Það er enginn skortur á vinstri sinnuðum álitsgjöfum íslenskra fjölmiðla. Það er alltaf leitað til sama þrönga hópsins sem eru áberandi stjórnmála- eða sagnfræðingar. Þeir eru engir aðdáendur Repúblikanaflokksins eða flokksmanna þeirra. Það er því erfitt að taka mark á áliti þeirra á bandarísk stjórnmál.
Nú er farið í viðgerðir fyrir hönd Demókrataflokksins og sagt að áhrif banatilræðisins séu að vísu mikil til skamms tíma en ekki ekki endilega til lengri.
"Fylgisaukning ekkert lögmál" segir sagnfræðingurinn Stefán Pálsson.
"Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir að banatilræðið gegn Donald Trump á laugardag komi til með að styrkja framboð hans. Það muni þó einnig ýta undir skautun í bandarísku samfélagi."
Telur að tilræðið styrki Trump en auki líklegast á skautun
"Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að búast megi við auknum stuðningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í kjölfar skotárásar sem var framin á kosningaviðburði hans í Pennsylvaníuríki í gær." Hann talar ekki um langtímaáhrifin.
Má búast við auknum stuðningi við Trump
Þetta er auðljós niðurstaða að morðtilræðið hefur bein áhrif á stuðning við Trump. Þarf enga sérfræðinga til að sjá það. En áhrifin þurfa ekki að vera langvarandi til að breyta gangi sögunnar né að skautunin verði meiri en hún er þegar í dag. Það er stutt til kosninga en þær verða 5. nóvember n.k. Þetta mun því hafa bein áhrif á kosningarnar.
En breytingin var þegar hafin. Ósigur Biden skrifaður í sögubækurnar þegar hann atti kapp við Trump í kappræðunum frægu en allir voru sammála um, líka hann sjálfur, að hann hafi beðið ósigur. Arfaslök efnahagsstjórn, opin landamæri, óreiða í alþjóða kerfinu og elliglöp núverandi forseta voru komin langleiðina með að tryggja sigur Trumps. Það verða alltaf til hópur fólks, um 30%+ Bandaríkjamanna sem munu kjósa Demókrata, sama hvað eða hver er í framboði.
En það eru hinir óháðu sem munu ráða úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Þeim er ofboðið (voru það löngu áður vegna endalausra árása fjölmiðla í bandi demókrata) framkoman við Trump. Endalaust tal um að Trump sé ógn við lýðræðið en aðferðirnar við að reyna koma í veg fyrir kosningu hans eru sjálfar ógn við lýðræðið, og það að líkja hann við Hitler, er komið út í öfgar.
Morðtilræðið mun hafa þau áhrif að tempra umræðuna, hjá báðum fylkingum, þótt einstaka reiður repúblikani kastar ónotum í fjölmiðla og kennir þeim um hvernig komið er. Trump segist þegar hafa endurskrifað ræðu sínu fyrir flokksþingið í vikunni og segist ætla að leggja áherslu á samstöðu. Erfitt mun reynast fyrir demókrata að kalla Trump áfram Satan eða Hitler, og þar með mun erfiðara að gera árásir á hann. Demókratar hafa þegar dregið til baka neikvæðar auglýsingar um Trump en skaðinn er skeður, m.a. með ummælum Bidens í vikunni um að setja Trump í "bullseye".
Bloggritari varð nokkuð snemma ljóst að Trump er enginn venjulegur forseti. Það eru komnir fram 46 forsetar, flestir meðalmenn, en einstaka sker sig úr og skráir sig á spjöld sögunnar. Trump er einn þeirra, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Goðsögnin um Trump var endanlega skráð um helgina, með karlinn steypandi hnefann í loftið, eins og Sesar sem varðist rýtingsárásir öldungadeildaþingmanna í frægasta pólitíska morði sögunnar 44 f.Kr. Það er nánast súrelalískt að Trump hafi sloppið frá þessu banatilræði. Þvílíkt örlaga sekúndabrot sem hefði getað breytt sögunni. En þetta atvik, líkt og með morðið á John F. Kennedy er skráð með farsímum og kvikmyndavélum. Þetta verður sýnt næstu áratugi í fjölmiðlum og verður ekki gleymt svo auðveldlega.
Það voru ekki allir ánægðir með að morðtilræðið hafi mistekist en menn passi sig á að segja ekkert ljótt.
Nú verður sagan að skrá sig sjálfa, í ljós á eftir að koma hvort Trump, ef hann nær kosningu, verði jafngóður forseti og hann var fyrir eða hvort hefndarhugurinn heltaki hann og farið verður í uppgjör. Ef síðari leiðin verður farin, guð hjálpi okkur þá!
En fyrir þá sem sjá svart framundan með hugsanlegri valdatíð Trumps, er ágætt að minna þá á að Trump er stundarfyrirbrigði sögunnar eins og allir stjórnmálamenn. Jú, að vísu komast slíkir menn í sögubækurnar, en aðrir tímar með öðrum mönnum koma síðar. Það er gangur sögunnar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 15.7.2024 | 10:40 (breytt kl. 11:34) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Saga Trumps:
https://youtu.be/VZYqnEK4-2Y?si=R2E9Ph7IFURlUYhR
Birgir Loftsson, 15.7.2024 kl. 16:31
Morðtilræðið við Ronald Reagan...
https://youtu.be/3n-JbA7T5ig?si=poP74HRxFk2dcFvq
Birgir Loftsson, 15.7.2024 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.