Það eru ýmsar kenningar og sjónarmið um að stýrisvextir hafi ekki bein áhrif á verðbólgu, þrátt fyrir að þeir séu oft notaðir sem tæki seðlabanka til að hafa áhrif á verðbólgu.
Tökum fyrst fyrir lausafjárvandamál. Ein kenningin er sú að stýrisvextir hafi lítil áhrif á verðbólgu þegar lausafé (peningamagn) í hagkerfinu er mikið. Í slíkum tilfellum gæti markaðurinn verið svo mettaður af lausafé að hækkun stýrivaxta leiði ekki til hækkunar á vöxtum til neytenda eða fyrirtækja, og þar með ekki til minnkunar á útlánum eða neyslu. Getur það verið tilfellið á Íslandi? Allt sé hér fljótandi í peningum?
Væntingar um verðbólgu geta hér spilað inn í en líkt og með gengi hlutabréfa, er ákveðin spámennska í gangi. Samkvæmt væntingakenningum getur áhrifastyrkur stýrivaxta verið takmarkaður ef almenningur og fyrirtæki hafa sterkar væntingar um að verðbólga haldist óbreytt. Ef markaðsaðilar telja að verðbólga verði áfram mikil, jafnvel þótt stýrivextir séu hækkaðir, þá getur það dregið úr áhrifum vaxtabreytinga á raunhagkerfið. Bloggritari telur að þetta eigi ekki við um Ísland, hér hafa menn enga trú á verðbólga minnki eða aukist í samræmi við stýrisvaxta ákvörðun.
Svo eru hugmyndir um að seinvirkni spili hér inn í. Áhrif stýrivaxta á raunhagkerfið geta verið seinvirk og birtast ekki strax í verðbólgutölum. Sumir hagfræðingar telja að stýrivextir séu of hægvirkt tæki til að bregðast við skammtíma sveiflum í verðbólgu, sérstaklega ef verðbólgan er knúin áfram af utanaðkomandi þáttum eins og olíuverði eða alþjóðlegum viðskiptum. Þetta á ekki við um Ísland, þar sem komin er reynsla á að 9,25% stýrisvextir í eitt ár hafa ekki haft nein áhrif.
Sumir hagfræðingar benda á að stýrisvextir hafi ekki bein áhrif á ákveðninn verðbólguþrýsting. Til dæmis, ef verðbólga er drifin áfram af framboðsskerðingum (supply shocks), eins og þegar hráefnisverð hækkar skyndilega, þá geta stýrisvextir ekki haft bein áhrif á að draga úr þeirri verðbólgu. Hér er framboðsskerðing á húsnæði og það hefur hækkað mikið um margra ára skeið. Húsnæðisvísitalan hefur ótvírætt haft áhrif á hækkun verðbólgu en hversu mikið, er óvíst.
Í sumum tilfellum geta fjármálamarkaðir ekki skilað breytingum á stýrivöxtum áfram til almennings. Til dæmis, ef bankar og fjármálastofnanir ákveða að halda sínum útlánavöxtum stöðugum þrátt fyrir að seðlabankinn hækki stýrivexti, þá skila áhrif vaxtahækkana sér ekki út í hagkerfið. Sýnist bankarnir vera fljótir að stökkva á vagninn þegar seðlabankinn segir nú...hækka.
Hugtakið "náttúrulegir vextir" (e. natural rate of interest) vísar til þeirrar vaxtastigs sem samræmist jafnvægi í hagkerfinu án þess að ýta undir verðbólgu eða samdrátt. Ef stýrivextir eru ekki í takt við þessa náttúrulegu vexti, getur það haft lítil áhrif á verðbólgu. Flestir hagfræðingar telja að eðlileg verðbólga sé um 2%.
Hvað er það sem á hér við um Ísland? Hér er hallast að því að hér sé allt fljótandi í peningum og fyrsta skýringin sé því líklegust í bland við framboðsskerðingu (húsnæðis og á vörum erlendis frá en það hefur verið verðbólga alls staðar í heiminum eftir covid). Milton Friedman taldi þessa orsök veigamestu í myndun verðbólgu almennt. Ekki er allt hér fljótandi í peningum vegna velgengni íslenska ríkisins, nei, heldur vegna seðlaprentun ríkisins (sem þeir neita), lántökur og ofeyðslu ríkissjóðs og sveitafélaga (sem samanlagt eru með 45-50% af efnahagsköku þjóðarinnar). Á meðan svo er, gera aðgerðir Seðlabanka Íslands ekkert! Neyðsla almennings hefur líka sín áhrif sem og launahækkanir en eftir höfuðinu dansa limirnir.
Hér á Íslandi er vinsælt að kenna neyðslu almennings um verðbólguna!
Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun
Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir að staðreyndum sé snúið á haus til þess að gera ríkisstjórnina eina ábyrga fyrir verðbólgu.
Staðreyndum snúið á hvolf til að eigna ríkisstjórninni verðbólguna
Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar kennir fjármálakerfinu um (Seðlabankann) og launahækkanir. Hér er Konráð leiðréttur í grein á Vísir eftir Ásgeir Daníelson: Ráðvilltur ráðgjafi ríkisstjórnar
Þrátt fyrir að peningamagn í umferð hafi vaxið um 68 prósent frá því að heimsfaraldurinn skall á árið 2020 segir Konráð að ríkissjóður hafi ekki prentað eina krónu af þeim 1.203 milljörðum króna sem hafi bæst við.
"Ríkissjóður hefur vissulega verið rekinn með halla en sá halli hefur verið fjármagnaður með lántöku sem býr ekki til nýja peninga heldur færir þá einfaldlega frá þeim sem spara og til ríkissjóðs."
Ókei, en hver stjórnar efnahagskerfi landsins? Ríkisvaldið og ekki segja að skuldasöfnun hafi ekki áhrif bara vegna þess að þeir sem spara láni ríkinu og það sé ekki að prenta pening! En hann nefnir ekki að eyðsla ríkisins eykur peningamagnið í umferð og þar með verðbólgu burtséð hvernig fjármunir eru tilkomnir. En hann neitar þessu líka. Eða hefur bloggritari rangt fyrir sér?
Hér útskýrir Milton Friedman verðbólgu:
Nóta bene, verðbólga er ekki alltaf vegna of mikið af peningum í umferð, heldur eins og komið var inn á hér að ofan, vegna skorts á hráefni eða vöru (húsnæði t.d.) sem leiðir til meiri samkeppni um vöruna og hærra verð.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | 20.8.2024 | 09:46 (breytt kl. 10:15) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Á morgun mun peningastefnunefnd Seðlabankans ákveða stýrisvexti. Að sjálfsögðu verða þeir áfram 9,25%, þrátt fyrir að þeir hafi ekki haft áhrif á verðbólguna sem er viðvarandi há.
Birgir Loftsson, 20.8.2024 kl. 10:10
Verðbólgan á Íslandi í dag er 6,3%, samkvæmt nýjustu mælingum fyrir ágúst 2024. Þetta er aukning frá 5,8% í júlí, þrátt fyrir að margir hafi spáð því að hún myndi haldast stöðug eða jafnvel lækka. Þessi hækkun hefur komið á óvart, en þó er von á að verðbólgan fari smám saman að hjaðna á næstu mánuðum segir Mbl.
Birgir Loftsson, 20.8.2024 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.