Áhrifsvaldar verðbólgu á Íslandi

Taka skal fram að bloggritari er enginn hagfræðingur né hefur mikla þekkingu á þessu sviði. En hér er skrifað til skilnings.

Í seinasta pistli var rætt um tvær meginástæður fyrir verðbólgu en þær eru þó fleiri.

Innri þættir verðbólgu

Of mikið peningamagns í umferð spilar hér stóra rullu og taldi bloggritari að umsvif ríkis og sveitarfélaga hafi mikil áhrif, enda með 45% - 50% af hagkerfinu undir sig.

Skýring efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar í blaðagrein um daginn hafi verið ódýr, þegar hann segir að ríkisvaldið hafi ekki prentað peninga né aukið peningamagn í umferð vegna þess að það hefur staðið í lántökum (millifærsla fjármagns en ekki aukningu). Bloggritari telur að ef ríkisvaldið eyðir pening, burtséð hvernig féð er fengið, auki það verðbólgu! Rétt eins og þegar túristar komi með fé erlendis frá (engin íslensk peninga prentun þar), þá auki það peningamagn í umferð á landinu. Ekki satt?

En það er ekki bara ríkið sem eykur peningamagn í umferð, heldur bankakerfið sjálft. Og það hefur verið duglegt að búa til fjármagn undanfarin misseri. Þegar talað er um peningasköpun í íslenska bankakerfinu, þá er átt við ferlið þar sem viðskiptabankar búa til nýja peninga þegar þeir lána út. Þegar einstaklingur eða fyrirtæki tekur lán hjá banka, er sú upphæð lögð inn á reikning lántakans, og þannig verða til nýir peningar í kerfinu.

Í daglegu lífi eru það viðskiptabankarnir sem skapa meiri peninga vegna þess að þeir búa til nýtt fjármagn þegar þeir lána út. Hins vegar stjórnar Seðlabankinn þessum ferlum með því að setja reglur og stýra peningamagni í heild sinni. Seðlabankinn getur beint og óbeint haft mikil áhrif á peningasköpun bankanna með ákvörðunum sínum.

Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar og á ábyrgð Seðlabanka Íslands og ríkisstjórnarinnar.

Ytri þættir verðbólgu

En hins vegar er verðbólga drifin áfram af framboðsskerðingum, eins og þegar hráefnisverð hækkar skyndilega, þá geta stýrisvextir ekki haft bein áhrif á að draga úr þeirri verðbólgu. Orsökin er erlendis frá. Jú, það má sjá framboðsskerðingu eftir covid og margir telja að flutningskeðja heims hafi rofnað vegna faraldursins, skapað skorts og þar með verðbólgu. Þetta hefur sem sé líka áhrif.

En bloggritari finnst þessar tvær skýringar, þær eru fleiri til, vera meginskýringar á verðbólgunni í dag á Íslandi. Verðbólga og vöruverð erlendis hefur farið lækkandi. Því ætti verðbólgu þrýstingur erlendis frá að minnka.

Sumarið 2024 var verðbólga í Evrópu almennt á niðurleið. Í júní 2024 hafði verðbólga á evrusvæðinu minnkað í 2,5%, lækkað frá fyrri mánuðum. Þessi lækkun var í samræmi í nokkrum helstu hagkerfum, þar á meðal Þýskalandi og Frakklandi, sem bæði mældu verðbólgu um 2,5%. En enn helst verðbólga há á Íslandi. Í Bandaríkjunum fór verðbólgan hæst í 8-9% en er komin niður í 3-4% en hér er hún um 6,3%.

Atvinnuleysi er um 4% í ágúst mánuði 2024. Sum sé, há verðbólga og þokkalegt atvinnuleysi á Íslandi en þó ekki afgerandi. Getur verið að ástandið á Íslandi sé að þróast yfir í stöðnunarverðbólgu? En hún á sér stað þegar hagkerfið býr við stöðnun hagvaxtar, mikið atvinnuleysi og háa verðbólgu. Kannski ekki alveg en hagvöxtur er áætlaður í ár verði einungis 0,5%. Í maí spáði Seðlabankinn að hagvöxtur ársins yrði 1,1%. Helsta skýringin á þessu fráviki eru lakari horfur í ferðaþjónustu.

Fyrir leikmann eins og bloggritara, myndi það þýða að það ætti að lækka stýrisvexti í dag. En það verður örugglega ekki gert. Þeir látnir haldast óbreyttir fram á næsta ár. 

Niðurstaða: Seðlabanki Íslands og ríkisvaldið eru megin sökudólgar í myndun verðbólgu. Stýritæki þeirra er ekki að virka.

Oft má orsakana leita erlendis frá en meira segja þá er hægt að hafa áhrif á, ef efnahagskerfið er vel stýrt. Það er það sjaldnast....

P.S. En hvað veit bloggritari sem er einungis leikmaður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Helstu verkfæri Seðlabankans eru stýrivextir, opnar markaðsaðgerðir (eins og kaup og sala ríkisskuldabréfa), og bindiskyldan sem bankar verða að halda í varasjóði. Með þessum verkfærum getur Seðlabankinn haft áhrif á vexti og lánastarfsemi bankanna, sem á endanum hefur áhrif á peningamagnið í hagkerfinu. Er Seðlabankinn að nota öll vopnin?

Birgir Loftsson, 21.8.2024 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband