Siðmenning fremur sjálfsmorð en er ekki myrt segir Arnold Toynbee

Fáir Íslendingar þekkja sagnfræðinginn Arnold Toynbee (4. apríl 1889 - 22. október 1975). Hann var jafnfrmat heimspekisagnfræðingur. Hann er þekktastur fyrir 12 binda bókaröðina "A Study of History" (1934–1961). Með gríðarlegri magni og útgáfu  sinni á blöðum, greinum, ræðum og kynningum og fjölmörgum bókum þýddum á mörg tungumál, var Toynbee mikið lesinn og ræddur á fjórða og fimmta áratugnum.

Bloggritari hefur margoft vitnað í Victor Davis Hanson varðandi fall og ris siðmenninga. Sjá nýjustu bók hans: "The End of Everything: How Wars Descend into Annihilation." En þar tekur hann fyrir fimm siðmenningar sem hreinlega voru þurrkaðar af yfirborði jarðar vegna stríða. Sjálfur hefur bloggritari margoft vitnað í örlög eyjaskeggja Havaí sem nú eru hluti Bandaríkjunum. Eyjarnar voru ekki lagðar undir Bandaríkin með vopnavaldi, heldur tók "ofurmenning" yfir "nátúrurmenningu". 

En snúum okkur að Arnold Toynbee sem tekur fyrir fleiri dæmi en bloggritari eða Hanson. Hann lýsir í "A Study of History" uppgangi og falli þeirra 23 siðmenningar sem hann hafði skilgreint í mannkynssögunni. Öfugt við Oswald Spengler, sem taldi að uppgangur og fall siðmenningar væri óumflýjanleg, hélt Toynbee því fram að örlög siðmenningar ráðist af viðbrögðum þeirra við þeim áskorunum sem þær standa frammi fyrir. Reyndar er sameinandi þemað í bókunum áskorun og viðbrögð.

Ein af byltingarkenndum uppgötvunum Toynbee er sú staðreynd að það hafa verið svo margar háþróaðar siðmenningar. Skiljanlega á Vesturlöndum beinist sögukennsla okkar að okkar eigin siðmenningu með rætur í grískri og rómverskri menningu, en auk þess hafa verið kínverskar, indverskar, majaískar, íslamskar, súmerskar og rétttrúnaðarmenn, svo fátt eitt sé nefnt.

Samkvæmt Toynbee byrja siðmenningar að grotna niður þegar þær missa siðferðilegan þráð og menningarelítan verður sníkjudýr, arðrænir fjöldann og skapar innri og ytri verkalýð. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að ýkja hlutverk trúarlegra og menningarlegra verðmætakerfa en vanmeta mikilvægi efnahagslegra þátta í mótun siðmenningar. Svo virðist sem með hækkandi aldri hafi Toynbee orðið enn sannfærðari um mikilvægi andlegu víddarinnar.

Í gegnum 12 binda stórsögu sína útlistar Toynbee hvernig siðmenningar þróast til að bregðast við umhverfisáskorunum sem eru sérstaklega erfiðar. Áskoranirnar ættu hvorki að vera of alvarlegar til að hefta framfarir né of hagstæðar til að hindra sköpunargáfu. Slíkar áskoranir fá svörun hjá skapandi minnihlutanum sem veitir óvirkum meirihluta forystu.

Toynbee komst að því í gegnum rannsókn sína að skapandi minnihlutinn hafði tilhneigingu til að vera almennt dularfullt innblásinn. Ennfremur lýsti hann því yfir að siðmenningar sundruðust vegna óhjákvæmilegrar drýgðar synda, hroka, stolts og sjálfstrausts, sem koma fram í hlutum eins og þjóðernishyggju, hernaðarhyggju og ofríki ríkjandi minnihlutahóps. Þetta siðferðisbrot hefur í för með sér eigin refsirétt (nemesis). Skapandi fólkið, sem er orðið afturhaldssamt, myndar ekki lengur "skapandi úrvalsminnihluta" heldur einfaldlega "elítu ríkjandi minnihlutahópur."

Í meginatriðum heldur Toynbee því fram að þegar siðmenning bregst vel við áskorunum vaxi hún. Þegar það tekst ekki að bregðast við áskorun fer það inn í hnignunartímabil sitt. Toynbee hélt því fram að "Menningarheimar deyji úr sjálfsvígum, ekki af morðum." Morð = innrás óvinaþjóða. Fyrir Toynbee voru siðmenningar ekki óáþreifanlegar eða óbreytanlegar vélar heldur net félagslegra samskipta innan landamæra þess og því háð bæði skynsamlegum og óviturlegum ákvörðunum sem teknar voru.

Ég tel að vestrænir leiðtogar okkar ættu að enduruppgötva spekina sem er útlistuð á síðum A Study of History vegna þess að mér virðist sem Vesturlönd séu ekki lengur að bregðast skapandi við ytri áskorunum og að "skapandi minnihluti" þeirra sé orðinn "tilberar". Þannig samkvæmt Toynbee munu Vesturlönd hnigna endanlega nema nýr andlega hvatinn minnihluti komi fram sem býður upp á nýja skapandi forystu, sem færir samfélagið á nýtt stig meðvitundar og þroska.

Í raun á vestræn siðmenning við tvíþættan vanda.  Annars vegar ytri áskoranir, gjöreyðing siðmenningar/ríkja, sem sérstaklega á við um í dag með tilkomu kjarnorkuvopna. Sífellt fleiri ríki eignast kjarnorkuvopn og það er bara tímaspurtsmál hvenær "rough state" eða harðstjórnarríki ákveður að nú sé tími til að beita kjarnorkuvopnum. Í heiminum í dag eru til 15 þúsund kjarnorkusprengur, nægilega margar til að sprengja heiminn upp mörgum sinnum. Vestræn ríki eiga sér marga óvini, hætturnar steðja hugsanlega frá austri eða Miðausturlöndum.

Hinn vandinn er siðferðisleg upplausn vestrænna samfélaga. Límið, trúin, er farin vegs alls veraldar og ekkert hefur komið í staðinn. Ofgnótt gæða skapar ekki harðgerða einstaklinga, heldur "vesalinga". Flest öll gildi, sem kynslóðirnar hafa hafa metið að séu klassísk og þess virði að halda í og sagan kennt að séu verðmæti, eru undir smásjá endurskoðanasinna sem allir koma af vinstri væng stjórnmálanna. Þeir vilja rífa niður samfélagið og endurbyggja með úttópískum hugmyndum nýmarxismans.

Frjálslindið og stundum harðstjórnin drepur lýðræðið. Frjálslindið drepur lýðræðið með svo öfgakenndri hugmyndafræði að það breytist í stjórnleysi (anarkismi). Réttindin eru endalaus en skyldur fáar. Ekkert samfélag lifir af slíku samansafni sjálfhverfra einstaklinga. Búið er að taka úr sambandi frumhvötina, að stofna til fjölskyldu og eignast afkomendur. Þetta gildir ekki bara um vestræn ríki, heldur þróuð samfélög eins og Japan eða Suður-Kóreu. Fjölmenningin átti að vera lausnin þar sem allir lifa saman í sátt og samlyndi, en leiddi til að til urðu aðskildir menningarheimar, sem búa hlið við hlið en ekki saman. Ekkert sem sameinar fólkið í landinu nema sameiginleg búseta. Ísland er á sömu leið og aðrar vestrænar þjóðir. Vegna fámennis gæti þetta gerst hraðar en annars staðar.

Svo spurningin er, hvort endar vestræn menning í vítislogum kjarnorkustríðs eða hún fremur harakíri? Eða er von samkvæmt Toynbee? Rómversk menning lifði í þúsund ár (eða tvö þúsund ár) og kínversk menning í 2-3 þúsund ár. En þar sem sagan endurtekur sig ekki, er erfitt að spá í spilin. Hraðinn á ris og falli menningar er margfaldur en áður var og því má búast við að fallið, er/ef það kemur, verður hratt. Eins og sviðsmyndin er í dag, er Vestur- og Norður-Evrópa komin á hnignunarskeið en ekki Austur-Evrópa. Hvers vegna skyldi það vera?

Slóð: Arnold J. Toynbee

Tilvitnun í Toynbee: "Of the twenty-two civilizations that have appeared in history, nineteen of them collapsed when they reached the moral state the United States is in now."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband