Það má finna ýmislegt gott í samgöngusáttmálanum sem nýverið var undirritaður. Hann skiptist annars vegar í framkvæmdir er varða stofnvegi og hins vegar í borgarlínu.
Fyrri hlutinn er nauðsynlegur og löngu kominn tími á, svo sem mislæg gatnamót o.s.frv. Það má deila um útfærslur en í heildina er þetta nauðsynlegt.
Annað mál er með borgarlínuna, sem fær mikið rými í áætlunni þótt einungis 5% vegfarenda noti strætisvagnasamgöngur. Um 90% nota bílinn og rest fer á hljóli eða gangandi. Til efs er að fólk noti strætó, þótt einungis 400 metrar séu í næstu biðstöð og strætisvagnarnir ganga á nokkra mínútu fresti. Ástæðan er einföld. Veðráttan skiptir hér máli en einnig víðátta höfuðborgarsvæðisins. Það er rúmlega 1000 ferkílómetrar og vegalengdir á milli staða geta verið langar. Það getur tekið hátt í tvo tíma að fara enda á milli innan svæðisins ef strætisvagninn er tekinn. Þetta er bara aðra leiðina. Hver hefur tíma í þetta?
Í sjálfu sér er bloggritari ekkert á móti borgarlínu, svo fremur sem hún þrengir ekki að almennri umferð. En hún virðist gera það á köflum og borgaryfirvöld í Reykjavík, eru þegar byrjuð og að ástæðulausu, þrengja að bílaumferð. Það er gert með að gera tveggja akreina braut að eins akgreina, setja hjólreiða umferð í staðinn eða bara gras. Það er lokað á beygjuljós eða afreinar teknar af. Svo er sérkapituli fyrir sig allar hraða hindranir sem eru alls staðar og á furðulegustu stöðum. Er ekki galið að setja hraðahindrun á gatnamót með umferðaljósum?
Af hverju í ósköpunum er ríkið að taka þátt í rekstri almennings samgöngum á höfuðborgarsvæðinu? Af hverju á fólk á landsbyggðinni að taka þátt í illa reknum rekstri strætisvagna? Þetta er í samgöngu sáttmálanum.
Verðmiðinn er 313 milljarðar á þessar framkvæmdir sem dreifast á langt tímabil. Sparnaður á að vera yfir þúsund milljarðar. Gott og vel. En hér er aðeins hálf sagan sögð. Allt vegakerfið á landsbyggðinni er komið á tíma. Ríkið borgar 87% af framkvæmdunum á höfuðborgarsvæðinu og það þýðir að það hefur ekki jafnmikla peninga í framkvæmdir á landsbyggðinni. Að sjálfsögðu á að redda því með að setja aukaskatta á vegfarenda, kallaðir vegskattar. Vegfarendur er margrukkaðir fyrir að fara um vegi (og standa kyrrstæðir í bílastæðum) og á sama tíma notar ríkið tvo þriðju skattanna í annað en samgöngubætur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur | 23.8.2024 | 09:56 (breytt kl. 09:57) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
ég óttast að það verið bara áfram þrengt að einkabínum og ekkert lagist
Emil Þór Emilsson, 24.8.2024 kl. 17:01
Sammála Emill. Við þurfum að koma Dag B. í landsmálin og þannig láta hann hætta að eyðileggja Reykjavíkurborg.
Reykjavíkurflugvöllur virðist vera kominn fyrir horn. Einar borgarstjóri og Framsóknarmaður sér til þess áður en kjósendur flokksins henta honum og Framsóknarflokknum í Framsóknarflórinn.
Birgir Loftsson, 24.8.2024 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.