"Ef svo fer að Donald Trump forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, sem ekki hefur mikið álit á NATO, verði forseti má gera ráð fyrir að NATO sé mögulega búið að vera og Evrópa er ekki undirbúin á neinn hátt undir þá stöðu. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra, formaður Alþýðuflokksins og sendiherra en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í Síðdegisútvarpinu."
Sjá slóð: Evrópa ekki tilbúin með varnir líði NATO undir lok
Þetta er dæmigert hjal stjórnmálamanns sem þekkir ekkert til hermála. Það er eins og samskipti Bandaríkjanna við NATÓ sé einhliða, Bandaríkjamenn borgi reikninganna og útvegi hermenn til varnar í Evrópu. Það er rétt, en bara vegna þess að Evrópuríki hafa komist upp með að vanrækja varnarskyldur sínar, þar á meðal Ísland. Evrópumenn eru með eigin heri og varnarkerfi sem eru samrænd undir eina stjórn.
Peningamaðurinn Trump var nóg boðið hvernig Evrópuríki höguðu sér (höfðu samþykkt 2014 hækka framlögin í 2% fyrir 2024 en ekki staðið við það) og beitti þvingunum til að láta þau borga meira. Það virkaði og ekki hefði ekki mátt gerast síðar, í ljósi stríðsins í Úkraínu.
NATÓ er ekki meira lífvana í dag en að það bættust nýverið tvö öflug herveldi, Svíþjóð og Finnland, í bandalagið. Og flest ríkin eru komin upp í 2% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Ekki Ísland, sem ver prósentubroti (ekki eitt prósent, heldur brot úr prósenti) í varnarmál.
Ekki má gleyma að Bandaríkin þurfa jafnmikið á NATÓ að halda og NATÓ þarf á Bandaríkin. Aðildarríkin eru 32 talsins og þau eru bandamenn Bandaríkjanna. Í dag eiga Bandaríkin ekki marga vini í heiminum en NATÓ er haukur í horni fyrir þau. Fyrsta varnarlína landsins liggur í Evrópu og er Ísland þar á meðal. Evrópa er nauðsynleg fyrir heimavarnir Bandaríkjanna.
Jón ræddi Evrópuher og taldi stofnun slíks fæddan andvana. Það er rétt, enda óþarfi í ljósi þess að NATÓ er Evrópuher! Bandaríkin og Kanada eru í bandalaginu en rest eru Evrópuríki. Nánast öll Evrópa er komin undir regnhlíf bandalagsins, aðeins Úkraína, Hvíta Rússland, Moldóvía, Kýpur, Austurríki, Írland og Malta ásamt örríkjum eru ekki í bandalaginu en þau eru samt í "samstarfi NATÓ fyrir frið" nema Kýpur og Úkraína, Hvíta Rússland, Moldóvía og Rússland. Sviss er náttúrulega utan allt! Það eru aðrar smáþjóðir sem eru ekki í bandalaginu en njóta óbeint verndar þess.
Hér er listi Evrópuþjóða sem eru ekki í NATÓ: Andorra, Armenía, Austurríki, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússland, Bosnía og Hersegóvína, Kýpur, Georgía, Írland, Kosovo, Liechtenstein, Malta, Moldóva, Mónakó, Rússland, San Marínó, Serbía, Sviss, Úkraína og Vatíkanið. Allt eru þetta jaðarríki, óvinaríki, örríki eða eiga sér sögu um átök sem koma í veg fyrir þau geti gengið í NATÓ.
En Jón Baldvin hefur rétt fyrir sér um andvaraleysi Evrópuþjóða í gegnum tíðina. En það er liðin saga. Allar Evrópuþjóðir eru að vígbúast, NATÓ stenur föstum fótum og Trump er ekki að leggja niður bandalagið. Jafnvel þótt Bandaríkin myndu ganga úr bandalaginu (og fremja þar með mestu mistök sín í utanríkismálum frá upphafi), myndi það lifa það af. Hjörðin veit að hún á besta möguleika á að lifa af, ef hún heldur sig saman, þótt forystukindin er horfin á braut.
Annað sem er meira áhyggjuefni. Fyrir Íslendinga er áhyggjuefni ef Bandaríkin geti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart varnarsamningum frá 1951. Er það mögulegt að Bandaríkin komi Ísland ekki til varnar á ófriðartímum? Hljómar ósennilegt, en þó ekki. Hvað segir sagan? Árið 2006 stóðu Bandaríkin í tveimur stríðum, bæði gegn veikum andstæðingum. Skæruliðahernaður í Afganistan og í raun einnig í Írak eftir stutt stríð. Engin stórveldi að eiga við. En samt áttu Bandaríkin í vök að verjast.
Það reyndi á allan herafla Bandaríkjanna í þessum átökum. Kallaðar voru út varasveitir (sjá liðhlaup varaforsetaefni Kamala Harris, Tim Walz sem forðaðist sér úr hernum 2005 er kalla átti út herdeild hans sem er varalið). Svo aðþrengdir voru þeir, að þeir byrjuðu að afturkalla þyrlusveitina á Keflavíkurflugvelli en síðan kvöddu þeir einhliða Íslands með því að draga allt herlið frá Íslandi 2006. Það þótt íslenskir ráðamenn væru á hnjánum grátbiðjandi um að Bandaríkjaher færi ekki. Bandarískir hershöfðingjar hafa nagað sig í handarböndin allar götur síðar og viljað aftur fasta viðveru.
Það var nefnileg engin herfræðileg rök fyrir lokun herstöðvarinnar. Hún var eftir sem mjög mikilvæg í varnarkeðju NATÓ, staðsett í miðju GIUK hliðsins. Hagsmunir Bandaríkjanna voru teknir fram yfir hagsmuni Íslands og NATÓ alls.
Síðan 2006 hefur Bandaríkjaher hnignað umtalsvert. Það skortir bæði fjármagn og hermenn (síðast vantaði 48 þúsund upp í kvótann). Herfræðingar segja og stríðslíkön taka undir, líklega myndi bandaríski flotinn tapa orrustunni um Taívan ef Kína skyldi ákveða að taka eyjuna yfir. Bandaríkin geta ekki lengur háð tvö stríð í einu. Nóg er til af öflugum óvinum, Rússland, Kína, Íran, Norður-Kórea og allt líklega kjarnorkuveldi!
Eftir stendur Ísland berskjaldað, líkt og Bretland 410 e. Kr., er rómverski herinn yfirgaf landið einhliða og kom aldrei aftur. Engir heimamenn voru hermenn og landið berskjaldað fyrir innrásir Engilsaxa.
Hvað gera íslenskir bændur þá? Hefur Þjóðaröryggisráð Íslands tekið þá sviðsmynd inn í dæmið? Er Ísland tilbúið undir alheimsátök? Eru til næg matvæli, lyf, varahlutir o.s.frv.? Kannski er lágmarks viðbúnaður að koma sér upp heimavarnarlið? Hafa einhvern grunn að byggja á, ef í harðbakkann slær.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Stríð | 10.8.2024 | 09:38 (breytt kl. 22:03) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Hér kemur þú inná mikilvægan punkt.
Ekki er útilokað að við þurfum að hræðast þrátt fyrir að vera í NATÓ.
Það hefur sýnt sig að skuldbindingar NATÓ eru dálítið uppá punt. Því er mögulegt að misbrestur verði á vörnum frá USA eða öðrum verði á Ísland ráðizt.
Þú endar pistilinn á mikilvægum nótum. Við þurfum okkar eigin her, íslenzkan her eins og Björn Bjarnason hefur haldið fram. Það myndi einnig gera okkur meira gildandi í augum útlendinga, og HVETJA þá til að taka skuldbindingar gagnvart okkur alvarlega í gegnum NATÓ.
En hvað má um NATÓ segja og tilvist þess? Hefur Jón Baldvin rétt fyrir sér?
Er NATÓ bandarískur einkaher eða varnarbandalag Evrópu?
Eftir því sem hátæknihernaði vindur fram þá verður hnignun í almennum og hefðbundnum hernaði. Gunnar Rögnvaldsson hefur talsvert skrifað um þetta, mjög góða pistla.
Þannig má segja að dugnaður og kjarkur bandarískra eða evrópskra hermanna sé aðeins brot af því sem var á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, til dæmis. Það sama á við um Rússland og Úkraínu.
Það segir manni annað, að vel skipulögð og hátæknileg árás gæti skilað mun meiri árangri en maður gæti búizt við fyrirfram. Tölvuárás til dæmis gæti lagt stóran hluta herliðs einhvers lands í rúst, og í bland við hefðbundinn hernað yrði útkoman ægileg.
Ég er viss um að bæði Rússar og Bandaríkjamenn hafa hugleitt þetta og eru með deildir sem skipuleggja sóknir og varnir í svona stríðum.
Kannski er NATÓ Bandaríkjamönnum fjötur um fót. Bæði fjárhagslega og ábyrgðarlega. Heimsmyndin er orðin svo flókin, og þeir hræðast Kína og Norður Kóreu, frekar en kaldastríðsógnina frá Rússum.
Ógnin frá Rússum er án efa móðursýki hrein og klár í Svíum og mörgum öðrum þjóðum. Það sem ógnar þessum Evrópuþjóðum eru hryðjuverkaógnir innanlands bæði vegna aðfluttra og innfæddra og þesskonar hryðjuverk, eða upplausn og borgarastyrjaldir vegna hnignunar og átaka innanlands.
Ég vil frekar að Ísland eignist eigin her, eða geri varnarsamstarf við norrænt ríki eins og Danmörku sem dugar, þar sem meira er um samstarf og traust, og ekki er undir því komið hvaða pólitíkusar eru við völd í USA.
Stórt bandalag eins og NATÓ er hætt við spillingu, að þar séu margar deildir sem stefni í sitthvora áttina, að peningar fari í annað en ætlað er, og svo framvegis.
Ingólfur Sigurðsson, 10.8.2024 kl. 15:07
Sæll Ingólfur og takk fyrir innleggið. Spurningin er, hvers vegna varð (borg)ríkið til fyrir 8000 þúsund árum og hver var/er meginhlutverk þess?
Jú, einstaklingar afsala sér frelsi sitt til ríkisins (m.a. vopnbeitingu) og fá í staðinn her (ytri varnir ríkisins) og lögreglu (innri varnir). Fyrir verndin borgaði fólk skatta. Bæta má þriðja hlutverkið við, en það er yfirumsjón trúarbragða. Sama gerðist á Íslandi 1262.
Íslenska ríkið hefur fallið á grunn hlutverki sínu, ytri varnir eða réttara sagt, úthýst það til erlends ríkis. En eins og sagan kennir okkur, falla hagsmunir okkar ekki alltaf saman við hagsmuni verndarríkisins, Bandaríkin. Bandarískir hershöfðingjar hugsa kannski í stríð, við erum á undanhaldi, látum Keflavíkur herstöðina falla og ....drögu varnarlínuna annars staðar.
Það myndi aldrei gerast ef við hefðum varnarlið á landinu. Lágmark mannskapur er undirherfylki (e. company) 200-250 manns. Gæti verið eins og Þjóðvarðlið Bandaríkjanna og getum kallað það heimavarnarlið Íslands; starfrækt tvo mánuði á ári, en foringjaliðið eru atvinnuhermenn. Kostar ekki mikið (innan við milljarður) og mun ódýrara en hugmynd Arnórs Sigurjónssonar sem er smáher með 1000 manna atvinnaher eða á stærð á við fylki (e. Battalion). Við getum eiginlega haftsama rekstraform og er á skátunum.Í öllum Evrópuríkjum (nema Íslandi) eru starfrækt heimavarnarlið sem eru ekki bara varnarsveitir, heldur einnig hjálasveitir eins og skátarnir gegna í dag.
Sjálfur er ég hlyntur stöðunni eins og hún er í dag. Hlaupandi hersveitir (flugsveitir) gista í nokkra mánuði á ári og svo er skipt um. Hins vegar væri íslenska varnarliðið alltaf til staðar.
Og nóta bene, alveg sama hversu öflug tæknin er, þá þarf alltaf "stígvél á jörðu", til að hernema. Það breytist ekki.
Birgir Loftsson, 10.8.2024 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.