Endanleg ábyrgð á lélegri stjórn ríkis og sveitafélaga er kjósenda

Íslendingar, a.m.k. þeir sem láta sig varða opinber mál, kvarta sáran um lélega stjórn ríkis og/eða sveitafélaga. Það er ekki spurning að bæði ríki og mörg sveitarfélög eru illa rekin, sjá má það í endalausum hallarekstri. Sveitarfélög með skuldasöfnun upp við hámarks viðmið skulda, sem nóta bene er búið að hækka úr 150% í 200%.  Ef þakið hefði ekki verið hækkað, væru mörg sveitarfélög, þar á meðal Reykjavíkurborg, komið undir stjórn Samtaka sveitafélag og fjármálanefndar hennar sem tæki yfir reksturinn.

Tveir stærstu aðilarnir, ríkið og Reykjavíkurborg, það síðarnefnda skagar upp í ríkið með veltu og umsvif, eru rekin með miklum halla og hafa verið lengi. Menn bölva en gera lítið. Ekki er ætt út á götu í mótmæli, það er bara þagað.

En það er kjósenda að skipta um stjórnendur. Því miður er bara hægt að reka þá á fjögurra ára fresti og því miður hefur stór hluti kjósenda gullfiska minni.

En svo er það, að fólk kaupir köttinn í sekkinn. Það kýs X flokk, til þess að Y flokkur komist ekki til valda. En svo ákveða X og Y að mynda samsteypustjórn, þvert á litróf og ás stjórnmálanna.

Ef kjósandinn kýs Sjálfstæðisflokkinn, er hann þá óbeint að kjósa VG til valda í landsstjórn? Hver ímyndaði sér að Framsóknarflokkurinn í Reykjavík myndi svíkja umbjóðendur sína, eftir að hafa boðið breytinga, og farið í sömu sæng og Samfylkingin og aðrir vinstri flokkar í borginni? Vilji kjósenda var skýr, þeir vildu breytingar en fengu ekki. Verður Framsókn refsað í næstu kosningum?

Bjarni Benediktsson, sem veit að umboð ríkisstjórnar hans er ekkert samkvæmt skoðanakönnunum, segist ætlað að sitja út kjörtímabilið. Ekki er hægt að reka hann eða félaga hans fyrr en á næsta ári.

Ísland er eins og mörg önnur vestræn ríki á villigötum með margt. Í efnahagsmálum, hermálum og menningarmálum er stefna Íslands á við önnur vestræn ríki, þá helst í Vestur-, Suður- og Norður-Evrópu.  Púðurtunnan Evrópa, á eftir að springa aftur þegar hljóð og mynd fara ekki saman. Sjá má þetta nú þegar í Frakklandi, Svíþjóð og Bretlandi. Það vantar skörunga í stjórn landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband