Fjölmiðlar í djúpum skít

Fjórða valdið, eins og fjölmiðlar hafa viljað kalla sig, hefur reynst vera handbendi skuggavalds. Frjáls og hlutlaus fjölmiðlun er varla lengur til.  Stóru fjölmiðlarnir, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi eða bara Íslandi, eru ekki að segja fréttir, heldur að flytja áróður.

Áróðurinn getur verið margvíslegur, t.d. í loftslagsmálum, í woke málum eða fjölmiðlarnir eru hreinlega í vasanum á stjórnmálaöflunum og flytja frétta flutning sem hentar stjórnvöldum hverju sinni. RÚV er til að mynda oddviti íslenskra fjölmiðla sem flytja áróður en aðrir fjölmiðlar eru einnig undir áhrifum hagsmunaafla. Wokismi, loftslags hræðsla, Rússa fóbía o.s.frv. er stefnan, en ekki hlutlaus fréttaflutningur.

Í Bandaríkjunum er allt í háa lofti vegna þess að allt í einu "uppgötvuðu" fjölmiðlar að Joe Biden er elliært gamalmenni sem getur varla ratað um svið.  Þetta hefur bloggritari bent á hér á blogginu síðastliðin fjögur ár, að maðurinn er hættulegur heimsfriðnum og hann er haldinn elliglöp.   

Varla er bandaríska fjölmiðlastéttin vanvitar upp til hópa, þannig að það er auðljóst að yfirhylming hefur átt sér stað síðastliðin fjögur ár.

Auðvitað bentu hægri fjölmiðlarnir í landinu, svo sem Foxnews og Maxnews á þessa staðreynd en aðrir hylmdu yfir og voru beinlínis í liði með demókrötum. Þeir sendu annað hvort spurningar fyrirfram eða fengu þær frá Hvíta húsinu. Svo var spunnið vitrænn söguþráður með strengjabrúðunni Joe Biden sem varla getur lesið texta af textavél.  Í dag ætlar hann í fyrsta sinn að vera með opinn blaðamannafund, sjáum hvort hann verði ekki einnig stýrður.

Nýju föt keisarans er það sem fjölmiðlar vilja láta okkur trúa að séu til. En þeir sem vilja, sjá að keisarinn er nakinn. Það er ekki nýtt að auðvelt reynist að plata fjöldann. Við sjáum það í sigurför kommúnismans og nasisismans á 20. öld og dauðann og eyðileggingu sem fylgdi í kjölfarið. En það sé enn hægt, á tímum internetsins, vekur áhyggjur.

Góðu fréttirnar fyrir okkur borgaranna, sem viljum fylgjast með umheiminum án áróðurs ítroðslu, er að frjálsir fjölmiðlamenn eru orðnir áberandi og öflugir á netinu. Svo sem Bill O´Reilly sem er fyrrverandi fréttamaður á Foxnews. Hann segist sjá hlutina eins og þeir eru og lætur bæði hægri og vinstri menn heyra það. Bloggritari fylgist því vel með hvað hann segir en einnig aðra frjálsa fjölmiðlamenn.

Stóru fjölmiðlarisarnir eru búnir að vera, fólk leitar víða um völl að fréttum og traustið, sem var þegar í lágmarkið, er farið. Svo er farið um öll Vesturlönd. Fjórða valdið er dautt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

"Fjórða valdið, eins og fjölmiðlar hafa viljað kalla sig, hefur reynst vera handbendi skuggavalds.

Frjáls og hlutlaus fjölmiðlun er varla lengur til. 

Stóru fjölmiðlarnir, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi eða bara Íslandi, eru ekki að segja fréttir, heldur að flytja áróður".

------------------------------------------------------------------------------

Það er gott að fleiri en ég séu búnir að átta sig á þessu:

Nú skora ég á alla að skoða alla þessa bloggfærslu ofan í kjölinn til að átta sig á heildarmyndinni: 

https://contact.blog.is/blog/geimveru_handbokin/entry/2294069/

Dominus Sanctus., 11.7.2024 kl. 15:10

2 Smámynd: Dominus Sanctus.

Það er í raun öll dagskráin á rúv sem að gengur annaðhvort

út á forheimskun eða illskumyndefni.

Þessi mikla ringulreið og neikvæði sem að send er í gegnum t.d. rúv  og á allt of miklum hraða,

að hún ein og sér nægir til að

FORHEIMSKA FJÖLDANN vísvitandi:

Eða sérð þú einhversstaðar ljósið og vonina í dagskránni á rúv? 

https://www.ruv.is/sjonvarp

Dominus Sanctus., 11.7.2024 kl. 16:04

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Horfi ekki á RÚV sem er tímaskekkja.  Það er eins með skatta og stofnanir, þegar þetta er einu sinni komið á, þá tekur áratugi eða aldrei að losna við hvorutveggja. Það liggur við að maður fari á þing, bara til að berjast gegn RÚV og bálkninu í heild.  

Birgir Loftsson, 11.7.2024 kl. 18:19

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mér lízt vel á að þú farir á þing Birgir. En þá þarftu að búa þig undir mótlætið. Þú þarft að vera þrautseigur. Ég minnist Jóhönnu Sigurðardóttir, hún þrasaði ár eftir ár á alþingi um húsnæðiskerfi eða eitthvað og sagði að sinn tími kæmi. Það var nú lítið hlustað ár eftir ár. Svo gerðist það loksins eftir 20 ár eða eitthvað svoleiðis.

Að berjast gegn RÚV og bákninu er nauðsynlegt. Því miður gefast margir upp á miðri leið og verða bara spilltir.

Mér lízt vel á pistlana þína þannig að ég myndi halda að þú gætir gert gagn.

Ingólfur Sigurðsson, 11.7.2024 kl. 23:12

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir Ingólfur.  Ég færi á þing með ákveðið markmið og það væri sótt með ákefð. Held að ég myndi koma á óvart með mál mín.

Skiptir engu máli hvað aðrir segja, er alltaf tilbúinn að fá mótrök og andstæðinga (t.d. hér). Það er alveg ólíklegasta fólk sem fer á þing, margt afar óhæft en sumt hæft.

En það er rétt hjá þér Ingólfur, spurning hvort maður er að upplagi stjórnmálamaður. Veit það ekki. En síðan ég var um tvítug, hef ég farið eftir markmiða setningu, markið sett og svo haldið áfram þangað til að því er náð!

Svo er það að það er flokksræði sem ræður ríkjum á Alþingi. Einstaka þingmenn eru oftast máttlausir en það kemur fyrir að fram koma skörungar.

Ég sé bara tvo leiðtoga á þingi í dag, Kristrúnu hjá Samfylkingunni, sem þorir að breyta flokknum og mæta andstöðu samherja sinna og svo Sigmund Davíð, sem virðist aldrei bogna og vera með harða stjórnarandstöðu. Inga Sæland á góða spretti.

Sigurður Ingi, Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín, enginn hjá Pírötum og nú enginn hjá VG, eru allt formenn en ekki leiðtogar. Þau eru bara þarna.

Birgir Loftsson, 12.7.2024 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband