Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt. Bloggritari hafði ekki hugmynd um framboð gæti boðið fram fleiri en einn lista en undir öðrum listabókstaf.
Jón Magnússon segir um þetta mál enda lögfróður maður: "...flokksfólk gæti borið fram auka- og/eða viðbótarlista svo sem heimilt er í kosningalögum til að aukinn stuðningur gæti komið frá kjósendum við grunngildi Sjálfstæðisstefnunnar þ.e. DD eða jafnvel DDD lista."
Þetta er merkilegt en spurning hvort þetta styðji eða veikji aðalframboðið? Bloggritara grunar að það sé hvoru tveggja.
Sjálfstæðisflokknum hefur tekist það ómögulega að tapa harðkjarnanum úr flokknum og í aðra flokka. Gruna að það séu Miðflokkurinn og Viðreisn og jafnvel Samfylkingin, svona þegar hún er orðin svona hægri sinnuð þessa dagana. Þetta gefur fólk kost á að kjósa annað fólk en flokkselítuna og það sem það telur að standi við stefnu flokksins og gildi.
En það að svona hugmynd er komin fram, er ákveðið vantrausts yfirlýsing á hendur flokksforystuna. Þetta segir mann að hún er svo þaulsetin, valdamikil og lokuð inn í eigin fílabeinsturni, að ekki er hægt að ræða við hana beint og koma nauðsynlegum umbótum á sem nauðsynlegt er. Elítan er sá hópur sem velst í ráðherrasæti fyrir hönd flokksins. Aðrir þingmenn eru í kuldanum og fá ekki ráðherrasæti.
Síðasti flokksráðsfundur, sá fjölmennasti í sögunni, var misheppnaður. Ekkert lýðræði í boði, bara valdboð að ofan. Forysta á pallborðinu hleypti ekki Jón eða Gunnu að borðinu. Íslendingar í Íslendingasögunum gátu þó gengið fram og á fund konungs og beiðið áheyrnar. Ekki á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Umræðan um naglalakk og hárblásið hár Sjálfstæðiskvenna, er það sem kallað er útúrdúr, aukaatriði, nánast slúðurefni, í bókmenntum. Aðalatriðið er að formaðurinn hefur valið sér harðkjarna hirð, sem virðist samanstanda af ungum og óreyndum konum sem ættu reyndar nú að vera orðnar sjóaðar í stjórn ríkisins. Það er forystusveitin, karlar og konur, sem er vandamálið.
Það er svo skrýtið við valdið, að þegar fólk hefur vanist því, og öll tengsl við ræturnar horfnar, getur það ómögulega sett sig í spor þeirra sem það var ef til vill á meðal. Sumt forystufólk hreinlega fæddist með silfurskeið í munni, og til valda, þannig að það hefur aldrei unnið ærlegt handtak um æfina, veit ekkert hvað Jón eða Gunna eru að hugsa, enda aldrei unnið við hlið þeirra. Það er ansi erfitt að hætta á valdatrippinu, líkt og reyna að hætta að drekka sykrað gos. Það þarf afvötnun.
Flokkur: Bloggar | 5.9.2024 | 09:41 (breytt kl. 09:42) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.