Framfarir og saga - lærdómurinn af heimsstyrjöldinni síðari enginn?

Það verða engar framfarir hjá mannkyninu nema menn læri af reynslunni. Það á bara ekki við um sögulega atburði, heldur almennt í lífinu. Ef maður setur dísel olíu á bensín vél og bíllinn gengur ekki, væntanlega lærir hann af reynslunni og gerir þetta ekki aftur. 

Það er hins vegar verra með lærdóminn af sögunni. Jú, menn læra á neikvæðan hátt afleiðingar þess að fara í stríð.  Stríðsátökin sitja í viðkomandi kynslóð og menn segja, aldrei aftur þetta helvíti. Svo líður tíminn, stríðskynslóðin fer undir græna torfu, og núverandi kynslóð, feit af velmegð og frið, leitar að ágreiningi. Við eigum landið hinum megin við ánna, forfeður okkar áttu það fyrir hundruð ára og við viljum það til baka. Og næsta stríð hefst og sagan endurtekur sig.

Sem betur fer situr stórátökin lengi í fólki, sigurinn svo afgerandi að valdajafnvægi kemst á. Þetta á við Napóleon styrjaldirnar sem sköpuðu nánast hundrað ára friðartímabil og svo á við um heimsstyrjaldirnar tvær sem flestir sagnfræðingar segja að sé sama stríðin með hléi.  Núna er komið rúmlegar 80 ára friðar tímabil eftir seinni heimsstyrjöld og því ætti eftir formúlinni að styttast í næsta stór styrjöld. Hugsanlega álfu stríð frekar en heimsstyrjöld.

En hvað segir Victor Davis Hanson um lærdóminn af seinni heimsstyrjöldinni. Sjá má skoðun hans í verkinu "The Second World Wars" og býður hann upp á nokkra mikilvægar lexíur.

Einn lykillærdómur er að stríðið var ekki óumflýjanlegt heldur stafaði af fælingarmætti. Hann leggur áherslu á hlutverk friðþægingar Breta og Frakka, einangrunarhyggju Bandaríkjanna og samvinnu Sovétríkjanna við að leyfa Hitler að rísa upp og stækka óheft. Hanson heldur því fram að hernaðarvald eitt og sér sé ekki nóg; skilvirkur fælingarmáttur og vera reiðubúinn til að takast á við árásaraðila eru nauðsynleg til að koma í veg fyrir átök. Friður í gegnum styrk kallast þessi stefna.

Annar mikilvægur þáttur frá Hanson er fordæmalaus eðli stríðsins. Þetta varð alþjóðleg átök á þann hátt sem fyrri heimsstyrjöldin hafði ekki gert, sem hafði áhrif á næstum allar helstu þjóðir heims.

Hann leggur áherslu á að hryllilegur tollur stríðsins hafi að hluta til stafað af samsetningu nýrrar tækni, fjöldavirkjunar og allsherjarhernaðaráætlana, sem hafi gert þá seinni mun mannskæðari en fyrri átök. Hanson kannar einnig hvernig, þrátt fyrir fyrstu velgengni nasista, studdu efnislegir og hernaðarlegir yfirburðir að lokum sigurs bandamanna, sem undirstrikar mikilvægi iðnaðarstyrks og alþjóðlegrar samhæfingar í nútíma hernaði (Hoover Institution).

Bloggritari er á því að líkt og með aðdraganda fyrri heimsstyrjaldar, hafi valdajafnvægið tekið að raskast og það á köflum hangið á bláþræði. Svo var ætt í stríð 1914 sem átti að klárast fyrir jólin. Lítið sætt stríð.  Aðdragandinn var langur og náði fyrir aldarmótin 1900.

Sama á við ástandið í dag. Valdajafnvægið fór við lok kalda stríðsins og menn hafa reynt að fóta sig í breyttum heimi. Í stað tvípóla heims, kom einpóla. Nú eins og alltaf kemur fram rísandi stórveldi, hér Kína. Í mótun virðist vera aftur tvípóla eða fleirpóla heimur. Vonandi í þessum ferli, slá menn ekki feil keilur og asnist út í stríð.  Bloggritari hefur það á tilfinningunni að heimska stjórnmálamanna taki enn og aftur yfir og það stefni a.m.k. í álfustríð eða þriðju heimsstyrjöld.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

https://youtu.be/f8VeGnOuhj0?si=-820FQtIU-08qAes

Birgir Loftsson, 10.9.2024 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband