Það virðist hvorki vera hægri eða vinstri bylgja í gangi. Menn á vinstri væng stjórnmálanna hafa farið á taugum og haldið því fram að hægri flokkar, sérstaklega þeir sem kallaðir eru öfgaflokkar, séu í mikilli sókn.
Íslenska hugtakið öfga hægri hefur verið notað um enska hugtakið "far right". En er það rétt þýðing? "Extreme" er enska þýðingin fyrir öfga en þessir flokkar eru oftast kallaðir far right í erlendum fjölmiðlum, ekki extreme right. Google Translate kemur með þýðinguna "lengst til hægri". "Far left" ætti þar með að vera öfga vinstri eða yrst til vinstri.
Jú, þessir flokkar hafa bætt við sig fylgi en ekki er hægt að segja það valdi því að umskipti verða í Evrópu. Sjá má þetta í Frakklandi og Bretlandi, stærstu ríkjum Vestur-Evrópu, að vinstri menn báru sigur úr býtum. Það verða ansi litlar breytingar í Evrópu á næstunni og ESB verður samt við sig, þótt hægri flokkarnir (lengst til hægri) hafa bætt stöðu sína umtalsvert á Evrópuþingi.
En það er hins vegar rétt að hinu hefðbundnu hægri flokkar, borgaraflokkarnir, rótgrótnir flokkar, hafa brugðist hægri kjósendum og tekið upp stefnu vinstri flokka og kjósendur hægri flokkar leita því yrst til hægri til að finna málsvara. Sjá má þetta hér á Íslandi með stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins og Íhaldsflokksins breska. Í Frakklandi urðu lokaúrslit þingkosninganna að Vinstribandalagið hefur tekið flest sæti á þingi. Miðjumenn Emmanuel Macron urðu í öðru sæti og öfgahægri flokkur Marine Le Pen í þriðja sæti.
En hvað er það að vera "öfga hægri" (e. far right)? Þegar litið er á þessa flokka, flokks Marine Le Pen eða AFD í Þýskalandi, þá virðast þeir vera hefðbundnir hægri flokkar að öllu leyti nema í innflytjendamálum. Þar marka þeir sína sérstöðu.
Stefnuskrá Þjóðfylkingarinnar frönsku árið 2017 endurnýjar skuldbindingu sína til að draga verulega úr innkomu löglegra innflytjenda. Le Pen heldur því fram að franskur ríkisborgararéttur ætti að vera "annaðhvort erfður eða verðugur". Hvað ólöglega innflytjendur varðar þá "hafa þeir enga ástæðu til að vera áfram í Frakklandi, þetta fólk braut lög um leið og það steig fæti á franska grund".
En ef það er öfgahægri afstaða, þá er hún ekki mjög frábrugðin frambjóðanda miðju-hægrimanna, Francois Fillon - sem þegar hann var fyrst kjörinn sem frambjóðandi repúblikana naut hann lítillar forskots á Le Pen í könnunum en hefur síðan orðið fyrir skaða af fullyrðingum. um óviðeigandi notkun á fjármunum ríkisins.
And-íslamski flokkur Geert Wilders í Hollandi, hægriöfgaflokkur fyrir frelsi (PVV) kom sem aðalflokkurinn með 37 sæti, næstur á eftir kom GroenLinks-PvdA með 25 sæti, bandalag undir forystu Frans Timmermans, fyrrverandi framkvæmdastjóra Evrópusambandsins.
Fráfarandi forsætisráðherra, Mark Rutte, Þjóðarflokkur fyrir frelsi og lýðræði (VDD) tapaði umtalsverðu með 24 þingsæti. Tveir aðrir flokkar, NSC og D66, fengu 20 og 9 sæti, í sömu röð. Yfir 10,4 milljónir kjósenda greiddu atkvæði til að kjósa 150 sæta þingmenn.
Hins vegar í Austur-Evrópu eru hinu hefðbundnu hægri flokkar samir við sig, hafa haldið í stefnuskrár sínar og því er erfitt að kalla einhverja flokka þar "far right", þótt stjórnarflokkurinn Fidesz í Ungverjalandi kann að teljast vera öfga hægri í augum vestrænna fjölmiðla.
Niðurstaðan er því að eðlilegar sveiflur eru í gangi í stjórnmálum Evrópu. Bara eins og það á að vera. Kjósendur hafna hægri eða vinstri flokkum eftir vonbrigði stjórnartímabils þessara flokkar og velja annað.
Svo er annað mál hvaða vegferð Evrópa og vestræn menning er á. Sumir kalla ástandið í dag hnignun vestrænnar menningar en aðrir eru áhyggjuminni. En Evrópumenn ættu að hafa í huga að sólskinsdagar fortíðarinnar gætu endað og allt farið á annan enda. Það er jú stríð í gangi í Evrópu sem gæti leitt til þriðju heimsstyrjaldar ef menn eru ekki varkárir.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 8.7.2024 | 10:22 (breytt kl. 10:26) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Gildishlaðin fyrirsögn: Mynda nýjan öfga hægri hóp á Evrópuþingi.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/07/08/mynda_nyjan_ofga_haegri_hop_a_evroputhingi/
Birgir Loftsson, 8.7.2024 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.