JD Vance slæmt varaforsetaefni Trumps?

Vance hefur verið á milli tanna demókrata. Leiðtogi demókrata í Öldungadeildinni, Schumer sagði að Trump hefði skotið sig í fótinn með vali á Vance. En er það svo?

Venjulega fer lítið fyrir varaforsetaefnin. Kamala Harris var þar til nýlega varaforsetaefni demókrata og ferill hennar hingað til verið hræðilegur. Hún samkvæmt skoðanakönnunum óvinsælasti varaforseti síðan mælingar hófust 1956. Enginn getur bent á árangur hennar í starfi. Starfsmannavelta hennar er 90% og eina opinbera hlutverk hennar, verndun landamæra Bandaríkjanna fór í vaskinn með 10+ milljóna ólöglegra innflytjenda sem farið hafa yfir landamærin. Schumer ætti að kíkja í eigin barm. En hvað sagði hann? Kíkjum á frétt Foxnews:

"Þetta er ótrúlega slæmur kostur," sagði Schumer. "Ég held að Donald Trump, ég þekki hann, og hann situr líklega og horfir á sjónvarpið, og á hverjum degi, Vance, kemur í ljós að Vance hefur gert eitthvað öfgafyllra, skrítnara, óreglulegra. Vance virðist vera óreglulegri og öfgakenndari. en Trump forseti."

"Og ég þori að veðja að Trump forseti situr þarna og klórar sér í hausnum og veltir fyrir sér: „Af hverju valdi ég þennan gaur?" Valið gæti verið eitt það besta sem hann gerði fyrir demókrata," sagði Schumer. Schumer calls on Trump to pick new running mate, claims Vance is 'best thing he's ever done for Democrats'

Hvað var það sem reitti demókrata til reiðis? Vance sagði þetta: "„Okkur er í raun stjórnað hér á landi, í gegnum demókrata, í gegnum oligarkana okkar, af hópi barnlausra kattakvenna sem eru ömurlegar í sínu eigin lífi og vali sem þær hafa tekið, og svo vilja þær taka restina af landið og gera líka ömurlegt," sagði Vance fyrir þremur árum og kallaði sérstaklega Harris varaforseta og þingmanninn Alexandria Ocasio-Cortez, D-N.Y., sem hluta af þeim hópi.

Harris greinilega móðgaðist og sagði að Vance yrði "aðeins trúr Trump, ekki landinu okkar“ og "gúmmístimpill fyrir öfgastefnu [Trumps]."

En kannski var val Trumps ekki svo vitlaust ef litið er á svar hans við ummæli Harris. "Nú, ég sá um daginn að Kamala Harris efaðist um hollustu mína við þetta land. Þetta er orðið sem hún notaði, tryggð. Og það er áhugavert orð. Semper Fi, því það er ekkert meiri merki um óhollustu við þetta land en það sem Kamala Harris hefur gert við suður landamærin,“ sagði Vance. "Og mig langar að spyrja varaforsetann, hvað hefur hún gert til að efast um hollustu mína við þetta land?"

"Ég þjónaði í bandaríska landgönguliðinu. Ég fór til Íraks fyrir þetta land. Ég byggði upp fyrirtæki fyrir þetta land. Og forseti minn tók byssukúlu fyrir þetta land. Svo spurning mín til Kamala Harris er, hvað í fjandanum hefur þú gert til að efast um hollustu okkar við Bandaríkin?" bætti Vance við. "Og svarið, vinir mínir, er ekkert."

Það er erfitt að átta sig á bandarískri pólitík í dag og sjá hvað gengur upp og hvað ekki. Ummæli og verk til dæmis Nixon, bæði sem varaforsetaefnis og sem forseta, hefðu sent þá beint úr keppni. Það var frægt er Biden á sínum tíma er hann reyndi að vera forseti, var staðinn að lygum um námsferil sinn og helltist úr lestinni fyrir vikið. Samt varð hann áratugum síðar forseti Bandaríkjanna. Held að við lifum á allt öðrum tímum en voru á 20. öld. Allt er látið flakka, hraðinn á upplýsingum er á ljóshraða og atburðarásin svo hröð að ótrúlegt er. Á innan við einn mánuð var skotið á forsetaefni, forseti hætti við forsetaframboð, nýtt forseta- og varaforsetaefni birtust á sjónarsviðið.

Til að svara spurningunni í titli pistilsins, þá er spurningunni ósvarað. Á eftir að koma í ljós.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband