Friður í gegnum styrk eða friðþæging?

Tæknin breytist en pólitíkin og mannlegt eðli ekki. Sama lögmál eru í gangi í pólitík í dag og var hjá Rómverjum og Grikkjum fyrir tvö til þrjú þúsundum árum. Sem er ekki undarlegt, því mannlegt eðli hefur ósköp lítið breytst á svona stuttum tíma.

Menn halda að nú sé samfélagið sé orðið svo þroskað, að stríð eða ófriður sé úrelt fyrirbrigði eða svo hélt fólk þar til fyrir 2-3 árum. Þetta er ekki nýtt fyrirbrigði, ríki í Vestur-Evrópu voru á þessari skoðun á öðrum og þriðja áratug 20. aldar; fáranleiki skotgrafarhernaðar fyrri heimsstyrjaldar átti að vera víti til varnaðar og hægt að nota diplómatsíu til að leysa öll pólitísk vandamál.

En barbararnir eru alltaf við landamærin, á öllum tímum. Þótt annar aðilinn er tilbúinn til að lifa í friði, er nágranninn kannski ekki á sömu skoðun. Og nýjar kynslóðir, feitar og pattaralegar í velsæld sinni, þekkja ekki harðræðið eða lífsbaráttuna yfirhöfuð sem forfeðurnir þurftu að þola og heyja til að þær geti setið feitar og pattaralegar við tölvuleiki samtímans. Lítum á gang seinni heimsstyrjaldar og þann lærdóm sem draga má af styrjöldinni.

Friðþæging og vanmat leiddi til að landamærastríð þróuðust yfir í allsherjar heimstyrjöld

Margir sagnfræðingar hafa gagnrýnt þá friðunarstefnu sem Bretar og Frakkar fylgdu á þriðja áratug síðustu aldar. Þeir halda því fram að árásargirni frá nasista-Þýskalandi, eins og endurhervæðingu Rínarlands og innlimun Austurríkis og Tékkóslóvakíu, hafi aðeins veitt Hitler hugrekki til að ganga enn lengra.

Sagnfræðingar draga oft fram réttilega München-samkomulagið frá 1938 sem alvarlegan mistök vestræns diplómatíu, þar sem löngunin til að forðast stríð leiddi til eftirgjafar sem gerðu átökin að lokum líklegri og hrikalegri. Friður með friðþægingu.

Vanmat á styrk andstæðinga hernaðarlega eða siðferðislega leiddi beinlínis til átaka. Þjóðverjar og Japanir fyrirlitu vestrænt lýðræði og töldu t.d. Bandaríkjamenn ekki viljuga til mannfórna.

Sama vanmat er á vilja Rússa í dag til að heyja langvarandi stríð í Úkraníu og það eru fleiri en bloggritari sem telja að Úkraníumenn eigi meiri möguleika á að vinna friðinn en stríðið í gegnum diplómatsíu.  Bloggritari hefur margt oft bent á vilja rússneskra/sovéskra valdhafa til að fórna stórum hópum manna til að ná markmiðum sínum í seinni heimsstyrjöld. Dæmi: Stalín fórnaði vísvitandi 215 þúsund manns í gervi sókn til að beina athygli Þjóðverja frá Stalíngrad (lét meira segja nasistana fá upplýsingar um sóknina "óvart").

Athugum að fólkið sem lifði stríðsárin vissi ekki að það væri í miðri heimsstyrjöld fyrr en 1941 þegar Bandaríkin og Sovétríkin dróust loks inn í átökin. Samt voru þetta aðskilin stríð, í Evrópu og Afríku og svo í Asíu en háð samtímis.

Lítum fyrst á vanmat Þjóðverja á getu Sovétríkjanna. Þegar Þýskaland hóf aðgerðina Barbarossa í júní 1941, vanmatu margir þýskir leiðtogar, þar á meðal Hitler, hernaðargetu Sovétríkjanna, iðnþol og getu til að virkja miklar auðlindir. Þeir bjuggust við skjótum sigri innan nokkurra mánaða, og gerðu ekki ráð fyrir getu Sovétríkjanna til að halda ríkinu saman, hefja gagnsókn og þola erfiðar vetraraðstæður.

Seigla Sovétríkjanna var mikil. Þjóðverjar voru undrandi yfir dýpt (magn) sovéska mannaflans (26 milljónir létu lífið) og stefnumótandi brottflutningi sem varðveitti mikilvægasta hluta sovéska heraflans (nútíma sagnfræðingar eru enn að leita skýringa hvernig Stalín gat flutt hergagnaiðnaðinn austur á bóginn í miðju stríði og þar með á endanum að vinna stríðið). Hörð vörn Sovétríkjanna í gegnum lykilborgum eins og Leníngrad, Stalíngrad og Moskvu gerðu þýska skipulagsfræðinga enn frekar agndofa og í raun ráðþrota.

Vanmat Japans á Bandaríkjunum var mikið, nema hjá Yamamoto en hann varð undir með sínar skoðanir. Japanir höfðu aðgang að olíu með landvinningum sínum og hefðu getað látið Bandaríkin í friði en gerðu það ekki.  Japanir vanmátu iðnaðargetu Bandaríkjanna og pólitíska einbeitni. Árásinni á Pearl Harbor var ætlað að lama bandaríska Kyrrahafsflotann sem leiddi til skjótrar uppgjörs. Þess í stað vakti það almenningsálitið í Bandaríkjunum og leiddi til þess að Bandaríkjamenn tóku þátt í stríðinu af fullum krafti, sem leiddi til mikillar hernaðargetu þess bæði á Kyrrahafs- og Evrópuvígstöðvum.

Stríðsvirkjun. Japan og Þjóðverjar misreiknuðu hraðann og skilvirknina sem Bandaríkin gætu virkjað hagkerfi sitt fyrir stríð. Hröð framleiðsla á skipum, flugvélum og öðru stríðsefni yfirtók getu Öxulveldanna. Bandaríkjamenn framleiddu fleiri stríðstól en aðrir stríðaðilar til saman. Offramboð var af stríðtólum þeirra í stríðslok, til dæmis flugmóðuskip. Þau voru þrjú í upphafi stríðsins en floti í lokin. Í lok seinni heimsstyrjaldarinnar var bandaríski sjóherinn langstærsti og öflugasti sjóher í heimi með 7.601 skip, þar af 28 flugmóðurskip, 23 orrustuskip, 71 fylgdarskip, 72 beitiskip, yfir 232 kafbátar, 377 tundurspilla og þúsundir af landgöngu-, birgða- og hjálparskipum. Framleiðslugetan skiptir máli.

Meira segja Bandaríkjamenn vissu ekki af eigin getu til framleiðslu en í allsherjarstríði skiptir máli hver framleiðir mest af stríðstól, hefur mestan mannskap og auðlindir að sækja í. Ekkert af þessum höfðu Öxulveldin fram yfir Bandamenn.

Lærdómurinn af seinni heimsstyrjöldin er enginn í dag

Aðeins sagnfræðingar eins og bloggritari sjá dæmin og vítin, en stjórnmálamennirnir í dag eru blessunarlega lausir við þekkingu á sögu, á orsök og afleiðingu heimsskipanin í dag.

Nú halda vestrænir leiðtogar, með lágmarks kunnáttu í sögu, að þeir geti endurtekið leikinn frá seinni heimsstyrjöldinni, með samstöðu geti góðu gæjarnir í vestri unnið vondu gæjanna í Rússlandi. Lýðræðið vinni einræðið.  Í fyrsta lagi endurtekur sagan sig ekki en hliðstæður eiga sér stað. Af þeim getum við dregið lærdóm.

Enn eru sömu lögmál í gangi og í seinni heimsstyrjöld. Framleiðslugetan, auðlindir og mannafli skipta sköpum um framvindu stríðs. Og rétt mat á aðstæðum og andstæðinginum.

Þetta hafa vestrænir leiðtogar ekki séð eða vanmetið varðandi Úkraníustríðið. Framleiðslugeta vestrænna ríkja á hergögnum er ekki næg, ekki til nægt fjármagn til langvarandi átök og bakhjarlinn, Bandaríkin, er ekki sama ríkið og það var 1941. 

Bandaríkin hefur að vísu mikla framleiðslugetu í dag en er stórskuldugt. Í stríðinu fjármagnaði það sig með stríðsskuldabréfum og það kostaði ríkið óhemju fé að fara í gegnum stríðið.

Pólitískur vilji fer þverrandi á áframhaldandi átökum í Úkraníu. Líkt og í Víetnamsstríðinu (eða Afganistan), missir Kaninn áhugann eftir x langan tíma (enda ekki sjálft landið í hættu) og gríðarlegt fjáraustur í stríðsreksturinn. Í stríðinu gegn Japan, voru Bandaríkin að berjast fyrir tilveru sinni, en ekki heyja lúxus stríð í fjarlægu landi. Áhuginn á Úkraníustríðinu er kominn niður í núll hjá Trump og fleiri repúblikönum. Ef hann vinnur, verður samið um frið í janúar 2025.

En enn og aftur misreikna vestrænir leiðtogar vilja og getu Rússa til að heyja stríð (í bakgarði sínum) af fullri hörku. Rússland er ekkert annað en risastór bensínstöð sagði bandarískur stjórnmálamaður eitt sinn með fyrirlitningu. Og þeir misreiknuðu hergagnaframleiðslu getu Rússland sem er á yfirsnúningi, auðlindirnar sem þeir hafa yfir að ráða (málmar, olía, gas, timbur o.s.frv) og mannskapinn sem þeir eru tilbúnir að fórna til að sigra. Og þeir eru ekki einangraðir á alþjóðavettvangi. Áhrif þeirra fara vaxandi á alþjóðasviðinu. Ef eitthvað er hafa þeir aflað óvænta bandamenn og það sem er verra, hrakið Rússa í fang Kínverja. Snilld hjá Biden stjórninni eða vanmat?

Lærdómurinn fyrir Íslendinga er?

Að sjálfsögðu draga Íslendingar engan lærdóm af sögunni almennt né af samtímasögunni. Ekkert breytist hjá okkur (samt er íslenskt þjóðfélag gjör ólíkt því sem bloggritari ólst upp við og ekki til hið betra). Við höldum við getum verið áfram undir pilsfald Bandaríkjanna. Við þurfum ekkert aðlaga okkur að breyttri heimsmynd og meiri segja íslenski utanríkisráðherra þorir að ögra Rússum og slíta stjórnmálasambandi. Kannski ekki hernðarlegar afleiðingar af verknaði hennar en pólitískar og efnahagslegar. Rússar munu ekki gleyma. Þeir meira segja segja að Ísland sé óvinveitt ríki. Hefði ekki betra verið að þegja eða mótmæla diplómatískt? Eða a.m.k. tala fyrir friði (enginn segir neitt við því eða tekur illa upp). Íslendingar hafa ekkert til að bakka upp stóru orðin eða fjandskapinn. Ísland ræður litlu og jafnvel engu um framvindu stríðana í Úkraníu eða Gaza.

Lærdómurinn fyrir Íslendinga ætti að vera að fljótt geta veður skipst í lofti. Öryggið hverfur fyrir ófriðnum. Að undirbúa sig fyrir hið óhugsanlega (heimsstyrjöld þar á meðal, hryðjuverkaárásir eða upplausn samfélagssins vegna glæpagengja).

Viðhalda friðinn með styrk eins og hefur reynst svo vel fyrir stórveldin. Ekki vera svona auðljóst skotmark ofangreindra aðila og koma upp lágmarks varnarbúnaði, íslenskan og fyrir íslenska hagsmuni. Og síðan en ekki síst að haga sér eins og örríki eins og Ísland er í raun.

Alltaf að tala fyrir friði. Nota diplómatsíuna, það er sterkasta vopn Íslendinga en vera undirbúnir á sama tíma. Og vera viðbúnir að Bandaríkjamenn kunni að setja þumlaskrúfuna á Íslendinga líkt á aðrar Evrópuþjóðir. Stefna Bandaríkjanna er að draga sig úr Vestur-Evrópu (með herafla í Austur-Evrópu í staðinn) og láta Evrópu borga brúsann af eigin vörnum.  Íslendingar eiga að búast við að þurfa að taka upp budduna og borga meira í varnarmál, leggi fram eiginn mannskap (ef ástandið kárnar meir) eða leyfa erlenda hersetu. Lífið er ekki status quo og Íslendingar áhorfendur.

Hér fjallar Ben Sharpiro um vanda Bandaríkjahers sem kemur okkur við því hann verndar Ísland.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband