Heimssjá dagsins - heimurinn bíður og Ísland líka

Það er biðstaða alls staðar, hvar sem litið er á heimsmálin. 

Úkraínumenn og Rússar eru að bíða eftir niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum, því þær skipta máli hvort samð verður um frið næsta misseri. Ef Trump kemst til valda, verður samið um frið en ef Harris kemst til valda, mun djúpríkið í Bandaríkjunum halda áfram að styðja Úkraínumenn. Hætta er á að Úkraínu verði skipt í tvennt varanlega. Pútín styður Trump á bakvið tjöldin, en Kínverjar og Íranir eru að reyna að eyðileggja framboð hans með hakki. Kínverjar óttast verndartolla stefnu Trumps en Íranir efnahagsþvinganir og Bandaríkjamenn styðji loftárásir Ísraela á kjarnorkuver landsins.

Harris skiptir ekki máli í neinum málum, hún hefur ekki það sem til þarf að vera leiðtogi. Hún getur orðið forseti, en enginn leiðtogi. Í raun tekur stjórnleysi við, wokismi, ofur skattlagning og ríkisafskipti, opin landamæri áfram og reynt að leyfa ólöglega innflytjendur að fá kosningarétt til að kjósa Demókrata.

Og það sem verra er, ef hún kemst til valda, fer allt í bál og brand í Miðausturlöndum, því að hún heldur áfram stefnu Biden/Harris í málefnum svæðisins, og hvað hefur hún leitt til? Miðausturlönd eru orðin að púðurtunnu, Íran heldur áfram sínu striki og ISIS í Afganistan, sem Biden missti og þar með álit Bandaríkjanna, hótar að færa starfsemi sína yfir landamæri til nágrannaríkja.

Ísraelar bíða eftir árás Írans.  Öll merki eru um að árásin komi fljótlega. Hezbollah hefur yfirgefið höfuðstöðvar sínar í Beirút, Bandaríkjamenn hafa sent flotadeildir með 90 herskip, flugmóðuskip og kafbáta til svæðisins og það sem meira er, Ísraelsher er að undirbúa innrás í Líbanon með öllum þeim skelfingum sem því fylgir fyrir almenna íbúa. Pólitísk skilaboð hafa ekki fylgt hervæðingu Bandaríkjanna, Biden segir ekkert við Írani, hendur af eða....Íranir halda því áfram sínu striki. Þeir hafa fimm mánaða glugga ásamt öðrum harðstjórnaríkjum til að leyfa villtustu drauma sína rætast áður en vondi karlinn Trump sest hugsanlega aftur í forsetastólinn.

Það fréttist seinast af Biden í Delaware á sólarströnd, í fríi. Biden verður "lame duck" forseti í fimm mánuði, engir talar við hann, eða jafnvel hugsar um hann en hann er samt ennþá forseti Bandaríkjanna. Sum sé, kafteininn liggur í koju meðvitundarlaus á meðan skipið siglir í strand á sjálfstýringu. Efnahagurinn er kominn í niðursveifu og stutt í efnahagskreppu. Hver stjórnar Bandaríkin dags daga?

Af heimastöðvum er það frétta að fólk bíður eftir að Alþingi komi saman á nýju. Stóra spurningin er, mun ríkisstjórnin springa á haustmánuðum eða lifa til vors? Límið í stjórninni, Katrín Jakobsdóttir, er farin og fylgið með í ruslflokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að grafa eigin gröf með elítuforystu sína sem hefur ekki hlustað á grasrótina síðan 2015 en þá hætti hún að hlusta á hinn almenna Sjálfstæðismann sem ákvað í staðinn að taka sitt hafurtask og yfirgefa flokkinn, því flokkurinn yfirgaf hann.

Píratar halda áfram að vera óstjórnhæfir og spurningin er, hvað eru kjósendur flokksins að sækjast eftir hjá flokknum? Hann hefur reynst vera stækur vinstri öfgaflokkur, á móti allt og öllu en getur samt aldrei tekið ákvarðanir sjálfur. Af hverju? Jú, strútúrinn á flokknum er þannig að það er enginn raunverulegur formaður og stefnan hverju sinni fer eftir því hverjir eru í þingmannahópnum hverju sinni. Hvernig getur slíkur flokkur sitið í ríkisstjórn? Aðrir flokkar, Viðreisn og Framsókn eru þarna...einhvers staðar en það heyrist við og við í Flokk fólksins.

Það stefnir í sömu kosningaúrslit og á Bretlandi. Samfylkingin vinnur næstu kosningar líkt og Verkamannaflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð líkt og Íhaldsflokkurinn og Miðflokkurinn vinnur kosningasigur líkt og UK Reform, báðir tiltölulega nýlegir flokkar með sjarmandi leiðtoga við stjórnvölinn en stefnufastir. Kjósendur kunna að meta það. UK Reform og Miðflokkurinn hafa reynst skeinuhættir stjórnarandstöðuflokkar og væru öflugir stjórnarflokkar ef þeir kæmust til valda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband