Milton Friedman er frægur fyrir fullyrðingu sína um að "verðbólga sé alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri." Skoðanir hans á orsökum verðbólgu snúast um tengsl peningamagns og verðlags. Hér eru lykilatriði sjónarhorns Friedmans á orsakir verðbólgu en það er óhóflegur vöxtur peningaframboðs. Friedman hélt því fram að verðbólga ætti sér stað þegar vöxtur peningamagns er meiri en raunframleiðsla hagkerfisins. Samkvæmt honum, þegar meira fé er að eltast við sama magn af vörum og þjónustu, hækkar verð, sem leiðir til verðbólgu.
Peningamálastefna ríkissins skiptir öllu máli þegar eiga á við verðbólgu. Friedman taldi að meginábyrgðin á að stjórna verðbólgu væri seðlabankans. Hann gagnrýndi Seðlabanka Bandaríkjanna fyrir að leyfa of miklar aukningar á peningamagni, sem hann taldi undirrót verðbólgunnar.
En verðbólga getur átt sér aðrar orsakir. Ein þeirra er svo kölluð eftirspurnarverðbólga. Þessi tegund verðbólgu á sér stað þegar heildareftirspurn í hagkerfi fer fram úr heildarframboði. Friedman hélt því fram að þetta sé venjulega knúið áfram af auknu peningamagni, þar sem meira fé í höndum neytenda og fyrirtækja leiði til meiri eyðslu og eftirspurnar eftir vörum og þjónustu. Sjá má þetta á íslenska fasteignamarkaðinum þar sem eftirspurnin er langt umfram framboð og íbúaverðið keyrist upp. Þetta er gervi vandi, gerður af manna völdum, þ.e.a.s. af völdum stjórnvalda að tryggja ekki nægilegt magn lóða.
Annað fyrirbrigði er kostnaðarverðbólga. Þó Friedman viðurkenndi að þættir eins og hækkandi laun og aðföng kostnaður geti stuðlað að verðbólgu, taldi hann að þetta væru aukaástæður. Hann hélt því fram að án viðunandi aukningar í peningamagni myndi slíkar kostnaðarhækkanir leiða til hærra verðs í sumum greinum en myndi ekki leiða til viðvarandi heildarverðbólgu. Hér á Íslandi er vinsælt að kenna launahækkunum launafólks um hækkaða verðbólgu þegar megin sökudólgurinn er ríkisvaldið. Það eitt hefur tækin og tólin til að eiga við verðbólguna.
Þriðju áhrifavaldurinn er nokkuð óvæntur en það er hlutverk væntinga. Friedman lagði einnig áherslu á hlutverk verðbólguvæntinga. Ef fólk býst við að verðbólga aukist mun það bregðast við á þann hátt sem gerir það að sjálfum sér uppfylltum spádómi, eins og að krefjast hærri launa eða hækka verð. Seðlabankar verða að stýra þessum væntingum með trúverðugri og samkvæmri peningastefnu.
Í stuttu máli sagði Milton Friedman að verðbólga sé í grundvallaratriðum drifin áfram af of miklum vexti peningamagns, fyrst og fremst vegna aðgerða seðlabanka. Hann taldi að stjórn peningamagns væri lykillinn að því að koma í veg fyrir og stjórna verðbólgu og hann hélt því fram að reglubundin nálgun á peningastefnunni væri tryggð verðstöðugleika". Sum sé, vegna lélega peningastefnu Seðlabankans, sem notar bara stýrivexti sem vopn, þá leiði það til verðbólgu. Hvað er hér átt við? Jú, með því að halda uppi háa stýrivexti, sama hvað, þá halda þeir uppi háu verðlagi einir sér! Einstaklingar og fyrirtæki þurfa að greiða margfalt meira fyrir sama hlutinn en ella.
Seðlabankinn er að refsa þá sem eru fórnarlömb verðbólgu en verðbólguvaldurinn er sjálft ríkið. Stærsti aðili íslenskt samfélag er ríkið sjálft. Hvernig það hagar sér skiptir öllu máli hvort hér sé verðbólga eða ekki. Ríkið hagar sér eins og það sé enginn morgundagurinn. Það rekur landið endalaust með halla.
Í frétt Morgunblaðsins frá mars 2023 segir: Á árinu 2024 er gert ráð fyrir að 46 milljarða kr. halli verði á heildarafkomu ríkissjóðs sem samsvarar 1% af vergri landsframleiðslu... og "Þá er áætlað að frumjöfnuður ríkissjóðs, þ.e. afkoma án vaxtagjalda og -tekna, verði jákvæður um rúmlega 28 ma.kr., eða 0,6% af VLF á næsta ári. Áætlað er að skuldir ríkissjóðs á mælikvarða skuldareglu1 laga um opinber fjármál verði í lok næsta árs um 1.400 ma.kr. eða 30,9% af VLF og lækkar hlutfallið milli ára."
Ríkið ætlar sér að ná niður hallanum með hærri tekjum (skattar og gjöld) en lítið fer fyrir aðhaldinu. Af hverju er aldrei sparað? Og hvað ætlar það að gera við 6% verðbólgu sem eru aukaskattar?
Fíllinn í postulínsbúðinni er ríkið sjálft. Hlutur íslenska ríkisins í hagkerfinu árið 2024 er um 47,6% af landsframleiðslu. Þetta hlutfall er reiknað út frá heildartekjum og heildarútgjöldum hins opinbera, sem inniheldur bæði ríkissjóð og sveitarfélögin. Ríkissjóður sjálfur er stærsti einstaki hluti þessa með um 31%.
Ríkissjóður á einnig verulegan hlut í ýmsum fyrirtækjum, bæði beint og óbeint, þar með talið orkufyrirtæki, Ríkisútvarpið, og Íslandspóst, sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Ísland er sagt vera með blandað hagkerfi. En það er í raun sósíalískt samfélag þar sem stóri bróðir gýn yfir öllu.
Nú vantar bara pólitískan vilja til að leysa verðbólgu vandann.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Kjaramál, Stjórnmál og samfélag | 28.7.2024 | 17:15 (breytt kl. 17:21) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Viðskipti
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
- Arion áætlar um 8,3 milljarða hagnað
Athugasemdir
Bandaríkjamenn geta ekki borgað skuldir sínar. https://youtu.be/iK5dpPzjaPA?si=M72DTqryYohkBGarU
Birgir Loftsson, 30.7.2024 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.