Segir Joe Biden af sér í dag?

Það gengur ekkert í haginn fyrir Joe Biden þessa daganna. Skoðanakannanir eru honum óhagstæðar, andstæðingur hans var skotinn og fær fyrir vikið mikla samúð kjósenda og hans eigin flokkur hefur snúist gegn honum. Og hann er greindur með covid.

Það eru aðeins tvær persónur innan Demókrataflokksins sem get komið honum úr embætti með þrýstingi og það eru Chuck Schumer (forystumaður demókrata í Öldungadeildinni) og Nancy Pelosi (fyrrum leiðtogi demókrata í Fulltrúardeildinni). En formlega séð getur enginn komið honum í burtu vegna þess að hann er búinn að tryggja sér nægan fjölda fulltrúa til að ná kjöri.

Talið er að Chuck Schumer vilji að hann segi af sér í dag, til að skyggja á ræðu Donalds Trumps sem haldin verður á flokksráðstefnu Repúblikana í dag. Svo er að sjá hvort af verður. En æðstu menn Demókrataflokksins vilja hann í burtu sem fyrst og ekki seinna en þegar flokksþing demókrata hefst 15. ágúst.

En hver vill taka við sökkvandi skipi? Kamala Harris er sjálfskipuð í það hlutverk, þótt óvinsæl sé. Allur kosningasjóðurinn sem er digur, fellur henni sjálfkrafa í skaut. Hún velur sig líklega hvítan karlmann til að vega á móti því að hún er af blönuðum uppruna. Segist vera svört, en er einnig indversk og hvít að uppruna.

Allir bíða spenntir eftir ræðu Trumps, mun hann sameina þjóðina? Repúblikanar, aldrei þess vant, eru sameinaðir á flokksþinginu sem endar í dag með ræðu Trumps.

Bloggritari er ekki sjáandi en getur séð ýmislegt.  Hann giskaði á að Trump myndi velja sér varaforsetaefni eftir kyni eða húðlit. Það reyndist vera rangt enda er það woke-ismi sem hann er einnig að berjast gegn.

En bloggritari sá strax að Joe Biden gekk ekki heill til skógar, sjá t.a.m. grein frá 12. maí 2021. Elliglöp Joe Bidens  En hann hefur hangið inni allt kjörtímabilið með hjálp bandarískra fjölmiðla. Í kappræðum Trumps og Bidens sprakk hins vegar blaðran og ekki er aftur snúið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Joe hættir um helgina segja fréttamenn: https://fb.watch/tpiy8cnrEv/?

Birgir Loftsson, 18.7.2024 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Okt. 2024

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband