Of mikið af lögum og reglugerðum á Íslandi?

Bloggritari hefur boðað hér á blogginu harða andstöðu við reglugerðafargann, sérstaklega á vettvangi atvinnulífsins. Reglugerðir þrengja að umsvifum fyrirtækja og kröfur eftirlitsaðila eru oft óraunhæfar. Af þessu hlýst kostnaður sem að sjálfsögðu er velt yfir á neytendur. En reglugerðafarganið nær ekki aðeins til atvinnulífsins, heldur öll svið íslenskt samfélags. Kíkjum aðeins á sögu laga og reglugerða á Íslandi.

Það hefur runnið mikið vatn til sjávar síðan Grágás og síðan Járnsíða/Jónsbók voru aðal lög Íslendinga. Kristinn réttur var svo lög sérstaklega ætluð kirkjunni. Lög urðu meira formlegri með tilkomu ríkisvalds á Íslandi 1262. Íslendingar urðu því að breyta Grágásarlögum sem miðuðust við þjóðveldi, ekki við furstaveldi. Járnsíða kom 1271 en vegna þess að hún byggði að mestu á norskum lögum, vildu Íslendingar breytingar sem og þeir fengu með Jónsbók (1281)  og var í notkun í margar aldir. Jónsbók var upphaflega norsk lögbók, en var aðlöguð að íslenskum aðstæðum. Hún innihélt reglur um flest svið lífsins, frá landbúnaði til eignarréttar, og varð grunnurinn að íslenskum rétti næstu aldirnar.

Allar breytingar sem síðan voru á gerðar á íslenskum lögum  miðöldum voru kallaðar réttarbætur. Réttarbætur voru lögfestar breytingar eða viðbætur við gildandi lög og voru samþykktar á Alþingi. Þetta fyrirkomulag var mikilvægt til að laga og uppfæra lögin með tilliti til breyttra aðstæðna og þarfa samfélagsins. Réttarbætur gátu falið í sér bæði smávægilegar breytingar á einstökum lögum og umfangsmeiri lagabreytingar.

Sum sé, lagabreytingar á Íslandi voru tiltölulega fáar fram til 1662 er íslensk lög gildu. Sem kannski er skiljanlegt miðað við að þjóðfélagið var kyrrstætt, fáar breytingar á því þar til 1662 er staða Íslands breyttist formlega.

Þegar einveldi var komið á Íslandi árið 1662, urðu nokkrar mikilvægar breytingar á íslenskum lögum og stjórnskipan. Með einveldisstofnuninni varð konungurinn æðsti löggjafi, og íslensk lög og réttur tóku verulegum breytingum til að samræmast danska einveldinu.

Í heildina leiddu breytingarnar, sem fylgdu einveldisstofnuninni, til meiri miðstýringar, minnkaðs sjálfstæðis Íslands og aukinna áhrifa konungs og danskra laga á íslenskt samfélag og löggjöf. Alþingi var nú aðeins skuggamynd af fyrri hlutverki sínu og íslensk lög og réttur voru undir stjórn danskra yfirvalda.

Næsta bylting varð þegar Íslendingar fengu stjórnarskrá 1874 sem markaði mikilvæg tímamót í sögu Íslands og kom með margvíslegar breytingar sem höfðu áhrif á stjórnskipan og sjálfstæði landsins. Stjórnarskráin, sem formlega var kölluð "Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands", var fyrsta stjórnarskráin sem var sérstaklega samin fyrir Ísland, og hún veitti landinu aukið sjálfstæði innan danska konungsríkisins.

Þar með voru Íslendingar með eigin stjórnarskrá og Alþingi komnið með puttana við gerð laga og reglugerða. Íslensk lög voru samin fyrir íslenskar aðstæður en lagagerðin var í hófi enda lagavald Alþingis takmarkað. Svo kom ráðherravaldið til Íslands árið 1904 með heimastjórninni, sem var sett á þann 1. febrúar sama ár. Þá fékk Ísland sinn fyrsta íslenska ráðherra, Hannes Hafstein, sem var skipaður ráðherra Íslands af konungi. Þar með opnaðist leið fyrir aðra gerð af stjórntæki en lög, en það eru reglugerðir.

Þar sem margir þekkja ekki muninn á lögum og reglugerðum, kemur hér smá skýring. Reglugerðir eru stjórnvaldsfyrirmæli sem sett eru af framkvæmdarvaldinu, yfirleitt ráðherrum, til að útfæra nánar og framfylgja ákvæðum í lögum. Þarna eru Íslendingar komnir í djúpa gryfju. Vegna þess að framkvæmdarvaldið - ráðherravaldið, er of öflugt miðað við löggjafarvaldið, hafa ráðherrar rúmt vald til að setja reglurgerðir í tengslum við lög.

Árið 1930 voru þrjú ráðuneyti í stjórnarráðinu. Stjórnarráðið (Forsætisráðuneytið), Dóms- og kirkjumálaráðuneytið og Atvinnu- og samgönguráðuneytið. Árið 1930 var heildarfjöldi starfsmanna í ráðuneytunum mjög lítill miðað við nútímann. Samkvæmt upplýsingum frá þessum tíma störfuðu um 30–40 manns í Stjórnarráðinu og ráðuneytum þess. Þetta endurspeglar mun minni stjórnsýslu og einfaldari skipulag samanborið við það sem er í dag.

Í dag eru ráðuneytin orðin tólf og heildarfjöldi starfsmanna í ráðuneytum á Íslandi er á bilinu 2.000 til 2.500 manns, en þessi tala getur verið breytileg eftir tímum og breytingum á stjórnsýslu. Fjöldinn inniheldur ekki aðeins þá sem starfa beint í ráðuneytunum, heldur einnig aðra tengda starfsemi og stofnanir sem heyra undir ráðuneytin.

Þetta endurspeglar stóraukna umfang stjórnsýslu og flóknari verkefni samanborið við árið 1930, þegar aðeins voru til þrjú ráðuneyti með mun færri starfsmönnum.  En hér komin við að kjarnanum. Allt þetta starfsfólk þarf að hafa eitthvað að gera og lögfræðingar ráðuneytina hafa verið duglegir að útunga reglugerðir í stórum stíl.

En lögfræðingar ráðuneytanna komast samt ekki í hálfkvist við reglugerðafarganið sem framleitt er af ESB og er innleitt inn í íslenska löggjöf á færibandi í gegnum EES. Heil deild innan Utanríkisráðuneytisins, þýðingadeild, vinnur allt árið um kring við að þýða evrópskar reglugerðir og þaðan eru þær sendar til Alþingis sem undantekningalaust stimplar allt sem kemur frá ESB. Alveg sama hversu fáránlegar reglugerðirnar eru, þær eru "vottaðar" og "undirritaðar" af löggjafasamkundu Íslands, Alþingi.

En hversu umfangsmikil er reglugerðin sem kemur í gegnum EES? Ísland hefur að meðaltali um 250 til 300 EES-réttargerðir sem hafa verið samþættar árlega á undanförnum árum. Hins vegar,  getur þessi tala verið hærri, sérstaklega ef það er mikið magn af nýjum ESB reglugerðum sem þarf að samþykkja. Og er nokkur búinn að gleyma bókun 35? Sem setur evrópska reglugerð höfuð hærri en íslensk lög?

Er ekki aðeins kominn tími á að vanda betur til verka við gerð laga og reglugerða, hafa þetta í hófi og síðan en ekki síst að vera duglegt að nema úr gildi úreld lög?

Að lokum. Lífið er fjölbreytilegra og flóknara en svo að hægt er að setja lög um allan skapaðan hlut. "Oflög" geta sett þjóðfélagið í spennitreyju, heft athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja. Miðstýring samfélaga, eins og í kommúnistaríkum og harðstjórnarríkjum, hafa aðeins leitt til óhamingju og helsis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband