Þetta hefur verið ráðgáta að hluta til í augum bloggritara en svarið er kannski ekki svo flókið. Hér á landi hefur pólitískt fylgi horft til þróunar þar sem verulegur hluti þjóðarinnar hallast að vinstri eða framsæknum stjórnmálum. Þessi tilhneiging endurspeglast í stuðningi við stjórnmálaflokka og hreyfingar sem leggja áherslu á félagslega velferð, umhverfislega sjálfbærni, jafnrétti og framsækna félagsmálastefnu.
Ef farið er aftur í söguna eða litið á landakortið, þá er skiljanlegt að Ísland hafi tekið upp sósíaldemókratíska stjórnmálakerfið að fyrirmynd annarra Norðurlanda. Íslendingar sóttu menntun og fyrirmyndir til Danmerkur en einnig til annarra Norðurlanda. Á Norðurlöndum hafa sósíaldemókratar verið ríkjandi stjórnmálaafl mest alla 20. öldina. Vegna þess að sósíaldemókratar tóku upp mildu útgáfu af kommúnismanum, leyfðu einstaklingsfrelsið og markaðinn að vera í friði en skattlögðu afraksturinn upp í rjáfur, tókst þeim að friða alla aðila í þjóðfélaginu. Lágstéttin fékk sitt velferðakerfi, millistéttin sína menntun og yfirstéttin að halda í kapaitalíska kerfið að mestu í friði.
Ástæður vinstri sinnaðra halla í íslenskum stjórnmálum
Í fyrsta lagi er hefð fyrir velferðarríki. Á Íslandi er sterk hefð fyrir velferðarsamfélagi sem er í takt við vinstri sinnuð gildi eins og almannatryggingar, heilbrigðisþjónustu og menntun fyrir alla.
Málefni eins og jafnrétti kynjanna, LGBTQ+ réttindi og framsækin félagsmálastefna hafa mikinn stuðning á Íslandi, í takt við hugmyndafræði vinstri manna.
Almenningsálitið á Íslandi er oft hlynnt stefnum sem eru einkennandi fyrir hugmyndafræði vinstri manna, svo sem félagslega velferð, umhverfisvernd og framsækna félagsstefnu.
Í stuttu máli má segja að á Íslandi sé fjölbreytt pólitískt landslag með flokkum víðsvegar um litrófið, þá er áberandi hneigð til vinstri sinnaðra stjórnmála, knúin áfram af skuldbindingu landsins um félagslega velferð, umhverfislega sjálfbærni og framsækin félagsleg gildi.
En vinstri sinnuð pólitík kostar sitt. Ísland hefur meira eða minna leyti verið rekið með halla allan lýðveldistímann. Útdeiling gósssins - velferðina, hefur leitt til spillingu og of mikið vald stjórnmálamanna. Vinstri pólitíkusar kunna ekki að búa til peninga, bara að eyða annarra manna fé. Demókratar í Svíþjóð reyndu eitt sinn að fara alla leið og skattlögðu yfirstéttina og atvinnulífið upp í rjáfur og afleiðingin var skelfileg. Þeir hættu fljótlega við þetta og nú fær iðnaðurinn í Svíþjóð að vera mestu í friði en skattar eru enn of háir.
80% skattur á auðmenn í Frakklandi leiddi til þess að auðstéttin flutti sig úr landi og í Kaliforníu flýja auðmenn og stórfyrirtækin sósíalísku paradísina í ríkinu í hrönnum. Svo er einnig farið um millistéttina sem borgar mestu skattanna. Um 200 þúsund manna fækkun er í Kaliforínu árlega þrátt fyrir að milljónir hælisleitenda leita í ríkið til að komast í velferðakerfið. Inn streymir fólk sem fer á ríkisspenan en út fer fólk sem heldur uppi velferðakerfið. Enda er allt í rjúkandi rúst í efnahag ríkisins.
Sama þróun er á Íslandi. Ríkið er rekið með halla og inn streyma hælisleitendur sem kosta ríkið tugi milljarða árlega. Það er bara þannig með velferðakerfi hvers ríkis, það er ekki endalaus uppspretta styrkja eða stuðnings við almenning. Þess vegna er stefna vinstri flokka í efnahagsmálum eða samskiptum við umheiminn, sbr. opin landamæri, ekki sjálfbær. Þetta viðurkenndi Kristrún formaður Samfylkingarinnar nýverið en VG hafa ekki enn séð ljósið. VG varð þó að horfast í augum við veruleikann í varnarmálum er NATÓ Kata varð forsætisráðherra.
Íslenska stjórnmálastéttin í raun viðurkenndi þetta með nýjum útlendingalögum í sumar sem komu í stað útlendingalaga frá 2017 sem voru meingölluð og opnuðu landamærahliðin upp á gátt. Íslenska velferðkerfið, sem var lélegt fyrir, þoldi ekki áganginn. Í raun, þótt það hafi ekki verið sagt opinberlega, snúast nýju útlendingalögin um að vernda velferðakerfið.
En það er slæmt þegar vinstri slagsíðan er orðin of mikil. Það er slæmt þegar eini opinberi hægri flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, er bara enn einn sósíaldemókratíski flokkurinn, eins og það sé ekki nóg framboð af vinstri flokkum á Íslandi? Það vantar hægri sveiflu á landi - vantar jafnvægi. Hægrið kann að búa til pening en vinstrið að útdeila gæðunum. Er það ekki bara ágætis jafnvægi?
Smá húmor með þessum pistli....
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 21.7.2024 | 12:22 (breytt kl. 12:58) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.