Slöpp frammistaða Joe Bidens en ekki nógu slöpp

Demókratar eru enn ráðviltir eftir frammistöðu Bidens í gær. Hann átti tvo slæma kafla, er hann kallaði Zelenskí Pútín og ruglaði Harris við Trump. En að öðru leyti skakklappaðist hann í gegnum daginn án mikilli erfiðleika.

Repúblikanar eru kampakátir með daginn, því að þeir vilja að hann haldi áfram og tapi svo fyrir Trump. Ef hann þrjóskast við og heldur áfram, mun hann tapa á móti Trump.  Stuðningsmenn Trump eru það ákveðnir, að þeir mæta á kjörstað en hætt er við að stuðningsmenn (eru nokkir raunverulegir?) Bidens sitji heima. Hatrið á Trump verði ekki nægilega mikið til að nenna að mæta á kjörstað.

En af hverju heldur Biden áfram en verði ekki "brúin" á milli kynslóða eins og hann sagði um 2020? Jú, það stefnir í að Hunter Biden fái á sig fleiri ákærur og lendi í fangelsi með langan dóm.

Öll fjölskyldan sem er flækt í spillingar- og múturmál mun fá á sig holdskefli ákæra þegar repúblikanar taka við dómsmálaráðuneytinu. Það verður uppgjör, þótt Trump segi annað. Þessu hefur blokkritari varað við. Þegar annar flokkurinn byrjar að nota dómskerfið með "lawfare" gegn pólitískum andstæðingum, byrjar vítahringur fæðadeila og hefnda. Lýðræðið í Bandaríkjunum er raunverulega í hættu. Sýnist þó að það eru nægilega margir skynsamir í repúblikanaflokknum sem munu ekki taka þátt í slíku og það gefur von.

Joe Biden verður að vera forseti til að náða soninn og aðra ættingja. Slíkt myndi valda mikla reiði en það mun hann gera er hann segir af sér eða lætur af embætti. Ekkert við því að gera, enda löglegt. Það næsta ólíklegt að hann geti setið næstu fjögur árin. Annað hvort verður hann settur af vegna heilabilunnar, eða hann segir af sér sjálfur og láti Harris fá keflið eða hann látist í embætti enda há aldraður. En sjá bandarískir kjósendur þetta? Já, svo virðist vera en 72% þeirra vilja að hann hætti við framboð sitt.

En enn er tími fyrir demókrata til reyna að skipta um frambjóðanda. Þeir hafa u.þ.b. einn mánuð eða skemmur til stefnu. En þetta er allt í höndum Bidens, hvort hann láti kjörmenn sína af hendi og fjármagnið sem hann hefur safnað og hætti sjálfviljur. 14 milljóir Demókratar kusu hann og það verður erfitt fyrir demókrata elítuna að hunsa grasrótina. Kannski er áætlun hans að sitja hluta úr kjörtímabili, klára Hunter málið og láta svo Harris fá forsetaembættið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband