Það er erfitt að átta sig á efnahagspólitík Kamala Harris, því að hún hefur ekki birt hana á vefsetri sínu né haldið blaðamannafund síðan hún tilkynnti framboð sitt til forseta. Framboð Trumps bjó til vefsíðu fyrir Kamala Harris í hæðnisskyni þar sem raunveruleg stefna hennar og Joe Bidens er birt og hefur verið undanfarin fjögur ár. Það eru þó komnar vísbendingar um hvað hún ætlar að gera og það er að fara ofan í vasa skattborgaranna til að greiða niður reikninga sérvalda hópa. Dæmigerður sósíalismi sem er þarna á ferðinni.
Mest sláandi tillögurnar voru um afnám læknisskulda milljóna Bandaríkjamanna; "fyrsta" bannið við verðhækkunum á matvöru og matvælum (verðlagshöft sem að sjálfsögðu mun auka verðbólguna og búa til vöruskort, svartan markað og spillingu); þak á verði á lyfseðilsskyldum lyfjum; 25.000 dollara styrki fyrir fyrstu íbúðakaupendur; og barnaskattafsláttur sem myndi veita fjölskyldum $ 6.000 á hvert barn fyrsta árið í lífi barns. Allt kostar þetta og skattgreiðendur borga eða skuldir ríkisins aukast en þær eru orðnar stjarnfræðilega háar, svo háar að Bandaríkin eru tæknilega séð gjaldþrota.
En stefnuafstöðurnar sem hún kynnti benda til þess að hún muni halda áfram, ef ekki dýpka, umbreytingu flokksins undir stjórn Biden, sem ýtti undir árásargjarnari afskipti stjórnvalda í hagkerfinu í iðnaðar-, vinnu- og samkeppnismálum.
Ræður kosningabaráttu Harris höfðu að miklu leyti beinst að víðtækari þemum um að byggja upp betri framtíð, með þeim rökum að Donald Trump og repúblikanar væru að reyna að taka landið afturábak. Harris talaði einnig um "frelsi", þar á meðal æxlunarréttindi (fóstureyðingar), hjónabönd samkynhneigðra og kosningarétt.
Framboð hennar segir að áætlun hennar yrði greidd með sköttum á fyrirtæki og nokkra af tekjuhæstu einstaklingum landsins, ásamt öðrum tekjuöflun í fjárhagsáætlun Biden. Fyrirtækin munu velta aukasköttunum yfir í verðlag og það hækkar verðbólgu.
En það voru fáar aðrar upplýsingar, sem skilur eftir opnar spurningar um lokaverðmiðann og hættuna á meiri verðbólgu. Meira framboð húsnæðis, til dæmis, myndi í orði hjálpa til við að lækka verð með því að losa um markaðinn. En inneignir fyrir fyrstu íbúðakaupendur gætu virkað í gagnstæða átt með því að auka eftirspurn.
Enn verkin tala, ekki orðgjálfur. Ferill stjórnar Joe Biden, sem hún er hluti af, er ekki glæsilegur. Mikil verðbólga, hátt matvælaverð, hátt orkuverð og skortur á húsnæði hefur einkennt valdatíð þeirra og það sem er verra, gífurleg skuldasöfnun ríkisins og hnignun hersins.
Harris mun örugglega halda landamærum landsins opnum eftir sem áður, en 10 milljónir plús ólöglegra innflytjenda hafa streymt yfir landamærin með tilheyrandi vanda fyrir öll ríkin fimmtíu í valdatíð Joe Biden.
Utanríkisstefnan síðustu fjögur ár hefur verið ein hörmung, skelfilegur ósigur í Afganistan, tvö stríð brutust út á vakt Bidens, líklega vegna þess að enginn óttast Bandaríki Joe Bidens. Íran er að verða kjarnorkuríki, ef það er ekki orðið það og nú þegar í hálf opinberu stríð við Ísrael með fylgdarsamtökum sínum í Líbanon, Jemen og Gaza. Ef Harris kemst til valda, er næsta víst að Kínverjar láti verða af því að ráðast á Taívan og Íran komið í allsherjar stríð við Ísrael. Sannkölluð Asíustyrjöld, ef ekki heimsstyrjöld. Stríðið mun halda áfram í Úkraínu sem endar með sigri Rússa. Ekki glæsileg framtíð.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 26.8.2024 | 11:04 (breytt 27.8.2024 kl. 08:13) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.