Píratar og VG gefa hagsmuni almennings langt nef?

Þegar stjórnmálaflokkar halda flokksfundi eða forvígismenn þeirra tala opinberlega, þá má sjá áherslur þeirra, hvað það er sem skiptir þá mestu máli hverju sinni.

Og hvað er það sem skiptir Pírata mestu máli? Þeir hafa nú um þessar mundir miklar áhyggjur af byssukaupum lögreglunnar sem hún stóð í er leiðtogafundur var hér um árið.  Enn er verið fárviðrast um baunabyssu kaup hennar. Já, þetta eru baunabyssur, ekki alvöru vopnakaup og örugglega ekki merki um vígvæðingu á neinn hátt. Það er frumskylda lögreglunnar að geta verndað borgaranna og sig sjálfa gegn hættulegum glæpamönnum eða jafnvel hugsanlega hryðjuverkamenn með skotvopnum. Skotvopn hafa verið til á Íslandi síðan á 15. öld og eru ekkert að fara að hverfa.

Almenningur hefur yfir að ráða töluverðu magni af skotvopnum. Á Íslandi eru skráð skotvopn nokkuð algeng, þó að nákvæm tala geti verið breytileg eftir því sem ný gögn eru uppfærð. Samkvæmt upplýsingum frá skráningarkerfi skotvopna á Íslandi, sem lögreglan heldur utan um, voru í kringum 80.000 til 90.000 skráð skotvopn á Íslandi árið 2023. Flest þessara vopna eru veiðirifflar, haglabyssur og skotbyssur sem eru notaðar í íþróttaskotfimi og veiði. Svo eru það hin vopnin sem eru óskráð og í fórum glæpamanna.

Hvað annað sem Píratar hafa áhyggjur af, er erfitt að segja, fer eftir hvaða þingmaður þeirra talar hverju sinni.

Og hvað er það sem VG hafa mestar áhyggjur af í dag? Í frétt Mbl. segir: "Álykt­un VG vakti at­hygli fyrr í dag en í henni er einnig for­dæmd ákvörðun Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­sæt­is­ráðherra og fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, um að frysta tíma­bundið greiðslur til Palestínuflótta­mannaaðstoðar Sam­einuðu þjóðanna (UN­RWA)."

Vilja gera getnaðarvarnir fríar fyrir ungt fólk

VG hafa sem sagt meiri áhyggjur af greiðslum til samtaka sem sannast hafa haft hryðjuverkamenn innanborðs en íslenskra umbjóðenda sinna. A.m.k. 15 starfsmenn hennar tóku þátt í árásinni á Ísrael 7. október og þess vegna var greiðslum til stofnuninnar frestað. Stofnunin hefur heldur ekki staðið sig í að dreifa matvælum til hungraðra Gaza búa. 

Hverjar eru aðrar áherslur VG? Jú, það á að úthluta "ókeypis" getnaðarvörnum til ungs fólks (fæðingar kvenna innan tvítugs eru orðnar mjög sjaldgæfar) og máltíðir framhaldsskólanema verði "ókeypis". Það er bara ekkert ókeypis til í dag. Meira segja loftið gengur sölum og kaupum. Peningarnir koma úr vösum skattgreiðenda. Og VG vilja ekki lagfæra útlendingalögin og breytingar á þeim, er varða brottvísun erlendra glæpamanna af landinu! Vilja VG fá slíka menn inn á sitt heimili? Eigum við að sitja uppi með stórhættulega glæpamenn vegna brotalama í útlendingalögum? Bara hugsað um að kaupa atkvæði á kostnað skattgreiðenda.

Þarna eru þessir tveir vinstri flokkar að festa sig í smáatriðum sem skipta ekki máli hvað varðar heildarmyndina og hagsmuni almennings. Hvar eru áhyggjurnar þeirra af háum stýrivöxtum sem eru að sliga heimilin og fyrirtæki? Þeir hafa staðið í 9,25% í eitt ár og hafa ekki haft nein áhrif á verðbólguna sem lifir sínu eigið lífi. Í næstu grein verður fjallað um hugsanlegt gagnleysi stýrisvextina á gengi verðbólgunnar. Talandi ekki um hátt matvælaverð og íbúðaskorts.

Helsti efnahagsvandi þjóðarinnar, sem Píratar og VG ættu að hafa mestu áhyggjur af, er skuldasöfnun ríkis og sveitafélaga. Samin eru ríkisfjárlög árlega en eyðsla framkvæmdarvaldsins er svo mikil að aukafjárlög þarf iðulega til að stoppa í gatið. Þetta er prímus mótor verðbólgu á Íslandi.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum, eru opinber útgjöld á Íslandi, sem innihalda bæði útgjöld ríkisins og sveitarfélaga, um 45-50% af VLF. Þetta er í samræmi við flest önnur norræn ríki þar sem hið opinbera hefur einnig mikil umsvif.  Það skiptir því gífurlega miklu máli að hið opinbera eyði ekki um efnum fram.  Annað sem hefur líka mikil áhrif á verðbólgu er fákeppnin á innanlandsmarkaðinum.

Fákeppnin er hreinlega alls staðar. Í skipaflutningum, tryggingum, á matvörumarkaðinum, bankakerfinu, eldsneytismarkaðinum, í heildsölu o.s.frv.  Sjá má nýlegt dæmi um svigrúmið til lækkunnar er lágvöruverslunin Prís opnaði. Þrátt fyrir að fá engan afslátt eins og aðrar "lágvöru"verslanir, geta þeir boðið upp á lægra verð. Hvers vegna? Jú, Bónus, Krónan eða Costco eru engar lágvöru verslanir, heldur miða sitt verð við verð keppinautanna, ekki mesta mögulega lægsta verðið!

Svona er Ísland illa stjórnað í dag. Það er bara eytt fé í gæluverkefni, skattar hækkaðir og álagning lögð á, bara vegna þess að hið opinbera og stórfyrirtækin geta farið óáreitt í vasa skattgreiðenda...endalaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Ég held við þurfum ekki að hafa áhyggjur af VG. Þetta er bara kosningabrella hjá þeim. Þessi flokkur þurrkast út við næstu kosningar vonandi Píratar líka 

Haraldur G Borgfjörð, 19.8.2024 kl. 10:42

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Haraldur, já það má senda þeim í VG kveðjur á leið þeirra út! Píratar hafa aldrei verið í stjórn, og því helst fylgi þeirra það sama. Þeir eru örugglega ekki stjórntækir en ef þeir passa sig á að vera utan ríkisstjórn, haldast þeir inni á þingi og gera ekki neitt.

Birgir Loftsson, 19.8.2024 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband