Neðanjarðarlestakerfi í stað Borgarlínu?

Það þarf enga verkfræðinga til að sjá út að framkvæmdir við Borgarlínu mun valda miklu raski í umferðinni á meðan framkvæmdum stendur. Hún má ekki við meira truflun en nú þegar er. En það eru til aðrar aðferðir en að taka akreinar af akandi umferð. Það er að byggja neðanjarðarlestakerfi sem erlendis gengur undir hugtökunum "subway", tube eða "metro". Lestirnar sem ganga eftir þessum lestarkerfum eru ýmis ofanjarðar en oftast neðanjarðar, allt eftir plássi ofanjarðar. Bloggritari er ekki sá eini sem hefur viðrar þessa hugmynd, heldur fjöldinn allur af fólki og nú síðast í Vísir.

"Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að henni lítist ekki vel á uppfærðan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem kynntur var í síðustu viku. Hún segir að fyrir þessar fjárhæðir hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest frekar en Borgarlínu." Og hún segir jafnframt: "...að um 130 milljarðar séu áætlaður kostnaður bara við Borgarlínuhlutann. Ástæðan fyrir því að hún sé svona dýr, sé að það þurfi að brjóta upp alla götuna af því að þessi útfærsla sem var valin er til miðju. Þetta þýði að fólk þurfi að ganga fyrir bíla til að fara upp í borgarlínuvagna."

Innlent Vill skoða neðan­jarðar­lest í stað Borgarlínu

Er þetta ekki alveg galið? Stöðva eða hindra aðra umferð fyrir einn umferðakost. Og það fyrir minnihlutann, 4-5% vegfarenda kjósa strætisvagnasamgöngur, svipað hjól eða ganga en 90% einkabílinn.

Ein helsta ástæðan fyrir að menn leggja ekki í að byggja upp neðanjarðarlestakerfi er stærð höfuðborgarsvæðisins, þ.e.a.s. íbúafjöldi en hann þarf að ná ákveðnu lágmarki til að borgar sig. Þetta geta Færeyingar þó, en þeir ætla að byggja stórt neðanjarðar bílastæði undir Þórshöfn og allar eyjarnar eru undirlagðar jarðgöngum í gegnum fjöll eða neðansjávar. Bonn er á stærð við Reykjavík og þar er lestakerfi. Af hverju ekki á höfuðborgasvæðinu?

Önnur megin ástæðan er kostnaðurinn. Stofnkostnaðurinn er hár í upphafi en eins og með bílagöng, standa þau í aldir. Kíkjum á meðalkostnað við að leggja 1 km af jarðgöngum.

Í borgum í þróuðum löndum getur kostnaður við að reisa neðanjarðarlestarlínu verið á bilinu $150 milljónir til $500 milljónir á kílómetra. 

Í Bandaríkjunum getur kostnaðurinn numið um 200 til 500 milljónum dollara á hvern kílómetra.

Í Evrópu er kostnaður venjulega á bilinu 150 milljónir dollara til 400 milljónir dollara á kílómetra.

Í Japan geta neðanjarðarlínur í þéttum þéttbýlissvæðum kostað allt að 500 milljónir dollara á hvern kílómetra.

Í borgum í þróunarlöndum er kostnaðurinn almennt lægri, oft á bilinu $50 milljónir til $200 milljónir á kílómetra. Til dæmis:

Á Indlandi eða Kína getur kostnaður numið um 50 til 150 milljónum dollara á hvern kílómetra.

Í Rómönsku Ameríku gæti það verið 70 til 200 milljónir dala á km.

Í kynningu á Borgarlínunni ( Borgarlínan , sem er fyrirhuguð ný hraðvagnaþjónusta (BRT) á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi), er áætluð að vera um 57 kílómetrar löng í heild sinni. Hún mun tengja helstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins með um 12 lykilstöðvum og áætluðum háhraðalínum.

Eins og áður sagði er kostnaðurinn við km á bilinu 150-400 milljónir dollara. Segjum að kostnaðurinn sé um 250 milljónir á Íslandi á km enda verður línan ekki alls staðar neðanjarðar. "250 x 57 km = $14,250 milljónir.  Það gerir á núverandi gengi 1,923,750 milljónir króna. Þetta er há upphæð en það þarf ekki að leggja alla 57 km neðanjarðar.

Í raun þarf aðeins og leggja tvo til þrjá ása í gegnum höfuðborgarsvæðið til að dekka það.

Annar ásinn lægi frá Háskóla Íslands til Mosfellsbæjar í beinni línu sem gera um 15 km og svo mætti leggja aðra stutta línu frá Ártúnsbrekku til Spannar í Grafarvogi (4-5 km).

Hin megin línan lægi frá miðborg Reykjavíkur til Ásvelli, Hafnarfirði, í áttina að Keflavíkurflugvelli. Vegalengd er 12-14 km.

Samtals eru þetta ca. 34 km í mesta lagi. En hér varð bloggritari stopp og ákvað að spyrja ChatGPT um áætlaðan kostnað við að leggja neðanjarðarlestakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Svarið er:

Dæmi

Ef við gerum ráð fyrir að leggja þurfi um 20 kílómetra langt neðanjarðarlestarkerfi, gæti það kostað á bilinu:

  • Lægsta mat: 20 km x 20 milljarðar ISK/km = 400 milljarðar ISK.
  • Hæsta mat: 20 km x 67 milljarðar ISK/km = 1.340 milljarðar ISK.

Ókei, áætlaður kostnaður við við Borgarlínuna er 130 milljarða. Það er sem sé 3-10 sinnum dýrara að leggja lestakerfi. Það er samt ekki óviðurráðanlegt, sérstaklega ef þetta er gert á löngum tíma. Að búa til nýjan "þjóðveg" neðanjarðar er að stækka höfuðborgarsvæðið til muna.

En svo er það raunhæfasta leiðin, en það er hreinlega að leggja megin áherslu á að byggja upp stofnbrautakerfið fyrir akandi umferð, sem brýn nauðsyn er á, og laga núverandi strætisvagna leiðir að núverandi stofnbrautum. Ekki með því að leggja borgarlínu á umferðaeyjum milli akbrauta, heldur við hliðar eins og nú þegar er byrjað. Sjá má þetta með leið 1, sem ekur frá Ásvöllum (lengsta leiðin) til Lækjartorgs, Reykjavíkur). Strætó er þegar kominn með sér akbrautir sem eru rauðar nánast alla leið. Sama á við um hinn ásinn, frá miðborginni til Mosfellsbæjar, á Miklubraut er strætó með eigin akbraut.

Með því að byggja upp stofnbrautir, greiðist öll umferð, líka fyrir strætisvagnanna.

Er ekki kominn tími til að vera raunsæ og sníða sig stakk eftir vexti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Erfitt að fylgja þræði segir framkvæmdastjóri Betri samgangna um hugmyndir Ragnhildar. En svo er ekki. "Ragnhildur Alda nefndi fleiri möguleika líkt og „létta borgarlínu“ sem væri ódýrari og til hliðar við aðra umferð, ekki í miðjunni." Sem er sama og ég minntist á. Þ.e.a.s. bæta þriðju akrein við tveggja akreina veg þar sem því verður við komið. 

En er það ekki galið að hafa borgarlínuna á miðjum vegi??? Þarf að bygja brú fyrir strætó farþegar þegar þeir fara á biðstöð? Eða er ég að misskilja þetta?

Birgir Loftsson, 28.8.2024 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband