Fákeppni og einokun - stórfyrirtæki versus ríkisvaldinu

Eins og með allt í lífinu, er gangverk þess flókið. Ein aðferðafræði eða hugmyndafræði dugar ekki til að leysa alla efnahagsvanda.

Helsti vandi og galli frjálst markaðshagkerfi er að á vissum sviðum þróast fyrirtækin yfir í að vera stórfyrirtæki, sem velta og eru með stærra efnahagskerfi en heilu ríkin.  Með yfirburðastöðu eyða þau alla samkeppni og annað hvort verður til einokun eða fákeppni.  Það er ekkert betra að ríkið sé með einokunina en einkafyrirtæki. Til dæmis geta einkafyrirtæki veitt betri þjónustu og verð en ÁTVR.  En þá verða að vera skilyrði fyrir samkeppni.

Það er til dæmis mjög erfitt að einkavæða járnbrautalestakerfi, því ekki er hægt að vera með samkeppni á einni leið. Þá er kannski örlítið skárra að hafa ríkisfyrirtæki í reksturinn sem hefur lágmarks samfélags ábyrgð.

En er ekkert hægt að gera til að koma í veg fyrir fákeppni og einokun stórfyrirtækja? Jú, það er hægt. Það kemur í hlut ríkisins að setja leikreglunar, þ.e.a.s. lögin. Þetta var gert í byrjun 20. aldar í Bandaríkjunum.

Í upphafi 20. aldar var einokun fyrirtækja í Bandaríkjunum upprætt fyrst og fremst með blöndu af framsæknum pólitískum umbótum, samkeppnislöggjöf og þrýstingi almennings. Meðal lykilþátta voru samkeppnislög, kölluð  Sherman Antitrust Act (1890). Þetta var fyrsta mikilvæga alríkislöggjöfin sem miðar að því að hefta einokun. Það gerði það ólöglegt fyrir fyrirtæki að taka þátt í samkeppnishamlandi vinnubrögðum eins og að mynda einokun eða fákeppni. Hins vegar var verknaðurinn í upphafi veikburða og oft árangurslaus vegna óljóss orðalags.

Undir stjórn Theodore Roosevelt forseta (1901–1909) varð fyrst breyting á og byrjaði ríkisstjórnin að nota harkalega lögin um Sherman Antitrust Act til að brjóta upp einokun. Roosevelt hlaut viðurnefnið „Trust Buster“ fyrir að lögsækja stór fyrirtæki eins og Northern Securities Company (stór járnbrautarsjóður) árið 1904. Svo kom Clayton Antitrust Act (1914) sem styrkti viðleitni ríkisvaldsins enn frekar.

En það var ekki bara ríkið sem barðist á móti stórfyrirtækjunum, heldur líka almenningur á tímabilinu 1890-1920 en það einkenndist af víðtækri andstöðu almennings við einokun fyrirtækja, sérstaklega í atvinnugreinum eins og járnbrautum, olíu og stáli og voru blaðamenn þar fremst í flokki í andstöðunni.

Theodore Roosevelt er ef til vill frægasti forsetinn sem sem barðist á móti auðhringjunum. Hann notaði Sherman Antitrust Act til að afnema einokun og hann stuðlaði að "Square Deal" stefnu þar sem hann talaði fyrir ríkisafskiptum til að tryggja sanngjarna viðskiptahætti sem og fleiri forsetar í kjölfarið.

Dómskerfið hjálpaði svo til við að ráða niðurlögu auðhringina og þar var Hæstiréttur Bandaríkjanna framarlega.

Auk aðgerða með samkeppniseftirliti var stjórnvaldsreglugerð lykillinn að því að hefta einokunarhætti. Dæmi: Hepburn-lögin (1906) veittu ICC enn frekar vald til að ákveða járnbrautartaxta, sem dró úr eftirliti járnbrautareinokunarinnar á verðlagningu.

Niðurstaðan var jákvæð. Í upphafi 20. aldar drógu þessar umbætur verulega úr völdum einokunar, ýttu undir samkeppni og lögðu grunninn að nútíma lögum og reglugerðum um samkeppnislög. Upplausn risafyrirtækja eins og Standard Oil og Northern Securities sýndi fram á skuldbindingu stjórnvalda til að takast á við samþjöppun fyrirtækja, merki um breytingu í átt að stjórnaðra kapítalískum hagkerfi.

En þetta er ekki gert í eitt skipti fyrir öll, það þarf stöðugt að vera vakandi fyrir einokunartilburði. Hér á Íslandi er það ekki einokun, heldur fákeppni, á matvörumarkaði, tryggingamarkaði, flutningamarkaði, bankamarkaði o.s.frv. Þarna er ríkisvaldið ekki að standa sig að fylgja eftir leikreglum markaðshagkerfisins. Úr því að ríkið stendur sig ekki, er eina von almennings að einhver einkaaðili stígi inn í og rjúfi fákeppnina eins og sjá má með Prís. Í íslenskri fákeppni er nefnilega "hálf" samkeppni. Það er keppt innbyrðis en innan ákveðina marka!  Þeigandi samkomulag að verðið sé svona.  Ef til vill má kalla þetta ósýnilega hönd markaðarins á neikvæðan hátt. Hún er í sjálfu sér ekki til, heldur má tala um hjarðhegðun markaðarins.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband