Frítt fyrir suma á kostnađ annarra - Fríar skólamáltíđir

Ţetta virđist vera grundvallarmunurinn á stefnu vinstri flokka og hćgri, úthlutun gćđa samfélagsins. 

Vinstri menn halda ađ peningar vaxi á trjám, sem hćgt er ađ tína af endalaust. Tréin í ţessari samlíkingu eru skattgreiđendur. Hćgri menn vita sem er, ađ peningar verđa ekki til ađ af sjálfu sér, ţađ ţarf ađ skapa ţá međ vinnu.

Ţá er ţađ spurningin um sanngirni. Mađurinn lifir í samfélagi og ţarf ađ leggja fram sitt af mörkum til ţess. Ţegar samfélagiđ er fariđ ađ krefjast ţess ađ viđkomandi einstaklingur greiđi meira en helming af ţví sem hann vinnur sér inn fyrir, fer hann ađ spyrja til hvers hann er ađ vinna, ţetta fer hvort sem er allt í skatta! Hann fer ađ koma sér undan ađ borga ţessa ofurskatta og svarta hagkerfiđ verđur til.

Nýjasta dćmiđ um ţennan ágreining um úthlutun gćđa er viđtal Stefáns Stefánssonar í ţćttinum Spursmál viđ Ásmund­ur Ein­ar Dađason, mennta- og barna­málaráđherra. Sá síđarnefndi sat fyrir svörum varđandi fríar skólamáltíđir. Ásmundur seg­ir rétt­lćt­is­mál ađ greiđa niđur skóla­mat fyr­ir öll börn, jafn­vel ţau sem koma frá efna­meiri heim­il­um. Rétt for­gangs­röđun fel­ist í ţví!

Stefán spyr ţá á móti, frá sjónarhorni hagsýna hćgri mannsins, hvort barn sem kemur í skólann á Range Rover og af efnameira heimili eigi rétt á fría skólamáltíđ? Hann sagđi líka ađ meirihluti heimila barna hafi efni á ađ greiđa skólamáltíđir og geri ţađ međ glöđu geđi.

Ţá varđ barnalegi barnamálaráđherra kjaftstopp og byrjađi ađ bulla. 

"Ţarna, Stefán, erum viđ al­gjör­lega ósam­mála og...“

Ég hef ekki lýst neinni skođun. Ég er bara ađ spyrja ţig spurn­ing­ar­inn­ar.

„Ja, ég hef séđ. Ég er al­gjör­lega ósam­mála ţér ţarna."

Hverju ertu ósam­mála?

"Ég er al­gjör­lega ósam­mála ţví..." og varđ rökţrota.

Ţegar Stefán varđ var viđ ađ fátt var um svör barnalega ráđherrans, reyndi hann ađ komast ađ ţví hvort einhver mörk vćri á gjafmildi ríkisins á kostnađ skattborgaranna.  Eiga skattgreiđendur líka ađ greiđa fyrir skólaföt, skólatöskur o.s.frv.?

Hér kemur ruglingslegt svar barnalega ráđherrans:

Skólafatnađur...

„Sé gjald­frjálst, ja...“

Skólafatnađur, skóla­tösk­ur...

„Viđ erum í föt­um inn­an og utan skóla sko.“

Viđ borđum líka inn­an og utan skól­ans.

Ásmundur sum sé sér engan endir á peningatínslu úr vösum skattborgara. Af hveru eigum viđ ađ borga fyrir ţjónustu annarra gćti veriđ spurning hćgri mannsins ef viđ notum hana ekki? Hvar eru mörkin?

Svo er ţađ forgangsröđin og Stefán kom inn á ţađ.

"Ţađ vant­ar pen­inga inn í ţetta og kenn­ar­ar kvarta und­an ţví ađ ţađ vanti meiri ađstođ, meiri stuđning inn í skóla­stof­urn­ar, ekki síst ţar sem börn međ annađ móđur­mál en ís­lensku eru í stór­um hóp­um. Á sama tíma og kallađ er eft­ir ţess­um pen­ing­um ţá tek­ur ţú, eđa takiđ ţiđ, ákvörđun í sam­bandi og sam­tali viđ verka­lýđsfor­yst­una ađ gera skóla­máltíđir frí­ar á Íslandi. Ég velti fyr­ir mér hvort ţetta sé rétt for­gangs­röđun eđa hvort ţetta sé til­raun til ţess ađ draga fókus­inn fá hinu raun­veru­lega vanda­máli sem eru ţess­ar mćl­ing­ar...." Og Stefán heldur áfram ađ ţjarma ađ barnalega ráđherranum:

"Af hverju ţarf ţá ađ ráđast í ţessa ađgerđ?

"Og hluti af ţví er ađ viđ vilj­um mćta börn­un­um ţannig ađ ţetta sé gjald­frjálst. Ţađ bygg­ir á gögn­um, ţađ bygg­ir á rök­um..."

Nei, bíddu gögn­in segja ađ ţađ sé ekki fé­lags­leg­ur mun­ur...

"Nei ţađ var ţannig. Ţađ er ađ breyt­ast. Ísland skar sig úr..." Engin rök komu frá ráđherra ţađ sem eftir var viđtals. Svariđ var í raun "...af ţví bara og ég stend glađur viđ ţetta", á kostnađ skattgreiđenda ađ sjálfsögđu!

Ásmundur og fleiri í Framsókn sýna í verki ađ flokkurinn er sannkallađur vinstri flokkur. Hvenćr flokkurinn fór af sporinu og af miđjunni er erfitt ađ segja.

Leyfum Stefáni ađ eiga síđasta orđiđ:

"Heit­ir ţetta ekki bara ađ vera góđur á kostnađ annarra? Ţiđ eruđ ađ borga niđur máltíđir fyr­ir fólk sem ţarf ekki á ţví ađ halda. Hvar á ţađ ađ enda í rík­is­sjóđi sem rek­inn er međ tugţúsunda millj­óna halla á ári hverju. Og í kerfi sem ţú ferđ fyr­ir ţar sem vant­ar pen­inga til ađ borga fleiri kenn­ur­um, fleiri leiđbein­end­um, skóla­gögn­in sann­ar­lega."

Borga mat fyrir börn sem mćta á Range Rover


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

16 milljarđar í bullshit eins og "Umhverfisráđuneytiđ" og "útlendingamál" í amk 3 ráđuneytum.

Mćtti sleppa, og redda krökkum skólamáltíđum fyrir ţađ sem sparast.

Hefđum efni á ađ gefa ţeim kampavín & kavíar.

En nei...

Ásgrímur Hartmannsson, 29.8.2024 kl. 20:27

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Hahaha Ásgrímur.  Ţú segir nokkuđ. Betra ađ seđja tóma maga en spandera peninga út í tómt loftiđ!

Birgir Loftsson, 30.8.2024 kl. 13:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband