Litróf stjórnmálanna á Íslandi - ekki er allt sem sýnist...

Nú fatast Sjálfstæðisflokkurinn flugið um þessar mundir og er orðinn þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum. Er Sjálfstæðismenn eru spurðir í fjölmiðlum hverjum er að kenna, er bent á allt annað en flokksforystuna.  Til dæmis að flokkurinn geldur þess að mynda breiðfylkingu með VG og Framsóknarflokknum. Hver segir það að flokkurinn þurfi að vera í ríkisstjórn með gjör ólíkum flokkum? Að flokkurinn standi ekki með sjálfum sér og sínum stefnumálum? Er það ekki á ábyrgð stjórnarelítuna að marka stefnuna og ákveða hvort setið sé í ríkisstjórn eður ei?

Auðvitað beinist kastljósið að flokksforystunni og þær ógöngur sem hún hefur skapað.  Hún ein ber alfarið ábyrgð. Almennir flokksmenn er löngu búnir að gefast upp á forystuleysi elítunnar í Sjálfstæðisflokknum og eru farnir annað. Bara allt annað en þessi hörmung....

Upphaf ófaranna má rekja til flokksþingsins 2015 þegar hægri menn í flokknum voru hraktir öfugir úr flokknum en síðan þá hefur de facto flokkurinn verið stefnulaus vindhani eins og sá sem er á kirkju Bessastaðakirkju. Er ekki eitt eða neitt og snýst eftir vindátt hverju sinni. Hann mun hljóta sömu örlög og Íhaldsflokkurinn breski, algjört afhroð í næstu Alþingis kosningum. Ekki dugar að staga í stögóttum sokkum útlendingamála til að laga ásýnd flokksins. Hljóð og mynd fara ekki saman.

Þá eru við komin að kannski eina sanna hægri flokk landsins - Miðflokknum. Hann er hægri flokkurinn í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn var stofnaður árið 2017 af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins eftir valdarán núverandi formann Framsóknarflokksins.

Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn rekur sósíaldemókratíska stefnu fer fylgi hans yfir til Miðflokksins. Af hverju má skilgreina Miðflokkinn sem hægri flokk?

Miðflokkurinn leggur áherslu á íhaldssöm gildi, þjóðernishyggju, og ríkisborgararéttindi. Flokkurinn hefur talað fyrir takmörkun á innflytjendamálum, auknum áherslum á íslenska menningu, og sjálfstæði Íslands í alþjóðamálum. Í efnahagsmálum hefur flokkurinn verið hlynntur markaðslausnum en einnig bent á mikilvægi innlendra hagsmuna og landbúnaðar. Þessi stefnumál staðsetja Miðflokkinn hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum. Ekkert athugavert við þessa stefnu nema menn séu á móti Íslendingum, íslenskri menningu og tungu.

Svo er það með hina flokkana. Hvar er Samfylkingin sem virðist vera að skipta um kúrs og til hægri. Er hún hægri flokkur? Nei, Samfylkingin er ekki hægri flokkur. Samfylkingin er vinstrisinnuð stjórnmálahreyfing á Íslandi og hefur yfirleitt verið flokkuð sem sósíaldemókratískur flokkur. Flokkurinn leggur áherslu á velferðarkerfi, jöfnuð, og réttlæti, ásamt því að vera almennt hlynntur auknum ríkisafskiptum í efnahagsmálum. Þetta staðsetur Samfylkinguna vinstra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum.

Hægri flokkar, á hinn bóginn, leggja oftar áherslu á markaðsfrelsi, minni ríkisafskipti, og persónulegt frelsi í efnahagsmálum. Flokkar á hægri vængnum á Íslandi eru til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn og jafnvel Flokkur fólksins.

Píratar eru allt og ekkert. Samkallaður stjórnleysingjaflokkur. Þeir eru almennt taldir vera vinstri flokkur í íslenskum stjórnmálum, þó að flokkurinn sé óhefðbundinn og oft ekki auðvelt að staðsetja nákvæmlega á hefðbundnum vinstri-hægri ási.

Píratar leggja mikla áherslu á borgaraleg réttindi, beint lýðræði, gagnsæi í stjórnsýslu, og persónuvernd. Þeir eru hlynntir frelsi á netinu, auknu aðgengi að upplýsingum, og verndun mannréttinda. Í efnahagsmálum hallast flokkurinn til vinstri, með áherslu á jöfnuð og velferðarkerfi, þó að hann sé líka hlynntur nýsköpun og tækniframförum sem gæti haft þverpólitísk áhrif.

Þar sem Píratar leggja áherslu á jöfnuð og réttindi, eru þeir oft flokkaðir sem vinstrisinnuð hreyfing, en sum stefnumál þeirra eru ekki eins auðveldlega flokkanleg innan hefðbundinna vinstri-hægri skilgreininga.  En þeir geta seint talist hafa hægri áherslur, ef til dæmis er tekið mið af stefnu þeirra í málefnum hælisleitenda, lögreglu og öryggi ríkisins. Þeir nenna aldrei að tala fyrir hönd atvinnulífsins eða kapitalisma. Hafa bara ekki áhuga á efnahagsmálum enda upp til hópa tölvunördar. Stefnuskrá þeirra bókstaflega rúmast á einu A-4 blaði! Kíkið á vefsetur þeirra ef þið trúið þessu ekki. Enginn formaður og stefnan er eftir því hverjir eru í þingliði flokksins hverju sinni. Vindhanastefna.

Hér er ráðherra Sjálfstæðismanna að verja það sem ekki er hægt að verja en reynir samt: 

Fólk tali um flokksforystu eftir hentugleika


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-30-midflokkurinn-a-haelum-sjalfstaedisflokks-420851

Birgir Loftsson, 30.8.2024 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband