Þróunin í gervigreind - A.I. er á ljóshraða. Undanfari gervigreindarinnar er algóritminn (reiknirit). Hver er munurinn á honum og gervigreind?
Algóritminnn er skref fyrir skref sett af leiðbeiningum eða skilgreint verklag til að leysa vandamál eða framkvæma verkefni. Það er takmörkuð röð vel skilgreindra reglna sem veita lausn á tilteknu vandamáli. Dæmi um þetta er flokkunarreiknirit (eins og QuickSort eða MergeSort), leitarreiknirit (eins og tvíundarleit) og stærðfræðileg reiknirit (eins og Euclidean algrím til að finna stærsta sameiginlega deilann).
Gervigreindin (AI) er þróaðri útgáfa. Gervigreind vísar til breiðari sviðs að búa til vélar eða kerfi sem geta framkvæmt verkefni sem venjulega krefjast mannlegrar upplýsingaöflunar. Gervigreind felur í sér þróun kerfa sem geta lært af gögnum, þekkt mynstur, tekið ákvarðanir og bætt sig með tímanum. Dæmi um þetta er vélræn líkön, náttúruleg málvinnslukerfi, tölvusjónkerfi og sjálfstæðir aðilar.
Bæði "kerfin" eiga það sameiginlegt að mannleg hugsun er upphafið. Bloggritari hefur komist að því að gervigreind eins og ChatGPT er ekki alveg traust heimild og niðurstöður hennar ber að taka með fyrirvara. Hann hefur lagt nokkrar gildrur fyrir hana sem hún féll auðveldlega niður í. Þegar gengið er á hana, biðst hún afsökunar og leiðréttir sig. Eftir á!
Algóritminn er jafn varasamur. Hann fylgist með einstaklinginum 24/7 tímans. Alls staðar þar sem farsíminn er eða tölvu, er einstaklingurinn undir eftirliti....já hverja? Jú, stjórnvalda og tæknifyrirtækja sem selja aðgang að notandum eins og að vænd....
Google er stóri bróðir 2024. Ef þú leitar til dæmis að sólgleraugum þar, veit þú ekki fyrr en sólgleraugna auglýsing poppar upp á skjá þínum. Hvernig vissi gleraugnaframleiðandinn að þú ert að leita að sólgleraugum? Jú, Goggle selur aðgang að þér.
Eins og í úttópunni "1984" á einstaklingurinn ekkert einkalíf um leið og hann stígur fæti út fyrir hús. Jafnvel þótt hann skilji farsímann eftir heima, til að geta farið um eftirlitslaus, þá taka götumyndavélar við og gervihnettir. Og bing....um leið og þú ferð inn í búð, ertu komin(n) á radarinn aftur. Nú eru það kreditkorta fyrirtækin sem fylgjast með þér og bankinn.
Í "1984" var stóri bróðir kominn inn fyrir dyrnar og risastór monitor fylgdist með aðalpersónunni Winston Smith öllum stundum og skammar hann ef hann t.d. gerir ekki morgunæfingarnar eða hlustar á áróðursfréttir dagsins. Er það orðið svo slæmt hjá okkur í dag? Já, það er það. Fólk verður að passa sig á að líma fyrir linsur fartölva og smart sjónvarpa, annars er hætta á að það sem gerist í svefnherberginu falli í rangar hendur. Bóndinn í afdalasveit, getur ekki vænst þess að vera í friði fyrir tækninni, þótt hann ákveði að hafa ekkert rafmagn eða samskiptatækni. Hægt er að fylgjast með honum með gervihnött sem getur séð krónu mynt skýrt.
Google er woke og hlutdræg leitarvél. Nýjasta dæmið er morðtilræðið við Donald Trump. Prófið að setja inn leitarorðin á Google: "assassination attempt on" og leitarniðurstöðurnar skila öll möguleg morðtilræði en við Trump. Teymi Trumps kvartaði yfir þessu, gerði harða hríð að Google og nú birtist leitarniðurstöðu um morðtilræðið á eftir leitarniðurstöður um morðtilræðið við Ronald Reagan. En Google birtir eftir sem áður fjölmiðla andsnúna Trump, svo sem CNN, á fyrst leitarsíðu ef leitað er frétta af karlinum.
Prófum nú leitarorðin á Google: "How many viewers has CNN"? Fyrsta leitarniðurstaða er CNN Press Room (þeir sjálfir). Þar segir: "Samkvæmt Comscore náði CNN til 116 milljóna einstaka gesta í Bandaríkjunum í mars, sem hélt #1 stafrænum fréttavettvangi í meira en átta ár í röð. Forysta CNN í einstökum gestum á undan #2 CBS News er 12,4 milljónir einstakra notenda fyrir mars." og "CNN Ranks in top Most-Watched Networks in All of Cable in March and Q1 2024."
Spyrjum ChatGPT sömu spurningu og svarið er: "Frá og með miðju ári 2024 er áhorf á CNN á bilinu 523.000 til 1,39 milljónir eftir tímarbili og lýðfræði. Á besta tíma nær netið til um 856.000 áhorfenda að meðaltali. Vinsælustu þættirnir á CNN eru meðal annars Anderson Cooper 360° með um það bil 1,25 milljón áhorfendur og The Source með Kaitlan Collins sem laðar að sér yfir 1 milljón áhorfenda."
Auðljóslega er svar ChatGPT betra og endurspeglar hversu mikil hnignun er í gangi á CNN.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Samfélagsmiðlar, Tölvur og tækni | 8.8.2024 | 12:06 (breytt kl. 18:24) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.