Þetta virðist vera grundvallarmunurinn á stefnu vinstri flokka og hægri, úthlutun gæða samfélagsins.
Vinstri menn halda að peningar vaxi á trjám, sem hægt er að tína af endalaust. Tréin í þessari samlíkingu eru skattgreiðendur. Hægri menn vita sem er, að peningar verða ekki til að af sjálfu sér, það þarf að skapa þá með vinnu.
Þá er það spurningin um sanngirni. Maðurinn lifir í samfélagi og þarf að leggja fram sitt af mörkum til þess. Þegar samfélagið er farið að krefjast þess að viðkomandi einstaklingur greiði meira en helming af því sem hann vinnur sér inn fyrir, fer hann að spyrja til hvers hann er að vinna, þetta fer hvort sem er allt í skatta! Hann fer að koma sér undan að borga þessa ofurskatta og svarta hagkerfið verður til.
Nýjasta dæmið um þennan ágreining um úthlutun gæða er viðtal Stefáns Stefánssonar í þættinum Spursmál við Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Sá síðarnefndi sat fyrir svörum varðandi fríar skólamáltíðir. Ásmundur segir réttlætismál að greiða niður skólamat fyrir öll börn, jafnvel þau sem koma frá efnameiri heimilum. Rétt forgangsröðun felist í því!
Stefán spyr þá á móti, frá sjónarhorni hagsýna hægri mannsins, hvort barn sem kemur í skólann á Range Rover og af efnameira heimili eigi rétt á fría skólamáltíð? Hann sagði líka að meirihluti heimila barna hafi efni á að greiða skólamáltíðir og geri það með glöðu geði.
Þá varð barnalegi barnamálaráðherra kjaftstopp og byrjaði að bulla.
"Þarna, Stefán, erum við algjörlega ósammála og...
Ég hef ekki lýst neinni skoðun. Ég er bara að spyrja þig spurningarinnar.
Ja, ég hef séð. Ég er algjörlega ósammála þér þarna."
Hverju ertu ósammála?
"Ég er algjörlega ósammála því..." og varð rökþrota.
Þegar Stefán varð var við að fátt var um svör barnalega ráðherrans, reyndi hann að komast að því hvort einhver mörk væri á gjafmildi ríkisins á kostnað skattborgaranna. Eiga skattgreiðendur líka að greiða fyrir skólaföt, skólatöskur o.s.frv.?
Hér kemur ruglingslegt svar barnalega ráðherrans:
Skólafatnaður...
Sé gjaldfrjálst, ja...
Skólafatnaður, skólatöskur...
Við erum í fötum innan og utan skóla sko.
Við borðum líka innan og utan skólans.
Ásmundur sum sé sér engan endir á peningatínslu úr vösum skattborgara. Af hveru eigum við að borga fyrir þjónustu annarra gæti verið spurning hægri mannsins ef við notum hana ekki? Hvar eru mörkin?
Svo er það forgangsröðin og Stefán kom inn á það.
"Það vantar peninga inn í þetta og kennarar kvarta undan því að það vanti meiri aðstoð, meiri stuðning inn í skólastofurnar, ekki síst þar sem börn með annað móðurmál en íslensku eru í stórum hópum. Á sama tíma og kallað er eftir þessum peningum þá tekur þú, eða takið þið, ákvörðun í sambandi og samtali við verkalýðsforystuna að gera skólamáltíðir fríar á Íslandi. Ég velti fyrir mér hvort þetta sé rétt forgangsröðun eða hvort þetta sé tilraun til þess að draga fókusinn fá hinu raunverulega vandamáli sem eru þessar mælingar...." Og Stefán heldur áfram að þjarma að barnalega ráðherranum:
"Af hverju þarf þá að ráðast í þessa aðgerð?
"Og hluti af því er að við viljum mæta börnunum þannig að þetta sé gjaldfrjálst. Það byggir á gögnum, það byggir á rökum..."
Nei, bíddu gögnin segja að það sé ekki félagslegur munur...
"Nei það var þannig. Það er að breytast. Ísland skar sig úr..." Engin rök komu frá ráðherra það sem eftir var viðtals. Svarið var í raun "...af því bara og ég stend glaður við þetta", á kostnað skattgreiðenda að sjálfsögðu!
Ásmundur og fleiri í Framsókn sýna í verki að flokkurinn er sannkallaður vinstri flokkur. Hvenær flokkurinn fór af sporinu og af miðjunni er erfitt að segja.
Leyfum Stefáni að eiga síðasta orðið:
"Heitir þetta ekki bara að vera góður á kostnað annarra? Þið eruð að borga niður máltíðir fyrir fólk sem þarf ekki á því að halda. Hvar á það að enda í ríkissjóði sem rekinn er með tugþúsunda milljóna halla á ári hverju. Og í kerfi sem þú ferð fyrir þar sem vantar peninga til að borga fleiri kennurum, fleiri leiðbeinendum, skólagögnin sannarlega."
Borga mat fyrir börn sem mæta á Range Rover
Flokkur: Bloggar | 29.8.2024 | 09:34 (breytt kl. 17:49) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
16 milljarðar í bullshit eins og "Umhverfisráðuneytið" og "útlendingamál" í amk 3 ráðuneytum.
Mætti sleppa, og redda krökkum skólamáltíðum fyrir það sem sparast.
Hefðum efni á að gefa þeim kampavín & kavíar.
En nei...
Ásgrímur Hartmannsson, 29.8.2024 kl. 20:27
Hahaha Ásgrímur. Þú segir nokkuð. Betra að seðja tóma maga en spandera peninga út í tómt loftið!
Birgir Loftsson, 30.8.2024 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.