjan verið eins og vindhaninn á turni Bessastaðakirkju og breytt um átt eftir vindi hverju sinni.

Það hefur líka verið óskráð regla, síðan kirkjan og ríkið aðskildust, að hvor aðili skipti sér ekki af störfum annars. Biskuparnir síðan Karl var og hét, hafa ekki getað haldið uppi agavaldi innan klerkastéttarinnar né að halda í fagnaðarerindið sem er einfaldur boðskapur. Nei, kirkjan hefur ákveðið að taka upp stefnu nýmarxista í samfélagsmálum og wokisma. Hugmyndir minnihlutahópa, sama hversu fáránlegar þær eru, eru teknar upp og viðurkenndar. Meira segja lífið sjálft, í formi ófæddra barna, er fórnað á altari woke hugmyndafræðarinnar.

Hér er nýi biskupinn, sem byrjar ekki vel, að skipta sér af stjórnvalds ákvörðun. „Reglur sam­fé­lagsins mega ekki vera ó­manneskju­legar“

Er nokkur von fyrir þjóðkirkjuna, þegar sjálfur biskup veit ekki hver rétta kenning er? Getur ekki aðlagað kirkjuna að nútímanum með nýju messuformi eða komið með dýpri útskýringar á kristnidómi? Er þetta fólk nokkuð kristið?

Íslenska þjóðkirkjan er eins og íslenskt þjóðfélag, á krossgötum, veit ekki hvert á að halda og hleypur í allar áttir. Það kann ekki góðri lukku að stýra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Mat þitt á Þjóðkirkjunni er hárrétt Birgir Loftsson.

Hún er komin í fjölómenningarvillu sem hún ratar ekki út úr. Femínismi og kynvillutrúboð eru nú þar í öndvegi, sem konur leiða hver á fætur annarri.

Þjóðkirkjan hlýtur því að líða undir lok innan skamms.

En því er ekki þannig farið um kirkju Krists, sem er að eflast víða um heim. Hún vex hröðum skrefum í Afríku, Suður-Ameríku og Asíu.

Stórkostleg kristileg vakning á sér stað í Írak þrátt fyrir miklar ofsóknir sem kristnir verða þar fyrir.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 18.9.2024 kl. 16:13

2 Smámynd: Loncexter

Biskup, prestar þjóðkirkju ættu að lesa eina eða tvær bækur eftir Ellen G. White og þá ætti kirkjan að komast aftur á rétta braut. Svo einfalt er það nú. 

Loncexter, 18.9.2024 kl. 16:57

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðu fréttirnar fyrir kristið fólk eru sjálfstæðu kristnu söfnuðir sem eru öflugir.

Birgir Loftsson, 18.9.2024 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband