Mikil ógæfa hefur verið fyrir þjóðkirkjuna er að til forystu hefur valist einstaklingar sem hafa ekki reynst vera leiðtogar, með undantekningum þó. Kirkjan reyndi að skipta um gír með að skipta um kyn á biskupi en kynferði skiptir ekki sköpum ef sá einstaklingur sem velst í biskupsstólinn er ekki leiðtogi.
Fráfarandi biskup sem er kona, kom ekki ró á starfsemi kirkjunnar og deilur héldu áfram og hún flæktist í vandasöm mál. Hún því hreinlega hrökklaðist úr starfi og við er tekin önnur kona. Engin reynsla er komin á hana en miðað við hverngi hún tók á nýjasta vandamálinu sem er í raun stórmál, en það er kirkjugarðsmálið, byrjaði hún ekki vel í starfi. Ámátleg mótmæli heyrðist frá henni en hún virðist ekki ætla að taka hart á málinu.
Það er nú þannig að klerkar sinna ekki bara lifendur, heldur líka látna, eru sálusorgarar og sáluhirðar. Þeim ber því að vernda allar sálir. Það er því vont mál að enginn skuli verja látna sem í góðri trú, létu jarða sig í vígri jörð sem kirkjugarður er. Núna á að láta þá liggja í minningarreiti, rétt eins og minningarskildir eru settir fyrir minningu um einhver atburð.
Getur stjórn Kirkjugarða upp á sitt eins dæmi, skipt út krossinn og nafn og sett inn laufblað og nýtt heiti? Hvað með kirkjuna? Hefur hún ekkert að segja? Er þetta gert með blessun borgarstjórnar Reykjavíkur? Án umræðu í þjóðfélaginu?
Á vef Kirkjugarða Reykjavíkur segir: "Kirkjugarðar Reykjavíkur eru sjálfseignarstofnun sem þjónustar sveitarfélögin Reykjavík, Kópavog og Seltjarnarnes." En geta þeir í krafti þess, að skjólstæðingar þeirra geta ekki mótmælt, bara ákveðið sí svona að breyta þessu? Hvað næst? Breyta kirkjugörðunum í skemmtigarða? Ingvar Stefánsson, framkvæmdarstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur "...tekur fram að kirkjugarðar séu almenningsgarðar þar sem allir séu velkomnir;".
Hugmyndir um að hætta að nota orðið kirkjugarður og krossinn fjarlægður
Ef stjórn kirkjugarða vill skipta um einkennismerki, og hefur þegar gert það, og hugtakinu "kirkjugarðar" síðar, er þá ekki alveg eins gott að skipta um heiti á sjálfseignarstofnunni og hætta að kalla hana "Kirkjugarðar Reykjarvíkur"? "Minningarfélag Reykjavíkur" kemur fyrst upp í huga í staðinn.
Margir Íslendingar kjósa að liggja í kirkjugarði og e.t.v. verða kristnir menn að leggja drög að því að stofna til sérstaka kirkjugarða, þar sem þeir fá að liggja í friði fyrir Reykjavíkurborg eða undirstofnunum hennar.
En vandi kirkjunnar er stærri en bara kirkjugarðsmál. Það er hin almenna stefna sem hún hefur tekið í þjóðfélaginu. Hún virðist vera tilbúin að hoppa á næsta vagn í tískusveifum samfélagsins í stað þess að vera stoð í síbreytilegum heimi. Taka breytingum hægt. Kaþólska kirkjan er algjör andstæða mótmælendakirkjunni að þessu leiti, kannski of íhaldssöm? En a.m.k. er hægt að treysta að skoðanir hennar sveiflast ekki með vindinum hverju sinni.
En það má gera breytingar á þjóðkirkjunni. Messuformið er t.d. ævagamalt og hentar e.t.v. ekki nútímafólki. Þótt það hafi fækkað mikið í þjóðkirkjunni, hefur kristnu fólki kannski ekki fækkað í takt við það. Margt kýs að vera utan trúfélag en margir skipta í aðra kristna söfnuði. Það sækir þangað, t.d. fríkirkjur, í Veginn, Íslenska Kristkirkjan, Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi o.s.frv. Þar er kirkjustarfið öðruvísi, meira fjör og gaman. Sumir hafa frábæra predikara. Umgjörðin má breytast en boðskapurinn ekki.
Sjálfum finnst bloggritara gaman að hlusta á Frank Turek sem svarar spurningum sem hvíla á fólki og rökræðir við fólk af öðrum trúarbrögðum. Kristnin er nefnilega líka háspeki og getur svarað heimspekileg álitaefni. Frank Turek
Með þessu áframhaldi heldur sú þróun áfram að það kvartnast úr þjóðkirkjunni og fólk leiti að svörum við lífsgátunni í smærri söfnuðum. Það er nánast öruggt að svo verði á meðan þjóðkirkjan er leiðtoga laus.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Trúmál, Trúmál og siðferði | 16.8.2024 | 10:45 (breytt kl. 16:21) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Nýi biskupinn að standa í ístaðið eftir allt saman? https://www.visir.is/g/20242608369d/-mer-ad-maeta-ef-krossar-yrdu-fjar-laegdir
Birgir Loftsson, 16.8.2024 kl. 11:34
Held að enginn sem hefur völd geri eitthvað....
Birgir Loftsson, 16.8.2024 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.