Hinn fyrrum ofursti í Bandaríkjaher, D. MacGregor hefur verið áberandi sem álitsgjafi um samtímastríð. Hann er skeleggur í málflutningi, sannfærandi og hefur yfirgripsmikla þekkingu á samtímamálefnum. En eftir því sem maður hlustar meira á hann, þá kynnist maður persónunni betur og ákveðið þema kemur í ljós.
MacGregor virðist vera mjög á móti afskiptum Bandaríkjamanna af stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir vestræna stjórnmálamenn (NATÓ) fyrir hvernig tekið er á málinu. Þemað hjá honum er að Úkraínu stríðið sé tapað fyrir Úkraínumenn. Þeir ættu aldrei möguleika á sigur. Hann virðist vera á sömu línu og Trump og Tucker Carlson að koma hefði mátt í veg fyrir þetta stríð.
En það þarf engan sérfræðing til að sjá að á brattan var að sækja fyrir Úkraínumenn frá upphafi. Þeir hafa þó tórað í rúm tvö ár í ójöfnu stríði. Það sem vantar í málflutning MacGregor að það er hægt að sigra við friðarsamningaborðið. Hann er allt of svartsýn. Það er nefnilega hægt að komast að niðurstöðu þar sem báðir aðilar halda nokkurn veginn andliti. Ein slík niðurstaða væri að Donbass héruðin fengu fullt sjálfstæði sem ríki. Væru hvorki hluti af rússneska sambandslýðveldinu né hluti af Úkraínu. Íbúarnir hvort sem er allir rússneskumælandi. Úkraína lýsti yfir að hún gengi ekki í NATÓ en hefði rétt til að ganga í ESB (sem Rússar hafa ekkert á móti). Úkraína verður þar með stuðpúðinn gegn innrás úr vestri eins og hún hefur verið í gegnum aldir.
Sama gildir um málflutning MacGregor varðandi átök Ísraels við nágranna sína. Þegar Erdógan pípir og hótar árás á Ísrael, þá fer MacGregor á taugum. Heldur hann virkilega að Tyrkland geri innrás í Ísrael? Tyrkland þarf þar með að fara í gegnum tvö lönd með herlið sitt, sem mun aldrei gerast. Eða gera innrás af sjó, en flugmóðufloti Bandaríkjanna er þar fyrir (ekki haft hátt um það). Stefna þar með NATÓ aðild sína í hættu, yrðu reknir með það sama úr bandalaginu og úr vestrænni samvinnu.
Eða Íran fari í stríð við Ísrael. Ástæðan fyrir því að Íranir nota staðgengla eins og Hizbollah eða Hamas, er að Íran er í mikilli fjarlægð frá Ísrael. Íran þyrfti að fara yfir íranskt landsvæði með her sinn. En Jórdanir eru bandamenn Ísraels. Það sem Tyrkir, Íranir eða aðrir óvinir geta gert, er að gera eldflaugaárásir á Ísrael eins og þau hafa þegar gert.
Orðræðan í Miðausturlöndum er herská. Arabalöndin eru karlaveldi (Ísrael líka). Þar er talað digurbarklega en menn passa sig samt á að fara ekki yfir strikið. Það hefur komið marg oft í ljós í þessum átökum. T.d. þegar Íran sendi eldflaugar og dróna á Ísrael og Ísraelmenn svöruðu með takmarkaðri árás. Það getur vel verið að Íran lýsi yfir stríði gegn Ísrael en hvernig ætla þeir að fylgja yfirlýsingunni eftir? Jafn gagnlegt og þegar Hitler lýsti yfir stríði gegn Bandaríkin. Ein mestu mistök hans í stríðnu.
Stríðið í Gaza er 301 daga gamalt. Öllum aðilum hefur tekist að ganga á línunni án þess að detta. Öllum er heitt í hamsi en enginn virðist vera svo brjálaður að fara í tveggja landa stríð. Helsta hættan er í Líbanon. Að nú segi Ísraelmenn, hingað og ekki lengra og taki suðurhluta landsins undir sig og reki Hezbollah úr landi eins og þeir gerðu við PLO. En það mun verða Ísraelmönnum dýrkeypt. Sérstaklega þegar þeir hafa ekki stjórn Bidens á bakvið sig. Þeir eru algjörlega undir Bandaríkjamönnum komnir með fjármagn og vopn. Stóra spurningin er, halda Ísraelmenn að þetta sé stóra tækifærið fyrir þá að koma í veg fyrir að Íran verði kjarnorkuveldi? Ganga frá Hamas og Hezbollah í eitt skipti fyrir öll? Ef svo er, þá er mjög ófriðvænlegt framundan og guð má vita hvernig útkoman verður fyrir þá eða andstæðinga þeirra. Þótt Ísrael er öflugast herveldið í Miðausturlöndum, geta þeir ekki barist á móti öllum í einu og ekki án aðstoðar Bandaríkjanna. Að því leytinu til hefur MacGregor rétt fyrir sér. En taka verður hann með þeim fyrirvara að hann sér þessi tvö stríð í sinni svörtustu mynd. Það vantar ekki þekkinguna en spyrja má um niðurstöður hans.
Bandaríkin, þrátt fyrir stjórn Joe Biden, er enn mesta herveldi veraldar. Á meðan þau eru stóri bróðir Ísraels, þá helst jafnvægið áfram. En það eru blikur á lofti. Ef Kamala Harris kemst til valda, verður enginn friður framundan. Hún hefur þegar sýnt það í verki með því að hunsa heimsókn forsætisráðherra Ísraels til Bandaríkjanna. Og hún mun halda að dæla vopn til Úkraínu til að halda því stríði áfram. En kannski verður verst að hún gerir Bandaríkin gjaldþrota. Án penings er enginn öflugur her.
Árið 1990 gátu Bandaríkin háð tvö stríð samtímis og smáskærur, í dag munu þau eiga í erfiðleikum með að heyja eitt stríð á móti stórveldi. Rússland eða Ísrael eru herveldi sem hafa ekki efni á að tapa stríði eins og Bandaríkin. Ef þau tapa, fer allt í bál og brand. Það verður því barist til sigurs hjá báðum aðilum.
Hér má sjá hvernig MacGregor talar:
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stríð | 2.8.2024 | 11:57 (breytt kl. 12:33) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.