Eru menn orðnir galnir?

Var að horfa á viðtal við Jack Keane hershöfðingja sem er kominn á eftirlaun. Hann er álitsgjafi Foxnews.  Greiningar hans hingað til hafa verið góðar en álit blokkritara á honum fór í vaskinn eftir þetta viðtal. 

Rætt var við hann um eldflauga sendingu Írans til Rússlands sem er smá í sniði. Nú hafa Bretar ákveðið að aflétta hömlur á slíkar sendingar frá Bretlandi en Þjóðverjar ætla ekki að gera hið sama.  Þegar Keane var spurður hvort þetta muni ekki leiða til stærra stríðs, vísaði hann því á bug og sagði að Pútín hafi bara verið stóryrtur og ekki gert neitt - hingað til.

Það er nefnilega málið, skynsamir menn reyna að hóta andstæðingnum þannig að hann geri ekki mistök. Svo kemur að því að allt fer úr böndunum og þróunin verður stjórnlaus. Stríðið í Donbass var einmitt staðgengilsstríð þar til vitley... Joe Biden tók við völdin. Hann magnaði upp stríðið með vopnasendingum og Pútín ákvað í kjölfarið að gera innrás. Nokkuð sem hefði aldrei gerst á vakt Trumps.

Í stað þess að tala saman og koma friðarviðræðum af stað, þá ætlar Biden að bæta í það sem eftir er af valdtíð hans og ekki verður ástandið betra ef Harris tekur við. Guð hjálpi okkur.

Keane benti á eitt atriði sem heimskir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum ættu að hafa í huga en það er að ef Kína ákveður að taka Taívan með vopnavaldi, munu Rússar fara af stað með annað stríð en svo munu Íranir líka gera. Allsherjar stríð verður þá í Asíu, Evrópu og Miðausturlöndum. Það vita allir að Bandaríkin geta ekki háð tvö stórstríð samtímis. Þetta er ekki Afganistan og Írak - vanmáttugir andstæðingar. Þriðja heimsstyrjöldin þar með hafin og Íslendingar þátttakendur með NATÓ herstöð í túnfæti höfuðborgarsvæðisins. Utanríkisráðherra vor hefur séð til þess að Rússar hafi ekki gleymt Íslendingum og hugsa þeim þeigandi þörfina er stríð brýst út. Við höfum þegar rofið diplómatísk tengsl við Rússlands og gerst beinir þátttakendur í Úkraínu stríðinu með vopnasendingar og þjálfum úkraínskra hermanna (Landhelgisgæslan sá um það).

Það er enginn að fara að vinna stríð gegn mesta kjarnorkuveldi heims, Rússland. Kínverjar hafa líka kjarnorkuvopn og líklega Íranir. Það er í varnarstrategíu Rússlands, að ef innrásarher eða stórfelld árás verður gerð á ríkið, grípi það til kjarnorkuvopna sem fyrstu viðbrögð. Þetta vita Kínverjar og hafa því aldrei þorað að taka part af Rússlandi í stríði, en landið er afar strjábýlt en Kína þéttbýlt og þeir hafa alltaf litið hýru auga á Síberíu og Austur-Rússland. Herafli Rússlands skiptist í sex hluta. Einn er geimher, annar er eldflaugaher, flugher, floti, landher og herafli með sérsveitir. Eldflauga herinn verður ræstur út strax.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Islendingar verða að sýna friðarmálum stuðning. T,d að kíkja á nuna.is og taka þátt í rafrænni undirritun gegn vopnakaupum með ísl. skattfé.

Loncexter, 15.9.2024 kl. 13:41

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Já, a.m k. að boða frið. En við erum með galna stjórnmálamenn. 

Birgir Loftsson, 15.9.2024 kl. 15:05

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Plan glóbalista er að koma á eins stóru stríði og hægt er fyrir Forsetakosningar USA.

Það þarf að verða óstöðvandi næstu 4 ár, amk.

Gloppan í því plani er að Rússar gætu núkað alla austurströnd USA á svona korteri.  DC, NY, allt saman.  Mikið af Evrópu fer sama dag.

Það skiftir engu hvað kaninn gerir á móti því, allt er bara auðn á eftir.  Þar með talið elítan, sem hefur engan tíma til að forða sér.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.9.2024 kl. 19:50

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Ég veit ekki hvað þetta fólk er að hugsa, ef nokkuð yfir höfuð. Held að það sé engin strategía, bara innantóm nýmarxísk hugmyndafræði. Sem segir mér eitt athyglisvert, það getur ekki hugsað sjálfstætt.

Birgir Loftsson, 16.9.2024 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband