Repúblikanar ánægðir með varaforsetaefni Kamala Harris

Demókratar völdu sér varaforsetaefni fyrir Kamala Harris. Sagt er að innsta klíkan innan flokksins stjórnar í raun ferðinni um val á forseta og varaforseta.

Eins og þeir sem fylgjast grannt með, var framin "yfirtaka" fyrir nokkru er Joe Biden var rutt úr vegi er Demókrötum varð ljóst að hann ætti litla möguleika gegn Trump. Hann fékk í raun ekkert val. Búið var að skrúfa fyrir fjármagn til teymis Bidens og talið er að honum hafi verið settir úrslitakostir, annað hvort hættir þú við framboðið eða 25 ákvæði viðaukans við stjórnarskránna virkjaður. 

Biden varð að gefa eftir en hann átti mótspil. Hann gaf Kamala Harris meðmæli sín. Nú var klíkan í vanda. Ætlunin var að hafa prófkjör, eins og Obama lagði til, en nú var það komið út í móann. Klíkan ætlaði sér losa sig við bæði við Harris og Biden, enda þau óvinsælasta forsetapar sögunnar. Hún óvinsælasti varaforseti sögunnar og Biden meðal þeirra óvinsælustu.

Demókratar urðu að fylkja sér á bakvið Harris og hún er nú orðin forsetaefni flokksins með núll prósent umboð almennra flokksmanna. Biden var búinn að tryggja sér 14 milljón atkvæða í prófkjöri Demókrata. Hún hefur ekkert atkvæði á bakvið sig.

Tíminn var of naumur til að fara í aðra hallabyltingu eða standa í innbyrgðis átök í flokknum. Nú hefur óvinsælasti varaforseti sögunnar valið sér varaforsetaefni. Hann heitir Tim Walz og er fulltrúi róttæka arms Demókrataflokksins. Trump skrifaði á samfélagsmiðli sínum: "Thank you" en óhætt er að segja að Repúblikanar séu kampakátir með þetta val.

Valið stóð á milli ríkistjóranna Tim Walz, ríkisstjóri Minnisóta og Josh Sharpiro, ríkisstjóra  Pennsylvaníu. Sharpiro er öflugri stjórnmálamaður en Walz, fulltrúi miðjuafla flokksins og ríkisstjóri ríkis sem getur farið á hvorn veginn í næstu kosningum. Minnisóta er öruggt ríki Demókrata í forsetakosningunum. 

Þetta val kann að þykja óskynsamlegt en er skynsamlegt í augum Demókrata samkvæmt formúlu auðkenndapólitíkur þeirra. Það er nefnilega einn galli á gjöf Njarðar með Sharpiro, hann er gyðingur.  Demókratar reyna allt sem þeir geta til að tryggja atkvæði bandarískra múslima en fjöldi þeirra skagar hátt upp í fjölda gyðinga í landinu. Samkvæmt Wikipedíu er íslam þriðja stærsta trúarbrögð Bandaríkjanna (1,34%), á eftir kristni (67%) og gyðingdómi (2,07%). Manntalið í Bandaríkjunum 2020 áætlaði að 1,34% (eða 4,4 milljónir) af mannfjölda Bandaríkjanna séu múslimar.

Þetta er tvíeggjað sverð, því að gyðingar hafa í gegnum tíðina frekar kosið Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn. Og gyðingar eru valdamiklir innan Demókrataflokksins. Þingmenn af gyðingauppruna á Bandaríkjaþingi eru margir. Frá og með 2023 eru níu öldungadeildarþingmenn gyðinga og 26 gyðingar í fulltrúadeildinni sem starfa á Bandaríkjaþingi. Og talið er að 7,5 milljónir gyðinga séu búsettir í Bandaríkjunum. Ætlar Demókrataflokkurinn að snúa baki við gyðinga og snúa sér að múslimum? Hvað munu kjósendur af gyðingauppruna gera?

En hvað um það, ætlunin hér er að fjalla um róttæklinginn Tim Walz. Ástæðan fyrir að Repúblikanar eru harðánægðir með Walz er að hann á sér dökka sögu. Í Minnisóta 2020 urðu einar mestu óeirðir í sögu Bandaríkjanna í kjölfar dráps blökkumannsins Floyd sem var í höndum lögreglunnar. Þetta gerðist á vakt Walz. Óeirðir vegna dauða Floyd í Minnesota leiddu fljótlega til eldheitra mótmæla um allt land, sem og siðferðis- og starfsmannavanda lögreglunnar sem heldur áfram enn þann dag í dag, og Walz hefur verið gagnrýndur fyrir að leyfa ringulreiðinni að vaxa með því að tefja fyrir sendingu þjóðvarðliðsins.

Fyrir komandi kosningar skiptir máli hvar Walz stendur í pólitískum skilningi. Þar er hann lengst til vinstri á litrófinu. Kíkjum á sex stefnumál hans. Byrjum á mál málanna fyrir Demókrata: Fóstureyðingar.

Sem ríkisstjóri staðfesti Walz sig sem bandamann réttindahreyfingarinnar fyrir fóstureyðingar, einkum með því að setja lög sem festu "frjósemisfrelsi" í stjórnarskrá ríkisins. Fóstureyðing er lögleg hvenær sem er á meðgöngu í ríkinu. Undir hans eftirliti afnam ríkið aðrar takmarkanir, þar á meðal sólarhrings biðtíma fyrir fólk sem leitar að fóstureyðingu, og samþykkti lög sem ætlað er að verja heilbrigðisstarfsmenn og sjúklinga í Minnesota frá saksókn í tengslum við fóstureyðingar í öðrum ríkjum.

Watz er fylgjandi LGBTQ+ réttindi. LGBTQ+ samtökin hafa klappað fyrir Harris fyrir að hafa valið Walz. Á þingi stóð hann með afnám laga um varnir hjónabands og kaus stöðugt með LGBTQ+ réttindum, eins og niðurfellingu á "Do not Ask, Do not Tell," sem bannaði LGBTQ+ þjónustu í hernum.

Velferð barna. Walz hefur verið ötull talsmaður umönnunarstarfsmanna og umönnunaraðila og sagt að það hafi verið markmið sitt að gera Minnesota að besta ríkinu til að ala upp fjölskyldu. Á síðasta ári skrifaði hann undir lög um launað fjölskyldu- og sjúkraleyfi sem veita starfsmönnum 12 vikur á 90 prósent af launum til að sjá um nýfætt eða veikan fjölskyldumeðlim. Starfsmenn fá 12 vikna frí til viðbótar til að jafna sig eftir alvarleg veikindi. Lögin innihalda sjaldgæft ákvæði sem kallast "öruggur tími" fyrir eftirlifendur heimilisofbeldis, sem fólk getur notað til að finna öruggt húsnæði, fá verndarúrskurð eða fara fyrir dómstóla.

Fötlun og öldrun. Sem ríkisstjóri hafði Walz umsjón með 31 prósenta launahækkun fyrir starfsmenn heimahjúkrunar og 1.000 dollara varðveislubónus, sem náðist með samningaviðræðum milli embættismanna ríkisins og Alþjóðasambands þjónustustarfsmanna. Þessi aukning innihélt einnig fjölskyldu umönnunaraðila fatlaðra og eldri fullorðinna, sem hægt er að greiða í gegnum neytendastýrða umönnun ríkisins.

Menntunarmál. Walz, fyrrverandi sögukennari, var kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2006 og var trúr rótum kennara síns. Eitt af stærstu afrekum hans sem ríkisstjóri var lög sem hann undirritaði árið 2023 sem gerði Minnesota að einu af aðeins sex ríkjum þá til að bjóða upp á ókeypis hádegismat fyrir nemendur í opinberum skólum.

Lög um byssur. Á innan við 10 árum hefur Tim Walz farið frá því að fá meðmæli og framlög frá National Rifle Association (NRA) yfir í að fá "F" stöðu frá skotvopnasamtökunum.

Sem ríkisstjóri undirritaði Walz ýmsar öryggisráðstafanir fyrir byssur í lög, þar á meðal alhliða bakgrunnsathuganir, lög um "rauða fána" sem leyfa löggæslu eða fjölskyldumeðlimum að biðja dómara ef áhyggjur eru af notkun einhvers á skotvopnum og harðari refsiaðgerðir fyrir fólk. lent í því að kaupa skotvopn fyrir einhvern sem er óhæfur til að eiga byssu.

Í augum Íslendinga er pólitík Walz bara fín og hann meira segja gæti boðið sig fram fyrir Sjálfstæðisflokksins, ef hann kysi. En í augum margra Bandaríkjamanna eru skoðanir hans róttækar. Demókrataflokkurinn er reyndar orðinn róttækur vinstriflokkur og Walz í raun passar vel inn í hugmyndafræði hans. Ef til vill munu óeirðirnar í Minnisóta 2020 reynast honum meiri fjötur um fót en pólitík hans.

Fylgjendur Demókrata voru byrjaðir að opna kampavínsflöskurnar er Harris komst í fyrsta sinn í skoðanakönnunum lítillega yfir Trump. En þeir ættu aðeins að bíða lengur áður en þeir drekka úr flöskunum. Hinn almenni Bandaríkjamaður á eftir að heyra i Harris, hún hefur ekki haldið blaðamannafund síðan hún var forsetaefni, bara fámenn rallý og því meira sem hún talar og hlær, verður hinn almenni og óráðni kjósandi afhuga henni.

Í raun er allt í kalda koli hjá ríkisstjórn Bidens. Hann er þegar afskrifaður, heyrist ekkert í honum og Repúblikanar hættir að tala um hann. Hann verður á ís til 20. janúar 2025 er hann yfirgefur embættið rúinn trausti.

Og ekki lítur staðan vel út fyrir Demókrata. Efnahagslægð er að hefjast í landinu, verðbréfamarkaðir að falla, verðbólga helst há, atvinnuleysi fer hækkandi, matvælaverð himinhátt sem og orkuverð. Kosningamál forsetakosninganna er opin landamæri stefna Demókrata og efnahagsmál. Á báðum sviðum eru Demókratar með allt niður um sig.

Erlendis hafa Bandaríkjamenn misst tökin, bæði í Úkraínu og Miðausturlöndum. Antony Blinken æðir á milli ríkja í Miðausturlöndum og grátbiður um frið en enginn hlustar á hann. Ef meiriháttar stríð brýst út á næstunni og efnahagssamdrátturinn verður viðvarandi, er útlitið svart fyrir Kamala Harris og Demókrata almennt.

Ríkisstjórn Bidens hefur ekki komið saman síðan í október 2023 og enginn veit hver raunveruleg stefna stjórnar Bidens er, ekki einu sinni hann sjálfur. Á meðan stjórnar skuggaráðuneyti innanlands- og utanríkispólitík Bandaríkjanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Birgir Loftsson, 7.8.2024 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband