Wokisminn gegn almennri skynsemi og málfrelsi - mál varasaksóknara

Mál varasaksóknara sem hefur verið óbeint leystur undir störfum af ríkissaksóknara, hefur vakið mikla athygli. Það var nýverið viðtal við Helga varasaksóknara sem var athyglisvert. Í ljós kom að hann er vel jarðtengdur, starfaði sem smiður í 10 ár og hefur unnið með höndunum, umgengist venjulegt fólk, ekki bara valdaelítuna.

Ef einhver úr valdaelítunni hefur einhvern tímann unnið á meðal vinnandi fólks, blá kraga störf, þá hefur hann lært að alþýðufólk er kjarnyrt, hispurslaust, sannort og kemur til dyranna eins og það er klætt. Þetta hefur Helgi eflaust lært og því talar hann umbúðalaust, sérstaklega er varðar öryggi hans og fjölskyldu hans. Núverandi starf hans er að vera varasaksóknari, á morgun gæti hann starfað eitthvað annað. Eftir sem áður, er hann fyrst og fremst borgari með málfrelsi. Fólk á ekki að missa málfrelsið, sem er bundið í stjórnarskránni, bara við það að gegna einhverju starfi. 

Auðvitað verður hann að passa sig á að verða ekki vanhæfur gagnvart einhverjum málum sem koma inn á borð hans. En ef hann talar bara um hópa eða málefni sem er í umræðunni hverju sinni, þá á hann að vera frjáls að tjá sig sem honum langar. Það er ekki ríkissaksóknara að dæma um hvað telst vera haturs ummæli. Stjórnarskráin er alveg skýr um hvað má og hvað ekki:

Tjáningarfrelsi á Íslandi er tryggt samkvæmt 73. gr. Stjórnarskrár Íslands sem er svohljóðandi:

Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.

  • Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.

Er ríkissaksóknari ekki að skilja þetta?  Að minnsta kosti skilur ekki vinstri sinnuð elítan ekki þessi grunnlög.  Alls staðar í hinum vestræna heim, eru vinstri menn að reyna að hefta umræðuna með ritskoðun. Þetta er ekkert annað en ritskoðun þegar lög eru sett gegn svo kallaða hatursorðræðu eins og fyrrum forsætisráðherra reyndi. Hver getur dæmt um það hvað er haturorðræða eða ekki? Vinstir menn eru algjörlega ójarðtengdir.

Að lokum, af hverju tekur þetta fleiri vikur fyrir dómsmálaráðherra að leysa þetta mál? Tekur varla meira en einn dag að leysa með lögfróðum mönnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Málið er ekki að þeir skilji ekki, málið er þetta: málfrelsi gengur náttúrlega þvert á allt sem kommúnisttar standa fyrir.

Þess vegna er allt eins og það er núna.

Kommarnir eru vondir.  Illir.  Þrá völd, valdanna vegna.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.9.2024 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband