Lögum um RÚV breytt - í almannaþágu

Þar sem það virðist vera ómögulegt að leggja niður ríkisapparatið RÚV vegna íhaldssemi þingmanna og guð má vita af hverjum ástæðum, þá er ekki úr vegi að klippa neglur stofnuninnar.

Bloggritari hefur nú lesið yfir Lög um Ríkisútvarpið  (2000  nr. 122  30. júní) sem eru einfaldari en þau sem eru frá 2013. 

Það sem mætti breyta er eftirfarandi:

3. gr. ....Ríkisútvarpið skal m.a. veita almenna fréttaþjónustu...þetta ákvæði fellt niður. Ríkið á ekki að reka fréttastofu í anda Tass. Ríkisfréttir eru tímaskekkja. 

4. gr.  Ríkisútvarpið skal senda út til alls landsins og næstu miða tvær hljóðvarpsdagskrár og minnst eina sjónvarpsdagskrá árið um kring. Mætti breyta í eina hljóðvarpsdagskrá.

"10. gr.

Ríkisútvarpið hefur sjálfstæðan fjárhag. Tekjum þess má eingöngu verja í þágu útvarpsstarfsemi.

Megintekjustofnar Ríkisútvarpsins eru gjöld fyrir útvarpsafnot, gjöld fyrir auglýsingar í hljóðvarpi og sjónvarpi og aðrir tekjustofnar sem Alþingi kann að ákveða. 

Útvarpsstjóri kynnir fjárhagsáætlun fyrir útvarpsráði en sendir hana menntamálaráðherra. Alþingi staðfestir áætlunina endanlega í fjárlögum.

Menntamálaráðherra staðfestir útvarpsgjald að fengnum tillögum útvarpsstjóra.

Útvarpsstjóri staðfestir auglýsingataxta og aðrar gjaldskrár eftir tillögu framkvæmdastjóra fjármáladeildar."

Þessu má breyta í: Ríkisútvarpið er rekið á fjárlögum Alþingis hvers árs. Því er óheimilt að afla auglýsingatekna í hljóðvarpi eða sjónvarpi. Útvarpsgjald er aflagt.

Í lögunum frá 2013, var ríkisútvarpinu heimilt að reka dótturfyrirtæki. En svo virðist ekki vera í lögunum frá 2020, sem er vel.

Með þessu er komið böndum á óheyrilegri skattlagningu sem lögð er á borgara og fyrirtæki landsins. Alþingi sníðir stofnunni stakk eftir vexti. Með því að afnema auglýsingatekna leið stofnunnar, skapast frjáls samkeppni á auglýsingamarkaðinum. Fleiri fjölmiðlar verða til.

En best væri að afleggja RÚV alfarið....senda efni þess á Kvíkmyndasafn Íslands til varðveiðslu. Af hverju á ríkisvaldið að standa í fjölmiðlarekstri? Ef það er virkilegur áhugi á að styrkja innlenda dagskrágerð, væri nær að styrkja innlenda þáttagerð og kvikmyndagerð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband