Vandræðagangur Landhelgisgæslunnar vegna einu eftirlitsflugvélar sínar hefur vakið athygli almennings. Sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson hefur einhvern hluta vegna viljað spara við rekstur gæslunnar með því ráðast á rekstur eftirlitsvélarinnar. Þetta er skrýtinn málflutningur, því ef eitthvað er, ætti að bæta í og auka öryggið og eftirlitið innan efnahagslögsögu Íslands. Almenningur og sjómenn þar fremstir í flokki hafa lýst yfir algjöra andstöðu við minni viðbúnað gæslunnar en nú er og er lágmarks starfsemi. Sjálfur forstjórinn segir að ef vel ætti að vera, ætti önnur vél að vera tiltæk.
En er þetta ekki afturför ef mið er tekið af sögu eftirlitsflugs á Íslandi? Á vef gæslunnar segir að "Landhelgisgæslan hefur um áratuga skeið notast við flugvélar og þyrlur við löggæslu, eftirlit, leit og björgun auk annarra verkefna. Á árunum eftir síðari heimstyrjöld leigði Landhelgisgæslan stundum flugvélar til að fylgjast með skipaumferð og veiðum í landhelginni, fyrst árið 1948 þegar Grumman Goose-flugbátur var tekinn á leigu. Þetta flug var þó ekki með reglubundnum hætti." Sagan - flugdeildin
Og höldum áfram með söguna: "10. desember 1955 eignaðist Landhelgisgæslan sína fyrstu flugvél og er almennt miðað við þá dagsetningu sem upphaf flugrekstrar stofnunarinnar. Þetta var flugbátur af gerðinni PBY-6A Catalina með einkennisstafina TF-RAN." Það er því komin 70 ára reynsla og saga á notkun eftirlitsflugvéla við gæslu landhelgarinnar. Við skulum því ýta þessari hugmynd Jóns af borðinu, það er ekki nokkur áhugi neins á Íslandi, nema hans, að leggja niður eftirlitsflug. En hvað er þá til ráða?
Landhelgisgæslan hefur prófað aðra leið, hún fékk til reynslu mannlausan dróna um árið eða 2019. Grípum niður í frétt LHG af málinu:
"Landhelgisgæslan hefur fengið mannlaust loftfar til notkunar sem gert er út frá Egilsstaðaflugvelli. Um er að ræða samstarfsverkefni EMSA, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, og Landhelgisgæslunnar en loftfarið verður hér á landi í þrjá mánuði. Á tímabilinu verður dróninn prófaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland. EMSA er þjónustuaðili drónans og þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin útvegar dróna af þessari stærð til notkunar. Loftfarið er af gerðinni Hermes 900 og er rúmt tonn að þyngd. Það hefur 800 kílómetra drægi og getur því auðveldlega flogið að lögsögumörkum Íslands fyrir austan landið og til baka. Dróninn kemst á um 120 kílómetra hraða, hefur afísingarbúnað, er stjórnað í gegnum gervitungl, þarf flugbraut til að taka á loft og er með fimmtán metra vænghaf. Þá er hann búinn myndavélum, ratsjá og í honum er einnig sérstakur búnaður sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Fjölmenn áhöfn fylgir loftfarinu sem er stýrt af flugmönnum. Meginhluti verkefnisins er fjármagnaður af EMSA." LHG lýsti því yfir að góð reynsla var rekstri drónans á meðan hann var hér. Mannlaus dróni tekinn í notkun á Íslandi
En það eru færri sem vita að þessi dróni, Hermes 900 er ísraelskur að gerð. Hergagnaframleiðsla Ísraela er með ólíkindum og á mörgum sviðum hafa þeir farið framúr Bandaríkjamönnum. Sem dæmi hafa þeir tekið við herþotum og skriðdrekum Bandaríkjahers og endurbætt þau. Nýjasta dæmið eru endurbætur IDF á F-35 sem talin ein fullkomnasta herþota í heimi. Ísraelar eru frumkvöðlar í loftvörnum og er frægasta dæmið "Iron dome" loftvarnarkerfi þeirra sem Bandaríkjamenn sjálfir eru að íhuga setja upp fyrir heimalandið, Bandaríkin.
En hefur blönk Landhelgisgæsla efni á eftirlitsdróna? Svarið kemur á óvart, en það er já. Verð á Hermes 900, samkvæmt erlendum skýrslum, getur numið 6,85 milljónum dollara hvern á meðan Hermes 450 kostar 2 milljónir dollara. Þannig að verðlistinn getur varað eftir hvaða gerð af drónum viðkomandi er að eltast við.
Ef litið er á lýsingu á Hermes 450, þá er hann framleiddur af Elbit Systems; er meðalstór dróni hannaður fyrir könnunar- og eftirlitsverkefni og getur flogið í meira en 20 klukkustundir samfleytt. Dróninn er kallaður Zik af ísraelska hernum og getur náð tæplega 5,5 km hæð.
Þar sem dróninn er mannlaus, stjórnað af jörðu, er hægt að hafa hann á lofti megnið af deginum og hjálpað til við eftirlitsflugvélina að sjá um öryggiseftirlits landhelginnar. Í einu myndbandi má sjá drónann varpa niður björgunarhylki til nauðstaddra sjómanna og því getur hann einnig nýtts við björgunarstörf.
Í þessu myndbandi má sjá drónan í rekstri.
Og fyrir Alþingismenn sem væla og segja að engir peningar séu til, þá ættur þeir að lesa þessa frétt, en Íslendingar eru í stríðsrekstri í Úkraínu og eru að veita 3 milljarða í það peningahít. Svo er ekki til peningur til að reka þyrlusveit eða eftirlitsflugvél LHG! Hvernig væri að forgangsraða skattféi mínu og þínu betur! Þrír milljarðar í stríðs rekur í Úkraínu
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Stríð | 8.9.2024 | 10:51 (breytt kl. 11:14) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Viðskipti
- Grallarar á bak við tilboðið
- Íslandsbanki og VÍS í samstarf
- Ríkisstarfsmenn elta vildarpunkta
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.