Hnattræn hlýnun kemur í veg fyrir ísöld ?

Maðurinn hugsar í árhundruð en ætti að hugsa í árþúsundum ára. Það sem er vitað er að veðrið er breyttilegt eftir hverjum tíma. Það gengur í bylgjum, ýmis hlýnar eða kólnar. Slíkar bylgjur eru innan hvers árshundrað, hvers árþúsunds og hvers hundrað þúsunds.

Menn hafa reynt að skilja þessar breytingar og hafa komist langt áleiðis með skilning. Meðal annarra orsaka er sólin sem sendir geisla sína í mismiklu mæli, svo sem sólarvindar og sólblettir og hafa áhrif á hitastig jarðar.

En sjálf jörðin er ekki saklaus af breytingum á hitastigi jarðar. Það sem kemur upp úr iðrun jarðar skiptir máli sem og möndulhalli hennar en hann er athyglisvert fyrirbrigði.  Talið er að breyting á möndulhalla jarðar leiði til ýmis hlýindaskeiða eða kuldaskeiða.  Það eru því nátttúrlegar ástæður fyrir breytingum á hitastigi jarðar.

Nú ætla menn að bæta manninum við sem þriðja sökudólg fyrir hnattræna hlýnun! Fyrrgreindar nátttúru ástæður getur maðurinn aldrei haft áhrif á en hann getur aukið koltvísýring í loftinu (tímabundið) og hitað upp jörðina þannig. Án koltvísýring þrífst ekki líf á jörðu.

Það er því hættuspil að taka koltvísýring úr lofti, því það kann að valda nýja ísöld og hnattræna kólnun. Ísaldir eru algengari en fólk veit af og á ísöld á líf erfitt uppdráttar. Það er engin tilviljun að eftir að síðasta ísaldarskeið byrjaði að enda fyrir 15 þúsund árum, þá átti siðmenningin fyrst tækifæri til að þróast. Án hnattrænar hlýnunar hefði jarðyrkja ekki hafist í hálfmánanum sem er undirstaða siðmenningar og borgarmenningar eins og við þekkjum hana.

Afleiðingar nýrrar ísaldar eru miklu alvarlegri en hnattræn hlýnun. Við getum aðlagast hlýnununni ekki nýja ísöld. Og það má hlýna ansi mikið áður það hefur skaðlegar afleiðingar. Vita menn yfirhöfuð hvað þeir eru að gera? Til dæmis á Íslandi að dæla niður lífsefnið koltvísýring? Eru Íslendingar þar með að hjálpa til við að búa til snemmkomna ísöld? Já, ísöldin kemur aftur, það er hundrað prósent. Kannski erum við að seinka komu hennar með því að dæla gróðurhúsa loftegundum upp í loftið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband