Græðgi Reykjavíkurborgar - bílastæðisgjöld

Eins og allir vita, er sósíalistum í Reykjavík meinilla við bíla. Bíllinn, tákn einstaklingsfrelsis og sjálfræði borgarans, fellur illa inn í hugmyndafræði hóphyggju þeirra (e. collectivism) sem allir sannir rauðliðar aðhyllast.  Allir eiga að enda á sama stað - sameiginlega og samtímis. Hjörðin er því kvött til að sameinast í að taka strætó, þar sem allir eru jafnir innanborðs og enda á sama stað.

Margar ástæður eru gefnar fyrir bílahatri þeirra, sumar hljóma skynsamlega en aðrar fáranlegar. Bílarnir menga segja þeir og ef þeim er bent á að sumir bílar menga ekki neitt, svo sem vetnisbílar eða rafmagnsbílar, þá koma þau mótrök að bílarnir taki pláss á götunum! Ef greitt er fyrir umferð, þá koma bara fleiri bílar! Aldrei er athugað að bílum fjölgar í takt við fjölgun borgarbúa en fjölgar ekki af sjálfu sér.

Í stað þess að byggja mislæg gatnamót eða fjölga akgreinum, eru hindranir bókstaflega lagðar í veg bifreiðaeigandans. Hann þarf að hossast yfir hraðahindranir, sumstað eru fjórar hindranir á 100 metra löngum kafla. Enginn talar um tjónið sem bíleigandinn verður fyrir, sem er tíðari skipti á hjólabúnaði vegna þess að hossingurinn eyðileggur hann.

Tveggja akgreina hraðbrautir eru allt í einu eins akreina brautir, þrátt fyrir aukna bílaumferð. Þeir sem eru í náðinni, eru auðvitað gangandi vegfarendur eða hjólreiðafólk. Bestu vegir í höfuðborg Reykvíkinga eru hjólreiðastígar eða göngustígar. Bílvegir eru illa haldið við og varla nennt að sópa göturnar sómasamlega.

Landsbyggðafólk er að sjálfsögðu ekki velkomið og látið borga dýrum dómum fyrir að voga sér að koma fljúgandi til höfuðstaðarins og best að skattleggja ósvífina í báða enda, með bílastæðisgjöld við helstu flugvelli landsins og í Reykjavík.

Þá erum við komin að kjarna þessa pistils. Bílar mega ekki keyra um götur borgarinnar, þeir eru til ama en þeir mega heldur ekki standa kyrrstæðir. Ef bíl er lagt í miðborg Reykjavíkur, er refsað harðlega fyrir verknaðinn. Svæðið sem er með gjaldskyldu hefur farið sífellt stækkandi og í stórum radíus frá miðpunkt Reykjavíkur, þarf fólk að borga. Nú síðast á að rukka fyrir að leggja bílgarminn við Hallgrímskirkju.  Nú eiga sjúklingar Landsspítalans eða bláfátækir háskólanemendur að borga í stöðumælir.  Af hverju getur það ekki bara tekið strætó eins og við vinstri menn heimtum? Ókei, þú ætlar samt að eiga bíl? Við látum þig borga fyrir óskundann.

Eitt sinn voru rökin fyrir að fólk borgar í stöðumæla miðborgarinnar að einstaklingar leggi ekki undir sig bílastæði hálfa eða heilu daganna og hleypti ekki öðru fólk að þjónustu verslana eða opinberra fyrirtækja. Greitt var í stöðumælir á skrifstofutíma. En sósíalistarnir í Reykjavík virðast ekki lengur nenna að réttlæta gjaldtökuna, og nú er svo komið að greitt er í stöðumæla fram til kl. tíu á kvöldin, á laugardögum og sunnudögum og gjaldið er himinn hátt. Held að það sé 600 kr. fyrir klst. á dýru gjaldsvæði.

Er einhver furða að bloggritari forðast miðborg Reykjavíkur eins og heitan eld? Hann ætlaði nú að kíkja á hátíðina Götubiti í Hljómskálagarðinum sem var nú um helgina. En þegar bílastæðisgjaldið er orðið hærra en skyndibitinn, og það er rukkað um helgar fyrir að leggja bílinn, hætti bloggritari við ferðina. Hann hefur engan áhuga á að hjálpa gjaldþrota sósíalistastjórn Reykjavíkur að rétta við gjaldþrota borg. Já, borgin er gjaldþrota. Skuldirnar eru komnar við 200% markið.

Bloggritari lagði leið sína á veitingastað í sveitafélagi sínu en á meðan verður einhver skyndibitasali í Reykjavík af krónum hans. Ástæðan fyrir að miðborgin er ekki mannauð, eru túristanir sem halda henni uppi. Meirihluti þeirra sem leggja leið sína þangað eru saklausir erlendir ferðmenn sem hrista höfuðið í sífellu yfir brjálæðislegu háu matarverði, hótelverði og verðbólgu en láta sig hafa það í einn eða fleiri daga en forða sig fljótt út á land eða úr landi. Græðgi Íslendinga, ekki bara Reykjavíkurborgar, er ekki einboðið. 

Tveggja klukkustunda ferð með Strætó til að komast milli A og B? Nei takk. Borgarferð á sunnudegi? Nei takk. Búseta í Reykjavík? Nei takk!

P.S. Hvernig gengur Dag B. Eggerts. að komast á milli staða þegar hann er ekki lengur borgarstjóri? Enginn einkabílstjóri eða drossía að hossast í yfir hraðahindranirnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband