Þetta er ekki fræðileg spurning, heldur kaldur veruleiki í íslensku atvinnulífi. Segjum svo að fyrirtækið X vantar stjórnarmann í stjórn fyrirtækisins, sem nóta bene er einkafyrirtæki. Fyrir eru þrír stjórnarmenn, allir karlar en einn er að hætta.
Umsækjendur A og C eru karlar en umsækjandi B er kona. Öll eru þau viðskiptafræðimennuð, með svipuðan bakgrunn og svipuðum aldri. Ef eitthvað er, þá er umsækjandi C með lengsta starfsaldur. Valið er auðvelt, en er í raun ekkert val, einkafyrirtækið þarf að velja konuna. Fyrirtækið þarf að uppfylla kynjakvóta og þar sem fyrir eru tveir karlar í stjórninni, verður konan fyrir valinu og eigandinn hefur ekkert um það að segja. Þetta er þó hans eign og áhætta og hann hefði frekar viljað fá umsækjanda C.
Á vefsetri Jafnréttastofu (hvað skyldu starfsmenn þessarar stofnunnar gera allan daginn?), segir: "Í mars árið 2010 samþykkti Alþingi frumvarp þess efnis að bæði konur og karlar skuli eiga fulltrúa í stjórn einkahlutafélaga og hlutafélaga (Lög um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög nr.2/1995) þar sem fleiri en 50 starfsmenn starfa að jafnaði þegar stjórn er skipuð þremur mönnum, og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal tryggt að hlutfall hvors kyns fyrir sig sé ekki lægra en 40%.
Í maí 2011 samþykkti Alþingi sambærileg lög um kynjakvóta í stjórnum lífeyrissjóða (Lög um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum nr. 122/2011)."
Ef þetta er ekki wokisminn í tærustu mynd, hvað er? Ekki er ráðið eftir hæfileikum heldur hvaða líkamsparta viðkomandi hefur. Hvað kemur ríkinu við hvað einstaklingar með eigin rekstur gerir? Hann hefur bara eitt markmið og það er að hámarka arðinn af rekstri fyrirtækisins. Hann ræður þann hæfasta, sem getur verið kona eða karl, skiptir engu máli, bara að viðkomandi skili inn afköstum.
Það er enginn furða að stórfyrirtæki, sem hafa stórar stjórnir eða stofnanir eru oft illa rekin. Er búið að skipta út stóra bróðir fyrir stóru systur?
Nú er slegist um stöðu forstöðumanns Jafnréttisstofu sem nýverið var auglýst laust. Enn eitt ríkisapparatið sem sýgur til sín fjármagn úr tómum ríkiskassa.
P.S. Það er alveg ótrúlegt jafnaðargeð Íslendinga að láta ríkið stjórna lífinu sínu án þess að segja nokkuð. Þeir sætta sig við hvaða vitleysu boð sem koma frá stjórnvöldum og völd þeirra eru mikil eins og sjá mátti í covid faraldrinum.
Löggjöf um kynjakvóta í stjórnum
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | 9.8.2024 | 11:40 (breytt kl. 11:47) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.