Árangur Seðlabanka Íslands

Segja má að árangur Seðlabankans með háum stýrisvöxtum sé lítill. Seðlabankastjóri viðurkennir að verðbólguvæntingar séu háar og lítil trú sé hjá flestum aðilum efnahagslífsins að bönd verði komin á verðbólguna. Dvínandi áhugi erlendra sjóða á íslenskum ríkisbréfum er þrátt fyrir háa vexti og verðbólgan hefur hækkað frekar en lækkað og er nú í 6,3%. Ef húsnæðisliðurinn væri tekinn út, væri hún um 4%.

Fíllinn í postulínsbúðinni er húsnæðismarkaðurinn. Það er hann sem knýr áfram verðbólguna vegna hátt íbúðaverðs (og skuldasöfnun ríkis og sveitarfélaga). Af hverju er hátt íbúðaverð? Jú það er skortur á íbúðum.  Það er sveitarfélögum að kenna að útvega ekki nóg af lóðum en hitt er svo að fólk hefur ekki efni á að kaupa sér húsnæðis vegna hátt verðs og vaxtastigs sem er sök Seðlabankans. Skortur = hærra verð = verðbólga. Fyrstu kaupendur þurfa yfir milljón í tekjur til að ráða við afborganir af meðalíbúð.

Seðlabankastjóri segir að vanskil hafi ekki aukist en Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, segir að þrátt fyrir lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána bendi gögn félagsins til þess að alvarleg vanskil séu að aukast töluvert. Hvers vegna ekki meiri vanskil en eru? Bloggritari telur að verðtryggðu lánin taki mesta skellinn af verðbólgunni og það sé verðbólga í hækkun höfuðstóls, þ.e.a.s. verðtryggð lán hækki og hækki, skuldirnar aukist þótt afborganir hækki ekki í sama hlutfalli. Vei þeim sem kusu óverðtryggð lán.

Svo er það hagvöxturinn sem er sáralítill og áætlaður 0,5% fyrir 2024. Ekki bendir það til að blómaskeið sé framundan. Vaxandi atvinnuleysi og há verðbólga, hátt vaxtastig, lágur hagvöxtur og verðbólguvæntingar háar bendir til að hér sé komið skeið stöðnunarverðbólgu. 

Seðlabankastjóri segir að það sé aumingjalegt að lækka stýrisvexti um 0,25% og best að sleppa því en gera það svo myndarlega. En er það rétt hjá honum? Hefði ekki verið pólitískt snjallt að senda skilaboð út í samfélagið að hávaxta tímabilið sé á enda? 0,25% lækkun skiptir engu máli hvort sem er, ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband