Ekki öll kurl komin til grafar með morðtilraunina við Trump

Mikið hneyksli hefur myndast í kringum öryggisgæsluna í Butler og eftirmála málsins. Nýir vinklar hafa fundist. Lítum á nokkur dæmi.

Nú hefur komið í ljós að leyniskyttu teymi hafi ekki verið sent á staðinn eins og hefði átt að gera. Jú, það voru leyniskyttur þarna en í skötulíki. Ástæðan fyrir að teymin voru ekki send, var að Butler er ekki í ökufæri við Washington en þar eru þau staðsett!

Mikið vantraust er á rannsókn FBI. Forstjóri FBI Christopher A. Wray hefur reynst traust möppudýr djúpríkisins og sumir halda að hann hallist að demókrötum. Það andar köldu á milli hans og Trump. Hann gerði lítið úr sári Trumps og taldi að brot úr hluti hafi hæft eyrað hans. Sumir segja úr gleri textavélar. Hann varð að draga ummælin sín til baka og FBI segir að byssukúla hafi hæft eyra hans. Textavélar enda heilar eftir á eins og sjá má á myndböndum. Og sjá má á ljósmynd byssukúlu þjóta framhjá höfuð Trump með myndavél sem tekur 8 myndir á sekúndu.

Mikið hefur verið deilt um hvort teymi Trumps hafi beðið um aukna öryggisþjónustu frá leyniþjónustunni og enn er óljóst hvort henni hafi verið hafnað. En bandarísk yfirvöld komust yfir njósnir frá heimildarmanni undanfarnar vikur um samsæri Írans til að reyna að myrða Donald Trump, þróun sem leiddi til þess að leyniþjónustan jók öryggi í kringum forsetann fyrrverandi, segir CNN....

"Það er ekkert sem bendir til þess að Thomas Matthew Crooks, tilvonandi morðingi sem reyndi að drepa forsetann fyrrverandi á laugardag, hafi verið tengdur samsærinu, sögðu heimildarmenn.

Tilvist njósnaógnarinnar frá fjandsamlegri erlendri leyniþjónustustofnun - og aukið öryggi Trumps - vekur nýjar spurningar um öryggisleysið á laugardagsfundinum í Butler, Pennsylvaníu, og hvernig tvítugum manni tókst að komast inn í nærliggjandi svæði. þaki til að hleypa af skotum sem særðu forsetann fyrrverandi." Exclusive: Secret Service ramped up security after intel of Iran plot to assassinate Trump; no known connection to shooting

Þótt ástæða sé að vantreysta rannsókn FBI, þá ber leyniþjónustan - Secret Service, megin söknina fyrir klúðið í kringum öryggisgæslu rallýs Trump. Tökum dæmi:

Ónógur mannskapur á rallíinu. Ekki var settur mannskapur upp á þak hússins sem skotmaður kom sér fyrir á. Ekki er vitað af hverju, sumir segja leyniþjónustumaðurinn sem átti að vera þarna, hafi farið af þakinu vegna hita. Aðrir segja vegna þess að það vantaði mannskap og enginn sendur upp, aðrir vegna vítaverða vanrækslu.

Svo var það að árásamaðurinn komst á radar leyniþjónustunnar 26 mínútum fyrir tilræðið með grunsamlegan hlut í hendi. Ekkert gert.

Áhorfendur komu auga á árásamanninn á undan leyniþjónustunni. Áhorfendur komu til dæmis auga á grunsamlega manninn á þakinu og tilkynntu hann til lögreglu fyrir skotárásina. Og samkvæmt CBS News voru þrjár leyniskyttur sem aðstoðuðu leyniþjónustuna í raun staðsettar inni í byggingunni sem skotmaðurinn notaði á meðan á rallínu stóð. Þó að leyniþjónustan hafi haldið því fram að einhver sök liggi hjá lögreglunni á staðnum, sem hún var í samstarfi við fyrir fjöldafundinn, ber stofnunin að lokum ábyrgð á því að tryggja viðburðinn.

Sagt er að talstöðvakerfi hafi ekki verið samræmd milli lögreglunnar á staðnum og leyniþjónustunnar. Engin leið var því að koma boðum áleiðis um skotmanninn á þakinu.

Mesta vandamálið er kerfisgalli innan leyniþjónustunnar. Hún er sein að bregðast við ef eitthvað misjafn kemur í ljós eða jafnvel bregðst ekki við. VOX tekur dæmi: "Nokkur önnur áberandi atvik hafa sýnt að leyniþjónustan var gripin berfætt, eins og raunin var árið 2014, þegar boðflenna með hníf stökk yfir girðinguna í Hvíta húsinu og gekk inn um útidyrnar. Almenn menning hjá stofnuninni hefur líka hlotið mikla gagnrýni, eins og þegar meintir ölvaðir leyniþjónustumenn rákust á bíl í Hvíta húsinu árið 2015 eða þegar senda þurfti leyniþjónustumenn heim frá Kólumbíu árið 2012 eftir að hafa ráðið kynlífsstarfsmenn á meðan þeir veittu öryggi fyrir þáverandi forseti Barack Obama."

Og hér er annað dæmi: "Árið 2011 skaut byssumaður með hálfsjálfvirkan riffil mörgum skotum á Hvíta húsið. Samkvæmt skýrslum fréttaritara Washington Post fréttaritara Carol D. Leonnig, sem hefur mikið fjallað um leyniþjónustuna, "Enginn framkvæmdi meira en bendillega skoðun á Hvíta húsinu vegna sönnunargagna eða tjóns." Reyndar tók það daga fyrir stofnunina að átta sig á því að byssukúlur höfðu í raun lent á Hvíta húsinu - aðeins eftir að starfsmaður hafði tekið eftir brotnu gleri - og til að gera Barack Obama forseta viðvart um skotárásina." Why the Secret Service keeps failing

Beðið er eftir lokaskýrslu um tilræðið. Á meðan virðist leyniþjónustan halda áfram að gera mistök. Kimberly A. Cheatle, forstjóri stofnuninnar þrjóskaðist við að segja af sér en varð undir þrýsingi Bandaríkjaþings að gera það. Við tók Ronald L. Rowe Jr. sem virðist bera ábyrgð á klúðrinu með yfirmanni sínum en er samt starfandi forstjóri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband