Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra hefur áhyggjur

Öll aðildarríki NATÓ eru að spá í spilin, ef ske kynni að Trump skyldi vinna forsetakosningarnar í nóvember. Þau vita sum sé að karlinn er harður húsbóndi. Hann sagði eitt sinn að það ríki sem stæði ekki við skuldbindingar sínar um að veita 2% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál, þá eigi það skilið að vera tekið af Pútín.

Að sjálfsögðu er þetta ákveðin kúgun, kannski blekking, til að fá aðildarþjóðirnar til að axla ábyrgð í eigin varnarmálum. Flest ríkin þá, settu 1% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál, þrátt fyrir samkomulag frá 2014 að allar aðildarþjóðir færu upp í 2% fyrir 2024.  Þetta virkaði og telst bloggritari að 18 af 32 þjóðum uppfylli þessi skilyrði.

Og Trump hafði rétt fyrir sér. Eftir að hann lét af embætti, braust út stríð í Evrópu sem sér ekki fyrir endan á, kannski líkur því er hann tekur við embætti aftur. Hann sagðist myndi senda sendinefnd strax til Rússlands eftir kosningasigur, til að ræða friðarskilmála. Friðarsáttmáli myndi þá vera undirritaður daginn eftir embættistöku hans (sbr. orð hans: Ég get samið um frið á einum degi).

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætti að vera áhyggjufull. Íslendingar hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar hingað til. Samstarf um öryggis- og varnarmál er kaflaheitið í ríkisfjárlögum fyrir varnarmál. Skil ekki hvað "samstarf" stendur fyrir. Nóg að kalla þetta Öryggis- og varnarmál. Það fara 4.835,9 milljarðar í varnir Íslands. Þetta er brot úr 1% af vergri landsframleiðslu. Þórdís segir að Íslendingar þurfi ekki að uppfylla 2% skilyrðin, vegna þess að Ísland er herlaust! Það á sem sé að gera ekki neitt áfram og frýja sig ábyrgð. 

Heimurinn breyttur frá því Trump var síðast forseti 

Já, heimurinn er breyttur frá því að Trump var síðast forseti, til hins verra. Spurningin er, mun Ísland sleppa frá vandarhöggi Trumps? Eða hafa nægilega margar þjóðir uppfyllt skilyrðin, til þess að Trump láti gott heita? Samkvæmt fréttum er mikill uppgangur í uppbyggingu varnarmála allra Evrópuþjóða nema Íslands. Kannski að kjölturakki Bandaríkjanna verði ekki skammaður en krafist verði að herstöðin á Keflavíkurflugvelli verði aftur setin bandarískum dátum.  Viljum við það??? Á 80 ára afmæli lýðveldisins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

NATÓ reynslubolti varar við þriðju heimsstyrjöld... https://www.dv.is/frettir/2024/7/10/varar-vid-thridju-heimsstyrjoldinni-og-segir-ny-oxulveldi-haettulegri-en-nasistar/

Birgir Loftsson, 10.7.2024 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Okt. 2024

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband