Úrslit bresku þingkosinganna endurspeglar lýðræðishalla Bretlands

Þvílík niðurstaða í bresku þingkosningunum og ólýðræðisleg. Kosningakerfi Breta er meingallað en bloggritari fer í það hér neðar í pistlinum.

Verkamannaflokkurinn fær 9,6 milljónir atkvæða en 412 sæti, Íhaldsflokkurinn fær 6,8 milljónir atkvæða en 121 sæti og UK Reform í Bretlandi fær 4 milljónir atkvæða en aðeins 4 sæti og Frjálslyndi demókrata flokkurinn fær 3,6 milljónir atkvæða og 71 sæti. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn fær 5 sæti með aðeins 172 þúsund atkvæði. Er eitthvað að þessari mynd?

Atkvæðin endurspegla ekki fjölda þingsæta. Sigurvegarinn tekur allt. Í raunverulegu lýðræði ættu öll atkvæði að telja og endurspegla fjölda þingsæta. Minnihlutinn hefur því enga rödd og kjörseðlum þeirra sem kusu stjórnmálaflokka minnihluta flokka er þar með hent í ruslið.

Er eðlilegt að Lýðræðislegi sambandsflokkurinn fái 5 sæti en UK Reform í Bretlandi fái aðeins 4 sæti en með 4 milljónir kjósenda á bak við sig? Minnihluti ætti alltaf að hafa rödd í húsi fólksins - breska þingisins, þar sem hvorki meirihluti eða minnihluti (bandalag lítilla flokka) ætti að stjórna einir. Á Íslandi miðum við mörkin við 5%, ef flokkurinn fær atkvæði yfir þeim mörkum fær hann þingsæti, venjulega 3 sæti af 63 þingsætum.

Ókosturinn við íslenska kosningakerfið er hins vegar sá að vægi atkvæða á landsbyggðinni er meira en á höfuðborgarsvæðinu. Veit ekki hvað það er í dag, en hlutfallið er kannski fimm á móti einum. Þ.e.a.s. atkvæði greitt á Akureyri hefur fimm sinnum meira vægi en atkvæði greitt í Reykjavík. Eins og ég segi þá veit ég ekki alveg hlutfallið í dag miðað við íbúaþróun landsins. Þeir hafa reynt að laga það með svokölluðum jöfnunarsætum, það ætti að jafna þetta út. Skipting jöfn þingsæta fer bæði eftir niðurstöðum flokkanna á landsvísu og eins í einstökum kjördæmum.

Tengill á niðurstöðu kosningakosninga í Bretlandi 2024: UK General election 2024 Results

Tengill á niðurstöðu kosninga kosninga 2021: Úrslit Alþingiskosninga í september 2021

Westminister-kerfið útskýrt (heimild: íslenska wikipedia)

"Westminster-kerfið þróaðist á breska þinginu á löngum tíma og byggir það að miklu leyti á óskráðum stjórnskipunarvenjum og hefðum. Utan Bretlands er kerfið helst notað í löndum sem áður voru hluti af breska heimsveldinu. T.d. í Kanada þar sem það hefur verið við lýði síðan 1848 og á Indlandi sem er fjölmennasta lýðræðisríki heims.

Munurinn á Westminster-þingræði og þingræði í öðrum löndum, t.d. á meginlandi Evrópu liggur helst í því að þingstörf í Bretlandi og öðrum löndum sem nota Westminster-kerfið eru átakakenndari en t.d. í Þýskalandi þar sem meiri áhersla er á samráð. Það kann að helgast af því að kosningakerfið sem notað er á Bretlandi leiðir til þess að oftast fær sá flokkur sem sigrar kosningar hreinan meirihluta á þingi á meðan það er venjan á meginlandi Evrópu að tveir eða fleiri flokkar þurfa að mynda samsteypustjórn.

Þessi menningarmunur endurspeglast í því hvernig salarkynni þjóðþinga eru innréttuð. Í breska þinginu er bekkjaröðum stillt upp á móti hvorum öðrum þannig að stjórnarliðar sitja öðrum meginn í salnum en stjórnarandstæðingar hinu megin. Í þingræðislöndum sem ekki nota Westminster-kerfið er hins vegar algengast að raða sætum í hálfhring."

En þessi útskýring Wikipedíu er ekki nóg. FPTP (First past the post heitir þetta kerfi) og er "sundrandi" atkvæðakerfi og hefur sætt gagnrýni fyrir að vera ekki raunverulega fulltrúi skoðana kjósenda, þó það hafi aðra kosti, þar á meðal að þingmenn viðhalda sterkum kjördæmatengslum.

Í Bretlandi eru 650 kjördæmi sem skila sér í sama fjölda þingsæta. Til að verða þingmaður þarf frambjóðandi meirihluta atkvæða umfram aðra frambjóðendur í sínu kjördæmi og veitir þeim þannig eitt af þessum sætum. Sá sem fær flest atkvæði í kjördæmi er sigurvegara þess svæðis. Þetta kallast einmenningskjördæmi en það er kjördæmi í þingkosningum þar sem aðeins einn frambjóðandi nær kjöri. Mismunandi reglur geta gilt um það hvernig sigurvegarinn er ákvarðaður, algengt er að sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði nái kjöri þó að viðkomandi fái ekki meirihluta atkvæða.

Helsta gagnrýni á FPTP er að það hvetur til taktískrar atkvæðagreiðslu meðal kjósenda. Niel Farage sagði að helmingur atkvæða greidd Verkamannaflokknum hafi verið óánægju atkvæði, greidd gegn Íhaldinu en kannski ekki endilega með sósíalískum Verkamannaflokknum. 

Hægt er að sjá sömu þróun á Íslandi, íslenska íhaldið mun bíða afhroð í næstu Alþingiskosningum á meðan Samfylkingin sem segist vera systurflokkur Verkamannaflokksins mun vinna stór sigur. Báðir flokkar hafa fært sig til hægri til að ganga í augum kjósenda en báðir flokkarnir eru skattaflokkar, afskiptaflokkar og ríkisvaldsflokkar. Kjósendur munu fljótt gefast upp á þeim báðum. En hið góða við íslenska kosningakerfi er að smáflokkarnir hafa áhrif og fá sæti á Alþingi. Samfylkingin mun því fá harða stjórnarandstöðu og aðhald, ólíkt Verkamannaflokknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég er sammála þessu. Það vakti athygli mína þegar rætt var við manninn á götunni og spurt fyrir kosningar (birt á RÚV) hversu margir sögðust ekki vilja kjósa, því enginn flokkur væri í boði fyrir þá, eða að flokkarnir þeirra myndu ekki hafa áhrif, og þessir tveir stærstu flokkar í Bretlandi væru orðnir eins, gjörspilltir.

Lýðræðishalli er ágætt orð til að lýsa þessu. Ég hef kallað þetta jafnaðarfasisma. Vald spillir, og algjört vald gjörspillir, er það ekki máltæki?

Mild jafnaðarstefna sem var til bóta fyrir 60-100 árum er nú orðin valdatæki gjörspilltra manna. Samfylkingunni íslenzku tókst að skipta um andlit og fá fylgi, en hvernig verður þetta ef hún kemst til valda? 

Sagan virðist fara í hringi. Gamlar hugsjónir vakna aftur sem voru taldar ógildar, því spillingin étur hinar í hel, sem þóttu nýtilegar en urðu fórnarlömb vondra kvenna og manna.

Áhugaverður pistill.

Ingólfur Sigurðsson, 5.7.2024 kl. 18:07

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Amen við því Ingólfur. Við erum sammála.

Birgir Loftsson, 6.7.2024 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband