Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna 2025

Það hafa verið blendnar tilfinningar gagnvart Donald Trump. Bloggritari hefur litið á hann sem enn einn þátttakanda á alþjóðasviðinu, að vísu öflugur og óvenjulegur, en samt engin sérstök aðdáund í garð hans. Bloggritari hefur einblínt á verk en ekki orð viðkomandi til að dæma hann. Forsetatíð hans var blómum stráð pólitískt séð (þrátt fyrir endalausar árásir andstæðinga hans) en sjálfur maðurinn er breyskur. 

En þetta að reyna að drepa forseta frambjóðanda, er ósættanlegt. Skiptir engu máli í hvaða flokki viðkomandi er, John F. Kennedy, Robert F. Kennedy, Ronald Reagan og nú Donald Trump, allar morðtilraunir, sem heppnaðst eður ei, eru fordæmdar.

Öll pólitísk morð síðan Súlla rústaði rómverska lýðveldinu, halda valdið ursla sem varað hafa langt út frá tilrauninni til morðs.

Svo virðist vera að Trump hafi sloppið með áverka á eyru en því miður virðast þátttakendur í rallýinu hafa látið, einn eða tveir sem og skotmaðurinn. BBC segir að vitni hafa séð skotmann með riffil hafa farið upp á þak og náð að skjóta skotum á Trump (fimm hugsanlega og þrjú í kjölfarið) en sagt er að leyniskytta hafi skotið skotmanninn eftir að hafa heyrt skotið á forsetann fyrrverandi.

Pólitískt séð, er þetta gulltrygging fyrir endurkjör Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Þ.e.a.s. ef hann er ekki meira meiddur en á eyra. Joe Biden var í djúpum skít áður en þetta gerðist og óvenjulega er, er að forsetaframboð Trump hefur verið hljóðlát. Kannski til að leyfa forseta framboð Biden að grafa sína eigin gröf. Vill nokkur taka við keflinu af Biden eftir þetta?

Tucker Carlson hefur marg oft varað við morðtilraun við Donald Trump og sjálfur bloggritari hefur undrast að ekki er haft skothelt gler fyrir framan ræðupúlt forsetans fyrrverandi. Kannski verði breyting hér á. 

Bandarísk stjórnmál virðast vera fjarlægð Íslendingum en þau eru það ekki. Allt sem gerist hefur bein áhrif á Ísland og í raun allan heiminn. Það skiptir máli hver er forseti Bandaríkjanna.

Persónulega finnst bloggritari besti forseti Bandaríkjanna vera Ronald Reagan. Enginn annar á 20. öld hefur náð tærnar þar sem hælar hans enduðu.  Richard Nixon var einstakur á sinn hátt þótt fall hans hafi verið mikið. John F. Kennedy vakti miklar væntingar sem náðu ekki að ræstast vegna morðs hans en kannski rættuðst vegna arflegð hans.

Spurning var í sagnfræðinámi bloggritara, hvort að leiðtogar móti söguna eða hvort sagan móti leiðtogann. Svarið er einfalt: Sagan býr til leiðtogann en hann mótar söguna!

Það er alveg ótrúlegt að tveir eða þrír hafi verið drepnir þegar skotum var beint að Trump en hann sjálfur hafi sloppið með skot í gegnum hægra eyrað. Örlaga trúaðir myndu segja að örlögin spili hér rullu.

Myndin af Trump skeyta hnefanum í loftið eftir skotið á hann, mun eins og "handtökumyndin" (e. mug shot) af honum, verður söguleg.

Yfirlýsing Trumps eftir morðtilraunina: "Ég vil þakka leyniþjónustu Bandaríkjanna, og allri lögreglunni, fyrir skjót viðbrögð við skotárásinni sem átti sér stað í Butler, Pennsylvaníu. Mikilvægast er, ég vil votta fjölskyldu manneskjunnar sem skotin var til bana samúð mína í rallý mínu sem var drepin, og einnig til fjölskyldu annars manns sem særðist illa. Það er ótrúlegt að slíkt athæfi geti átt sér stað í okkar landi með byssukúlu sem skarst í efri hluta hægra eyraðs á mér vissi ég strax að eitthvað var að því að ég heyrði susandi hljóð, skot, og fann strax að kúlan reifst í gegnum húðina, svo ég áttaði mig á því hvað var að gerast."

Uppfært:

Leyniþjónustan brást

Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segir að leyniþjónustan hafi brugðist.  Hvers vegna er enn ekki vitað.  Það sem bjargaði lífi Trump var að hann snéri höfuð sitt á síðustu sekúndu áður en skot hitti hann. Skotmaðurinn var staðsettur upp á þaki með hálfsjálfvirkan rifill, í 150 metra fjarlægð, og hvers vegna enginn leyniþjónustumaður var þarna er óskiljanlegt. Aðstoðarforstjórinn furðar sig einnig á seinaganginum við að koma Trump af sviðinu. Annar skotmaður hefði haft nægan tíma til að skjóta forsetann á meðan það var verið að koma honum af sviðinu.  Vitni sögðust hafa sagt leyniþjónustumönnum frá príli manns upp á þakið nokkrum mínútum fyrir skothríðina.

Einnig var minnst er Biden sagði nýverið opinberlega að það væri kominn til til að hætta að tala pólitík og setja Trump í "bullseye". Það er bókstaflega búið að reyna allt til að koma í veg fyrir Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna. Allt frá byrjun, áður en hann fór í Hvíta húsið, hefur verið reynt að klína á hann Rússasamsæri, hann ákærður tvisvar fyrir embættisbrot sem enginn fótur var fyrir, nú nýverið búið að dæma hann glæpamann fyrir meint bókhaldsbrot og aðrar ákærur bíða. Hvað næst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Voru Bandaríkjamenn sentimetrum frá borgarastyrjöld?

Birgir Loftsson, 14.7.2024 kl. 13:48

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta eykur líkurnar á að hann verði næsti forseti.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2024 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband