Breski verkamannaflokkurinn fellur strax á fyrsta prófi?

Þegar eru komin tvö mál sem munu valda vandræðum í Bretlandi. 

Annað er að flokkurinn ætlar að afturkalla olíuleyfi í nafni grænnar stefnu. Það þýðir að Bretland þarf að flytja inn jarðeldsneyti í meira mæli en á sama tíma stært sig af því að valda minna útblástur koltvírings.  Þetta breytir engu um gróðurhúsa lofttegunda útblástur á heimsvísu. Aðrir eru látnir taka á sig sökina en Bretar. 

Þetta er stefnan skv. vefsetur Verkamannaflokksins:

"Stofnaðu Great British Energy, nýtt breskt orkufyrirtæki í opinberri eigu

Hvað þýðir þetta: Stefna verkalýðsins felur í sér græna hagsældaráætlun til að lækka orkureikninga og skapa góð störf á hverju svæði.

Ríkisstjórn Verkamannaflokksins mun fjárfesta í hreinu afli í heimabyggð, skera niður reikninga, skapa störf og veita okkur sjálfstæði frá einræðisherrum eins og Pútín, sem að hluta til er greitt fyrir með almennilegum óvæntum skatti á olíu- og gasrisa."

Málið er bara að græn orka er dýrari, bæði fyrir almenning og fyrirtæki. Framleiðsluverð hækkar.

Með því að afturkalla stefnuna um að senda ólöglega hælisleitendur til Rwanda, hefur það strax leitt til aukningu á bátafólki yfir Ermasund. Fjórir létust í vikunni við að reyna að komast yfir. En kannski er stefna þeirra ekki verri en Íhaldsflokksins, sem sagðist ætla að stoppa strauminn en uppskar metfjölda ólöglegra hælisleitenda til Bretlands. Þetta er stefnan samkvæmt vefsetri Verkamannaflokksins:

"Hætta hótelnotkun fyrir hælisleitendur

Hvernig við gerum það: Rishi Sunak lofaði að hætta notkun á hælishótelum en í staðinn hefur fjöldinn slegið met, sem kostaði breska skattgreiðendur 8 milljónir punda á dag.

Stefna Verkamannaflokksins til að tryggja landamæri Bretlands mun sjá til þess að aukið starfsfólk verði tekið til starfa til að vinna úr kröfum og senda fólk til öruggra landa, hreinsa út hælisafsláttinn, og ný lögregludeild yfir landamæri sem mun brjóta niður glæpagengi sem smygla fólki með aðferðum gegn hryðjuverkum."

Kannski að þetta virki en það verður að koma í ljós. Rwanda leiðin var ekki eins einföld og ætla mætti. Það eru 100 þúsund ólöglegra hælisleitendur sem búið er að hafna en enginn veit hvað á að gera við. Ríkisstjórn Rwanda sagðist bara geta tekið við 1000 manns árlega og það leysir því ekki hundrað þúsund manna vandann.

Annað er misgáfað, svo sem að taka skattaafslátt af einkaskólum, sem hafa reynst vera bestu skólar Bretlands og ókeypis þetta og hitt á kostnað skattborgaranna, t.d. skólamáltíðir. Þeir ætla að efla heilbrigðiskerfið sem er bágborið og er það vel. Kannski að Samfylkingin afriti stefnu flokksins í hvívetna, a.m.k. fór Kristrún út og fagnaði með þeim er kosningaúrslitin voru kunn.

En það er alveg ljóst að ef auknir skattar eru lagðir á borgaranna og fyrirtæki, að það dregur úr framleiðni og samkeppnishæfni landsins.

Sjá má það hér á Íslandi að skattkúin er þurrausin vegna skattaálagningar. Samdráttur er í ferðamannaiðnaðnum vegna hátt verðlags.  Munurinn á Íslendingum og útlendum ferðamönnum er að þeir síðarnefndu geta kosið að koma ekki til Íslands. Flestir Íslendingar eru fastir hérna þótt stór hópur búi erlendis og veigri sig við að koma hingað í skattapardísina (íslenskra stjórnvalda). 

Nýjasta nýtt hjá íslenskum skatta meisturum er að reikna km gjald á allar bifreiðar, líka þær sem ganga fyrir jarðeldneytis. Verður sum sé bæði arðrænt við bensíndæluna og þegar ekið er frá henni? Og hvergi er hægt að leggja bílnum nema borga fyrir háu verði. Snillingar ekki satt?

10 Labour policies to change Britain


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Okt. 2024

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband